Fótbolti

Skallaði þjálfara and­stæðinganna eftir leik

Siggeir Ævarsson skrifar
Navarro var fjúkandi reiður í leikslok af einhverjum sökum
Navarro var fjúkandi reiður í leikslok af einhverjum sökum Twitter@blanquillosleon

Ótrúleg uppákoma varð eftir leik Real Zaragoza og Racing de Ferrol í spænsku B-deildinni í gær þar sem Cristobal Parralo, þjálfara Racing, skallaði kollega sinn David Navarro eftir að leik lauk.

Ekki er ljóst hver kveikjan að atvikinu var en hvorugur þjálfarinn vildi tjá sig mikið um það eftir leik.

„Ég vil ekki tala um hvað gerðist. Þetta er ekki til eftirbreytni. Það sem gerðist var hræðilegt. Ég vil ekki tala um það.“ - Sagði Parralo.

Navarro fannst þetta ekki vera fréttnæmt og vildi bara tala um gengi liðsins, en þetta var fyrsti leikur þess undir hans stjórn.

„Það er í fínu lagi með mig. Það sem gerist á vellinum fer ekki út fyrir hann. Þetta nær ekki lengra. Stóra fréttin er sú að liðið vann leik og fékk ekki á sig mark. Fótbolti kveikir ástríðu hjá fólki, án hennar væri fótboltinn lítils virði.“

Leiknum lauk með 1-0 sigri Zaragoza




Fleiri fréttir

Sjá meira


×