Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 09:01 Tiger Woods og sonur hans Charlie Woods stilltu sér upp áður en þeir hófu leik á PNC feðgamótinu á Flórída. Getty/Mike Ehrmann Tiger Woods og sonur hans Charlie eru í góðum málum eftir fyrri hringinn á PNC meistaramótinu. Mótið er árlegt og þar keppa kylfingar og börn þeirra saman í liði. Úr verður mjög áhugaverð keppni sem margir fylgjast með. Woods feðgarnir léku fyrstu átján holurnar á 59 höggum eða þrettán höggum undir pari. Þeir deila reyndar efsta sætinu með Bernhard og Jason Langer annars vegar og Vijay og Qass Singh hins vegar. Svo skemmtilega vill til að Singh feðgarnir unnu mótið árið 2022 og Langer feðgarnir unnu það í fyrra. Spurning hvort að Woods feðgarnir nái að halda þetta út og tryggja sér sigur í ár. Tiger er að keppa á sínu fyrsta opinbera móti síðan að hann gekkst undir bakaðgerð í haust sem var aðgerð númer sex á vandamálabakinu hans. Hans síðasta mót á undan þessu var breska meistarmótið í júlí. Þetta er fimmta árið í röð sem Tiger og Charlie keppa saman á á þessu móti en á því eru bara spilaðar 36 holur. Þeir hafa aldrei náð að vinna en komust næst því árið 2021 þegar þeir enduðu í öðru sæti, tveimur höggum á eftir feðgunuum John Daly og John Daly II. View this post on Instagram A post shared by Golf Channel (@golfchannel) Golf Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Mótið er árlegt og þar keppa kylfingar og börn þeirra saman í liði. Úr verður mjög áhugaverð keppni sem margir fylgjast með. Woods feðgarnir léku fyrstu átján holurnar á 59 höggum eða þrettán höggum undir pari. Þeir deila reyndar efsta sætinu með Bernhard og Jason Langer annars vegar og Vijay og Qass Singh hins vegar. Svo skemmtilega vill til að Singh feðgarnir unnu mótið árið 2022 og Langer feðgarnir unnu það í fyrra. Spurning hvort að Woods feðgarnir nái að halda þetta út og tryggja sér sigur í ár. Tiger er að keppa á sínu fyrsta opinbera móti síðan að hann gekkst undir bakaðgerð í haust sem var aðgerð númer sex á vandamálabakinu hans. Hans síðasta mót á undan þessu var breska meistarmótið í júlí. Þetta er fimmta árið í röð sem Tiger og Charlie keppa saman á á þessu móti en á því eru bara spilaðar 36 holur. Þeir hafa aldrei náð að vinna en komust næst því árið 2021 þegar þeir enduðu í öðru sæti, tveimur höggum á eftir feðgunuum John Daly og John Daly II. View this post on Instagram A post shared by Golf Channel (@golfchannel)
Golf Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira