Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. desember 2024 08:02 Það er oft þyngra en tárum tekur að lesa dagbókarfærslur Karitasar Nínu Viðarsdóttur í kjölfar flóttans frá Grindavík. Enda vanlíðanin mikil. Stundum sat Karitas einfaldlega frosin. Stundum grét fjölskyldan. Oft vissi hún ekki að hún væri svöng. Martraðirnar voru hverja nótt. Í dag reynir fjölskyldan að fóta sig í nýju lífi á Selfossi. Vísir/Vilhelm „Einangrunin er að setjast inn. Öll rútína daglegs lífs er farin út um gluggann. Það er ekkert að gera nema hugsa og hafa áhyggjur af öllu saman,“ segir í dagbók Karitas Nínu Viðarsdóttur. Flóttamaður frá Grindavík. Nú kennari á Selfossi. Fjölskyldukona; á maka og tvö börn. Dagurinn er 27. nóvember 2023: Sautján dagar frá rýmingu. Munum við missa húsið okkar og allt innbúið? Er húsið okkar að síga? Munum við fara fjárhagslega á hausinn? Munu krakkarnir einhvern tímann jafna sig á þessu? Mun heilt skólaár fara í vaskinn? Líklega.“ Við höldum áfram að kynnast Karitas úr Grindavík. Sem með dagbókarskrifum í aðdraganda og kjölfar rýmingarinnar í Grindavík gefur okkur átakanlega en einlæga innsýn í þá angist og hugarangur sem jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafa haft á fyrrum íbúa Grindavíkur. Fyrri hluta viðtals má lesa hér: Skuldirnar tvöfölduðust Eins og alþjóð veit var á endanum ákveðið að stjórnvöld myndu kaupa upp fasteignir í Grindavík. Með tilheyrandi þrýstingi á fasteignamarkaðinn. Og streitu. Karitas og eiginmaður hennar, Árni Páll Jónsson, áttu fasteign í Grindavík þar sem þau höfðu búið í tvö ár. „Verð fasteigna í Grindavík var miklu lægra en þau hús sem Grindvíkingar þurftu síðan að ráðast í að kaupa. Og við sem Grindvíkingar vorum mjög stolt af því. Að okkar bær væri með því lægsta útsvar á landinu þar sem fasteignaverðið væri lágt miðað við víða annars staðar.“ Að geta keypt var hægara sagt en gert fyrir marga. Þó mögulegt fyrir Karitas og Árna. Í okkar tilfelli keyptum við einbýlishús í Grindavík fyrir 42 milljónir en sambærilegt hús á Selfossi þurftum við að kaupa á 92 milljónir.“ Skuldirnar hafa því tvöfaldast. Á heimilinu búa börnin Róbert, 17 ára og Anna Margrét 13 ára. „Við vildum kaupa sambærilega eign fyrir fjölskylduna. Við til dæmis vorum með heitan pott í Grindavík og vildum heitan pott á nýja heimilinu. Við erum líka með hunda. Ég kenni miðsvæðis á Selfossi og við vildum búa miðsvæðis svo ég gæti labbað í vinnuna og krakkarnir ættu auðvelt með að labba í skólana sína.“ Sem í þessu tilfelli er grunnskólinn Vallaskóli annars vegar og Fjölbrautaskóli Suðurlands hins vegar. „Ég get ekki kvartað. Því við erum fjárhagslega í ágætum aðstæðum, bæði í stöðugri vinnu og þótt við þyrftum að fara í miklu hærri lántöku en við vorum með, eru þetta kaup sem við ættum að ráða við,“ segir Karitas en bætir við: „En svona áfall er svo stórt að það eru alls ekkert allir sem hafa treyst sér í að byrja nýtt líf á nýjum stað, ráða sig á nýjan vinnustað í nýjum bæ og svo framvegis. Ég veit um fólk sem einfaldlega er enn það mikið í sárum að það treystir sér ekki til að vinna.“ Svo mikill var æsingurinn og eftirspurnin eftir eignum um tíma, að þegar Árni og Karitas gerðu tilboð í húsið þeirra á Selfossi, hafði Karitas ekki einu sinni séð húsið. Nema á netinu. Tilfinningarnar eru líka flóknar. „Ég gleymi því til dæmis aldrei þegar það var hringt í okkur frá Þjónustumiðstöð Grindavíkur og við beðin um að færa lögheimilið okkar. Það fannst mér ofboðslega erfitt. Því þetta var síðasta tengingin við sjálfan bæinn, fyrir utan fólkið,“ segir Karitas og verður augljóslega svolítið meyr. „En auðvitað var þetta skiljanlegt. Því fyrir Grindavíkurbæ að greiða skólavist fyrir hvert barn í öðru bæjarfélagi nam milljónum.“ 27. nóvember, sautján dagar frá rýmingu. Raunveruleikinn er hægt og rólega að setjast inn. Tíminn líður of hratt eða of hægt og allt rennur saman. Ég næ ekki að skipuleggja mig eða einbeita mér og hef bara setið dofin undanfarna daga. Stundum borða ég ekki neitt og finn ekkert að ég sé svöng.“ Karitas og Árni Páll áttu einbýlishús í Grindavík sem þau keyptu á 42 milljónir. Sambærilegt hús á Selfossi kostaði þau 92 milljónir. Skuldirnar hafa því tvöfaldast frá rýmingunni 10. nóvember 2023. Karitas er þó þakklát því að bæði séu í stöðugri vinnu og ágætlega sett. Vísir/Vilhelm Óðagotið í áfallinu Það er ljóst af dagbókarskrifum Karitasar að fréttaflutningur fjölmiðla voru Grindvíkingum oft erfiður. „Fjölmiðlar fóru fram með offari þessar vikur fyrir rýmingu. Mismunandi miðlar komu með mismunandi fréttir, oft með æsilegum fyrirsögnum. Þetta truflaði mig og aðra mikið því við vorum að reyna að halda ró okkar og hlusta á vísindamenn. Ég hafði það á tilfinningunni að aðrir landsmenn hefðu gaman að þessu,“ segir í dagbók. Þegar Karitas og Árni flúðu með börnin sín úr Grindavík stuttu fyrir rýmingu þann 10. nóvember 2023, var einhverju dóti hent í töskur á tíu mínútum. Í dagbókarskrifum segir: Ég er ekki einu sinni með nærbuxur og sokka.“ Á mánudeginum eftir rýmingu, gáfu Almannavarnir það út að fólk gæti farið í hollum inn í Grindavík til að sækja ýmislegt. „Hófst þá óðagotið. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa því. Örvæntingin var algjör,“ segir Karitas. Fjölskyldan flúði upp í sumarbústað í Grímsnesi og þar voru einnig foreldrar Karitasar, Jóhanna og Viðar. Hugrún tengdamamma kom um nóttina. Karitas segist alls ekki hafa treyst sér til að fara til Grindavíkur. Árni og pabbi hennar fóru hins vegar. „Árni og pabbi voru þreyttir, pirraðir og svangir þegar þeir komu aftur í sveitina tómhentir,“ segir í dagbók enda þurfti að rýma bæinn aftur vegna gasmengunar. Aftur héldu Árni og Viðar þó af stað, snemma morguninn eftir. Og biðu allan daginn í bílaröðinni. Í von um að fá hina dýrmætu hringingu frá Almannavörnum að þeir mættu fara í húsin sín í bænum. Loks kom símtalið og Árni og Viðar fengu grænt ljós. Á meðan sat restin af fjölskyldunni upp í sveit og fylgdist með á myndbandsupptöku Ring-dyrabjöllunnar heima hjá Karitas og Árna. Úr dagbók: Það er svo vont að sitja eftir ráðalaus, aðgerðarlaus og vonlaus og veltast um í áhyggjum. Hjartað hamaðist svo hratt. Dóttir mín varð svo glöð þegar hún sá pabba sinn bera bangsana hennar út í bíl. Þegar þeir skiluðu sér aftur í sveitina þennan dag voru þeir örmagna.“ Karitas viðurkennir að hafa kviðið nokkuð fyrir jólunum í ár. Því jólin í fyrra voru fjölskyldunni afar erfið. Ömurleg að Karitas fannst. Fjölskyldan endaði með að vera í sex mánaða einangrun í sumarbústað. Sem fyrir hjón með tvö ungmenni og hunda reyndi á.Vísir/Vilhelm, einkasafn Sex mánuðir í einangrun Úr dagbók: Ég fæ ennþá martraðir nánast á hverri nóttu. Ég er rosalega sorgmædd og mig langar bara að fara heim og að allt gangi sinn vanagang.“ Aldrei óraði fjölskyldunni fyrir því að næstu sex mánuði myndu þau búa í einangrun upp í sveit. „Við grétum oft á þessum tíma. Við fjölskyldan, við öll. Stundum sat maður bara frosinn. Þetta er svona eins og tilfinningalömun, þar sem líkaminn slekkur á sér.“ Fljótlega fengu foreldrar Karitasar íbúð í gegnum vinafólk í Reykjavík en Hugrún tengdamóðir hennar fékk herbergi í Garðinum. Eftir sátu í sveitinni: Hjón með tvo táninga og þrjá hunda. Sem Karitas viðurkennir alveg að hafa tekið á. Krökkunum var til dæmis farið að leiðast mikið. „Að hanga svona einangruð upp í sumarbústað.“ Stundum hefur Karitas velt fyrir sér hver áhrifin verða á börnin til lengri tíma liðið. „Því það eru svo fáir sem geta tengt við okkur. Það er ekkert annað fólk en fólk úr Grindavík sem á sér þessa sögu sem við eigum okkur. Nema fólkið ur Vestmannaeyjum auðvitað og svo þeir sem hafa flúið snjóflóð,“ segir Karitas og bætir við: „Og ekki má heldur gleyma því að þegar rýmingin er í fyrra, vorum við í raun búin að búa við viðvarandi hræðslu- og streituástand síðan árið 2019. Því jarðskjálftar og gos hafa eiginlega staðið yfir frá því þá. Og fjögur ár er langur tími í lífi ungmenna.“ Fjölskyldan reyndi þó að halda í einhvers konar rútínu, svo langt sem það náði. „Safnskólarnir í Reykjavík voru of langt frá fyrir dóttur okkar að fara. En ég veit um marga sem nýttu sér rútur frá Selfossi og Reykjanesbæ til að koma börnunum í skóla.“ Almennt hafi þessi skólavetur nokkurn veginn farið í vaskinn. „Ég kvarta samt ekki því ég veit um fjölskyldur sem þurftu að flytja oft á milli íbúða og börnin þeirra kannski að flytja sig fjórum sinnum á milli grunnskóla. Allt þó gert til að reyna að halda börnunum í einverri rútínu.“ Úr varð að koma sér fyrir á Selfossi. Þar sem sonurinn gæti haldið áfram í fjölbrautarskóla, Karitas fengið kennarastarf í sama skóla og dóttirin gengur í. „Allir í skólanum tóku ofboðslega vel utan um mig. Ég veit í raun ekki hvar ég væri ef ekki fyrir þau. Ég væri alla vega ekki hér,“ segir Karitas einlæg. Það er alls kyns sorg og söknuður sem lesa má um í dagbókarfærslum Karitasar. Söknuðurinn í gamla heimilið. Söknuðurinn að hitta gömlu samstarfsfélagana. Karitas hefur ekki treyst sér til að mæta á helstu viðburði Grindvíkinga. Hún hræðist að brotna niður ef hún hittir alla á ný.Vísir/Vilhelm Hvar er heima? Mig langar að hitta samstarfsfólkið mitt og nemendur í skólanum, drekka vont kaffi á kaffistofunni og fara í göngutúr með hundana niður í fjöru. Það er ekki að fara að gerast.“ Að koma sér fyrir á nýjum stað er samt ekkert auðvelt. „Við erum bara öll að reyna að aðlagast. Krakkarnir eru fjarri vinum sínum og eru að reyna að eignast nýja vini. Fyrir strákinn hefur það ekkert endilega verið of auðvelt að lenda í þessu kennaraverkfalli FSU ofan á allt annað,“ segir Karitas. Margt sé þó jákvætt. „Mér finnst til dæmis yndislegt að stundum þegar ég er að labba heim eða labba með hundana mína eru krakkarnir farnir að heilsa mér. Kalla Hæ Karitas…. svona eins og heima.“ Því já, hvar er heima? „Ég segi enn alltaf heima þegar ég tala um Grindavík. Við gerum það öll. En ég er svo langt frá því að treysta mér til þess að hugsa um viðveru þar að ég hef ekki einu sinni treyst mér til að mæta á helstu viðburði fyrir Grindvíkinga,“ segir Karitas og ekki er laust við að stutt sé í tárin. „Ég er bara svo hrædd um að brotna saman ef ég hitti alla.“ Stundum banki sorgartilfinningin óvænt upp á. „Við Árni erum kannski að horfa á sjónvarpið. Og þá fær maður svona dejavu tilfinningu. Þar sem við lítum hvort á annað og segjum: Síðast þegar við horfðum á þessa seríu sátum við heima í Grindavík.“ Í daglegu lífi, sæki söknuðurinn að. „Maður er kannski að baka smábökur og fer að hugsa um að síðast þegar ég bakaði smákökur, gerði ég það í fallega eldhúsinu heima.“ Það er því ljóst að enn er grunnt í allar erfiðar tilfinningar. Síðasta dagbókarfærsla Karitasar er skrifuð þann 1. nóvember árið 2024. Tæpu ári eftir rýmingu. Karitas segir fjölskylduna samt vera smátt og smátt að venjast nýju lífi. „Það gengur upp og niður en það er samt að komast á friður í hjartað og jafnvægi í sálina. Við stefnum á notaleg og áhyggjulaus jól þetta árið.“ Sem er ekki sjálfgefið. Því Karitas segir að jólin í sumarbústaðnum í fyrra hafi einfaldlega verið hræðileg. Karitas og Árni Páll með börnin sín tvö: Róbert og Önnu Margréti. Anna Margrét gengur nú í Vallaskóla á Selfossi þar sem Karitas kennir. Róbert er í Fjölbrautarskóla Suðurlands. Að lenda í verkfalli var ekki beint að hjálpa til í haust, enda bæði Róbert og Anna Margrét að reyna að fóta sig með nýja vini og félagslíf með jafnöldrum í nýjum bæ.Vísir/Vilhelm 1. nóvember 2024, tæpu ári eftir rýmingu. Eftir þetta þá rann allt saman og ég varð of kvíðin og leið til að skrifa neitt meira. Ég hef ekki skrifað neitt síðan.“ Karitas Í gær og í dag höfum við kynnst Karitas. En hver er Karitas? „Því ég hef svolítið verið að velta þessu fyrir mér sjálf. Alla tíð hef ég skilgreint mig sem grindvíking. Sem innfæddan bæjarbúa, með tengingu við fólkið sem byggði bæinn upp og með sterka tengingu við hraunið og fjöruna. Með fjölskylduna og vini, samstarfsfólk og ættingja í kring um mig. Núna er ég allt í einu komin á Selfoss. Ekki lengur í samfélaginu sem ég skilgreindi mig út frá. Og hver er ég þá?“ Fólkið hennar er líka ekki lengur á sama stað. Foreldrar hennar búa í Reykjavík en í vor flutti tengdamamma hennar á Selfoss og það finnst Karitas jákvætt. „Það er samt mjög furðuleg tilfinning að hugsa: Hver er ég? Ef ég hef ekki lengur samfélagið og tengslin og fólkið sem ég hef svo lengi skilgreint mig út frá,“ segir Karitas og bætir við: „Í raun þýðir þetta að maður þarf að pæla í hlutum alveg upp á nýtt: Hvað er það sem ég þarf til að vera hamingjusöm, hvernig á ég að vera og svo framvegis.“ Karitas er fædd og uppalin í Grindavík með ættartengsl þar hundruði ár aftur í tímann. Nú hefur hún þurft að skilgreina sig alveg upp á nýtt því áfallinu og breytingunum hafa fylgt spurningar eins og Hver er ég? Hvað þarf til að ég sé hamingjusöm? Í dag er hún vongóð um að fjölskyldan eigi sér framtíð á Selfossi.Vísir/Vilhelm Karitas segist þó vera farin að sjá fyrir sér framtíðina á Selfossi. „Ég er að finna hvernig tengsl eru að myndast, þessi tengsl inn í vinahópa til dæmis. Tengslin við krakkana í skólanum eru mér samt mikilvægust.“ Fyrir Árna Pál er breytingin líka þó nokkur. Enda nokkuð lengra að keyra frá Selfossi í Hafnarfjörð miðað við Grindavík áður. „Við erum samt farin að tala um þetta minna en áður. Því fyrir ári síðan, gat maður ekki talað um neitt annað og allan daginn var eldgosið bara á skjánum. Til viðbótar var maður allan daginn að fylgjast með því hvað fólk var að segja á lokuðu samfélagssíðunum. Þar sem oft voru miklar tilfinningar.“ Karitas lýsir ástandinu í raun eins og að hafa verið heltekin af því. Svo miklar voru áhyggjurnar, hræðslan og angistin. „Ég reyni bara hvað ég get til að brotna ekki saman. Því þá er ég svo viss um að ég færi bara á botninn í tilfinningunum og myndi gráta og gráta. Að hitta samstarfsfólk eða annað fólk frá Grindavík hræðir mig stundum því söknuðurinn er svo mikill enn þá,“ segir Karitas en bætir við: „Og ég er ekkert að hugsa um hvar ég verð mögulega eftir tíu eða tuttugu ár eða hvort ég endi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík síðar meir. Því ég er svo sem sannfærð að hvort sem það líða tíu ár eða ekki þar til þessum jarðhræringum verður lokið, þá mun samfélagið í Grindavík á einhverjum tímapunkti rísa upp aftur. Hvort ég verði hluti af því samfélagi seinna meir veit ég ekki. Ég einfaldlega leyfi mér ekki að hugsa um það.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Geðheilbrigði Fjölskyldumál Tengdar fréttir Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00 „Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“ „Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi. 24. september 2023 08:00 Öll batterí búin: „Ég ákvað að gera þetta á fimmtudegi þegar Friðrik væri farinn til vinnu“ Hún er rétt rúmlega fimmtug og hefur nú þegar afrekað ótrúlega margt. Byrjaði með manninum sínum aðeins 16 ára, menntaði sig sem leikskólakennari og elskaði það starf, en rak hinn geysivinsæla veitingastað Friðrik V um árabil með eiginmanninum. 2. júlí 2023 08:00 „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ „Jú mér finnst ég muna eftir pabba grátandi upp í rúmi. Ég reyndi að hugga hann og segja honum að þeir myndu koma aftur en auðvitað skildi ég þetta ekki,“ segir Hildur Guðmundsdóttir aðspurð um fyrstu æskuminningarnar. 25. desember 2023 08:01 „Ég veit bara að ég öskraði og öskraði af öllum lífsins sálarkröftum“ „Draumurinn var þannig að ég horfi út um gluggann, sé pabba leggja bíl í stæði en mömmu vera borna út úr bílnum á börum. Lengi trúði ég því að ef ég hefði sagt frá draumnum hefði mamma ekki dáið,“ segir Katrín Gísladóttir Sedlacek þegar hún rifjar upp sektarkenndina sem hún fann lengi fyrir sem barn, eftir að móðir hennar lést í bílslysi á Hellisheiði 27.september árið 1977. 26. desember 2022 08:01 Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Fleiri fréttir Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Flóttamaður frá Grindavík. Nú kennari á Selfossi. Fjölskyldukona; á maka og tvö börn. Dagurinn er 27. nóvember 2023: Sautján dagar frá rýmingu. Munum við missa húsið okkar og allt innbúið? Er húsið okkar að síga? Munum við fara fjárhagslega á hausinn? Munu krakkarnir einhvern tímann jafna sig á þessu? Mun heilt skólaár fara í vaskinn? Líklega.“ Við höldum áfram að kynnast Karitas úr Grindavík. Sem með dagbókarskrifum í aðdraganda og kjölfar rýmingarinnar í Grindavík gefur okkur átakanlega en einlæga innsýn í þá angist og hugarangur sem jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafa haft á fyrrum íbúa Grindavíkur. Fyrri hluta viðtals má lesa hér: Skuldirnar tvöfölduðust Eins og alþjóð veit var á endanum ákveðið að stjórnvöld myndu kaupa upp fasteignir í Grindavík. Með tilheyrandi þrýstingi á fasteignamarkaðinn. Og streitu. Karitas og eiginmaður hennar, Árni Páll Jónsson, áttu fasteign í Grindavík þar sem þau höfðu búið í tvö ár. „Verð fasteigna í Grindavík var miklu lægra en þau hús sem Grindvíkingar þurftu síðan að ráðast í að kaupa. Og við sem Grindvíkingar vorum mjög stolt af því. Að okkar bær væri með því lægsta útsvar á landinu þar sem fasteignaverðið væri lágt miðað við víða annars staðar.“ Að geta keypt var hægara sagt en gert fyrir marga. Þó mögulegt fyrir Karitas og Árna. Í okkar tilfelli keyptum við einbýlishús í Grindavík fyrir 42 milljónir en sambærilegt hús á Selfossi þurftum við að kaupa á 92 milljónir.“ Skuldirnar hafa því tvöfaldast. Á heimilinu búa börnin Róbert, 17 ára og Anna Margrét 13 ára. „Við vildum kaupa sambærilega eign fyrir fjölskylduna. Við til dæmis vorum með heitan pott í Grindavík og vildum heitan pott á nýja heimilinu. Við erum líka með hunda. Ég kenni miðsvæðis á Selfossi og við vildum búa miðsvæðis svo ég gæti labbað í vinnuna og krakkarnir ættu auðvelt með að labba í skólana sína.“ Sem í þessu tilfelli er grunnskólinn Vallaskóli annars vegar og Fjölbrautaskóli Suðurlands hins vegar. „Ég get ekki kvartað. Því við erum fjárhagslega í ágætum aðstæðum, bæði í stöðugri vinnu og þótt við þyrftum að fara í miklu hærri lántöku en við vorum með, eru þetta kaup sem við ættum að ráða við,“ segir Karitas en bætir við: „En svona áfall er svo stórt að það eru alls ekkert allir sem hafa treyst sér í að byrja nýtt líf á nýjum stað, ráða sig á nýjan vinnustað í nýjum bæ og svo framvegis. Ég veit um fólk sem einfaldlega er enn það mikið í sárum að það treystir sér ekki til að vinna.“ Svo mikill var æsingurinn og eftirspurnin eftir eignum um tíma, að þegar Árni og Karitas gerðu tilboð í húsið þeirra á Selfossi, hafði Karitas ekki einu sinni séð húsið. Nema á netinu. Tilfinningarnar eru líka flóknar. „Ég gleymi því til dæmis aldrei þegar það var hringt í okkur frá Þjónustumiðstöð Grindavíkur og við beðin um að færa lögheimilið okkar. Það fannst mér ofboðslega erfitt. Því þetta var síðasta tengingin við sjálfan bæinn, fyrir utan fólkið,“ segir Karitas og verður augljóslega svolítið meyr. „En auðvitað var þetta skiljanlegt. Því fyrir Grindavíkurbæ að greiða skólavist fyrir hvert barn í öðru bæjarfélagi nam milljónum.“ 27. nóvember, sautján dagar frá rýmingu. Raunveruleikinn er hægt og rólega að setjast inn. Tíminn líður of hratt eða of hægt og allt rennur saman. Ég næ ekki að skipuleggja mig eða einbeita mér og hef bara setið dofin undanfarna daga. Stundum borða ég ekki neitt og finn ekkert að ég sé svöng.“ Karitas og Árni Páll áttu einbýlishús í Grindavík sem þau keyptu á 42 milljónir. Sambærilegt hús á Selfossi kostaði þau 92 milljónir. Skuldirnar hafa því tvöfaldast frá rýmingunni 10. nóvember 2023. Karitas er þó þakklát því að bæði séu í stöðugri vinnu og ágætlega sett. Vísir/Vilhelm Óðagotið í áfallinu Það er ljóst af dagbókarskrifum Karitasar að fréttaflutningur fjölmiðla voru Grindvíkingum oft erfiður. „Fjölmiðlar fóru fram með offari þessar vikur fyrir rýmingu. Mismunandi miðlar komu með mismunandi fréttir, oft með æsilegum fyrirsögnum. Þetta truflaði mig og aðra mikið því við vorum að reyna að halda ró okkar og hlusta á vísindamenn. Ég hafði það á tilfinningunni að aðrir landsmenn hefðu gaman að þessu,“ segir í dagbók. Þegar Karitas og Árni flúðu með börnin sín úr Grindavík stuttu fyrir rýmingu þann 10. nóvember 2023, var einhverju dóti hent í töskur á tíu mínútum. Í dagbókarskrifum segir: Ég er ekki einu sinni með nærbuxur og sokka.“ Á mánudeginum eftir rýmingu, gáfu Almannavarnir það út að fólk gæti farið í hollum inn í Grindavík til að sækja ýmislegt. „Hófst þá óðagotið. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa því. Örvæntingin var algjör,“ segir Karitas. Fjölskyldan flúði upp í sumarbústað í Grímsnesi og þar voru einnig foreldrar Karitasar, Jóhanna og Viðar. Hugrún tengdamamma kom um nóttina. Karitas segist alls ekki hafa treyst sér til að fara til Grindavíkur. Árni og pabbi hennar fóru hins vegar. „Árni og pabbi voru þreyttir, pirraðir og svangir þegar þeir komu aftur í sveitina tómhentir,“ segir í dagbók enda þurfti að rýma bæinn aftur vegna gasmengunar. Aftur héldu Árni og Viðar þó af stað, snemma morguninn eftir. Og biðu allan daginn í bílaröðinni. Í von um að fá hina dýrmætu hringingu frá Almannavörnum að þeir mættu fara í húsin sín í bænum. Loks kom símtalið og Árni og Viðar fengu grænt ljós. Á meðan sat restin af fjölskyldunni upp í sveit og fylgdist með á myndbandsupptöku Ring-dyrabjöllunnar heima hjá Karitas og Árna. Úr dagbók: Það er svo vont að sitja eftir ráðalaus, aðgerðarlaus og vonlaus og veltast um í áhyggjum. Hjartað hamaðist svo hratt. Dóttir mín varð svo glöð þegar hún sá pabba sinn bera bangsana hennar út í bíl. Þegar þeir skiluðu sér aftur í sveitina þennan dag voru þeir örmagna.“ Karitas viðurkennir að hafa kviðið nokkuð fyrir jólunum í ár. Því jólin í fyrra voru fjölskyldunni afar erfið. Ömurleg að Karitas fannst. Fjölskyldan endaði með að vera í sex mánaða einangrun í sumarbústað. Sem fyrir hjón með tvö ungmenni og hunda reyndi á.Vísir/Vilhelm, einkasafn Sex mánuðir í einangrun Úr dagbók: Ég fæ ennþá martraðir nánast á hverri nóttu. Ég er rosalega sorgmædd og mig langar bara að fara heim og að allt gangi sinn vanagang.“ Aldrei óraði fjölskyldunni fyrir því að næstu sex mánuði myndu þau búa í einangrun upp í sveit. „Við grétum oft á þessum tíma. Við fjölskyldan, við öll. Stundum sat maður bara frosinn. Þetta er svona eins og tilfinningalömun, þar sem líkaminn slekkur á sér.“ Fljótlega fengu foreldrar Karitasar íbúð í gegnum vinafólk í Reykjavík en Hugrún tengdamóðir hennar fékk herbergi í Garðinum. Eftir sátu í sveitinni: Hjón með tvo táninga og þrjá hunda. Sem Karitas viðurkennir alveg að hafa tekið á. Krökkunum var til dæmis farið að leiðast mikið. „Að hanga svona einangruð upp í sumarbústað.“ Stundum hefur Karitas velt fyrir sér hver áhrifin verða á börnin til lengri tíma liðið. „Því það eru svo fáir sem geta tengt við okkur. Það er ekkert annað fólk en fólk úr Grindavík sem á sér þessa sögu sem við eigum okkur. Nema fólkið ur Vestmannaeyjum auðvitað og svo þeir sem hafa flúið snjóflóð,“ segir Karitas og bætir við: „Og ekki má heldur gleyma því að þegar rýmingin er í fyrra, vorum við í raun búin að búa við viðvarandi hræðslu- og streituástand síðan árið 2019. Því jarðskjálftar og gos hafa eiginlega staðið yfir frá því þá. Og fjögur ár er langur tími í lífi ungmenna.“ Fjölskyldan reyndi þó að halda í einhvers konar rútínu, svo langt sem það náði. „Safnskólarnir í Reykjavík voru of langt frá fyrir dóttur okkar að fara. En ég veit um marga sem nýttu sér rútur frá Selfossi og Reykjanesbæ til að koma börnunum í skóla.“ Almennt hafi þessi skólavetur nokkurn veginn farið í vaskinn. „Ég kvarta samt ekki því ég veit um fjölskyldur sem þurftu að flytja oft á milli íbúða og börnin þeirra kannski að flytja sig fjórum sinnum á milli grunnskóla. Allt þó gert til að reyna að halda börnunum í einverri rútínu.“ Úr varð að koma sér fyrir á Selfossi. Þar sem sonurinn gæti haldið áfram í fjölbrautarskóla, Karitas fengið kennarastarf í sama skóla og dóttirin gengur í. „Allir í skólanum tóku ofboðslega vel utan um mig. Ég veit í raun ekki hvar ég væri ef ekki fyrir þau. Ég væri alla vega ekki hér,“ segir Karitas einlæg. Það er alls kyns sorg og söknuður sem lesa má um í dagbókarfærslum Karitasar. Söknuðurinn í gamla heimilið. Söknuðurinn að hitta gömlu samstarfsfélagana. Karitas hefur ekki treyst sér til að mæta á helstu viðburði Grindvíkinga. Hún hræðist að brotna niður ef hún hittir alla á ný.Vísir/Vilhelm Hvar er heima? Mig langar að hitta samstarfsfólkið mitt og nemendur í skólanum, drekka vont kaffi á kaffistofunni og fara í göngutúr með hundana niður í fjöru. Það er ekki að fara að gerast.“ Að koma sér fyrir á nýjum stað er samt ekkert auðvelt. „Við erum bara öll að reyna að aðlagast. Krakkarnir eru fjarri vinum sínum og eru að reyna að eignast nýja vini. Fyrir strákinn hefur það ekkert endilega verið of auðvelt að lenda í þessu kennaraverkfalli FSU ofan á allt annað,“ segir Karitas. Margt sé þó jákvætt. „Mér finnst til dæmis yndislegt að stundum þegar ég er að labba heim eða labba með hundana mína eru krakkarnir farnir að heilsa mér. Kalla Hæ Karitas…. svona eins og heima.“ Því já, hvar er heima? „Ég segi enn alltaf heima þegar ég tala um Grindavík. Við gerum það öll. En ég er svo langt frá því að treysta mér til þess að hugsa um viðveru þar að ég hef ekki einu sinni treyst mér til að mæta á helstu viðburði fyrir Grindvíkinga,“ segir Karitas og ekki er laust við að stutt sé í tárin. „Ég er bara svo hrædd um að brotna saman ef ég hitti alla.“ Stundum banki sorgartilfinningin óvænt upp á. „Við Árni erum kannski að horfa á sjónvarpið. Og þá fær maður svona dejavu tilfinningu. Þar sem við lítum hvort á annað og segjum: Síðast þegar við horfðum á þessa seríu sátum við heima í Grindavík.“ Í daglegu lífi, sæki söknuðurinn að. „Maður er kannski að baka smábökur og fer að hugsa um að síðast þegar ég bakaði smákökur, gerði ég það í fallega eldhúsinu heima.“ Það er því ljóst að enn er grunnt í allar erfiðar tilfinningar. Síðasta dagbókarfærsla Karitasar er skrifuð þann 1. nóvember árið 2024. Tæpu ári eftir rýmingu. Karitas segir fjölskylduna samt vera smátt og smátt að venjast nýju lífi. „Það gengur upp og niður en það er samt að komast á friður í hjartað og jafnvægi í sálina. Við stefnum á notaleg og áhyggjulaus jól þetta árið.“ Sem er ekki sjálfgefið. Því Karitas segir að jólin í sumarbústaðnum í fyrra hafi einfaldlega verið hræðileg. Karitas og Árni Páll með börnin sín tvö: Róbert og Önnu Margréti. Anna Margrét gengur nú í Vallaskóla á Selfossi þar sem Karitas kennir. Róbert er í Fjölbrautarskóla Suðurlands. Að lenda í verkfalli var ekki beint að hjálpa til í haust, enda bæði Róbert og Anna Margrét að reyna að fóta sig með nýja vini og félagslíf með jafnöldrum í nýjum bæ.Vísir/Vilhelm 1. nóvember 2024, tæpu ári eftir rýmingu. Eftir þetta þá rann allt saman og ég varð of kvíðin og leið til að skrifa neitt meira. Ég hef ekki skrifað neitt síðan.“ Karitas Í gær og í dag höfum við kynnst Karitas. En hver er Karitas? „Því ég hef svolítið verið að velta þessu fyrir mér sjálf. Alla tíð hef ég skilgreint mig sem grindvíking. Sem innfæddan bæjarbúa, með tengingu við fólkið sem byggði bæinn upp og með sterka tengingu við hraunið og fjöruna. Með fjölskylduna og vini, samstarfsfólk og ættingja í kring um mig. Núna er ég allt í einu komin á Selfoss. Ekki lengur í samfélaginu sem ég skilgreindi mig út frá. Og hver er ég þá?“ Fólkið hennar er líka ekki lengur á sama stað. Foreldrar hennar búa í Reykjavík en í vor flutti tengdamamma hennar á Selfoss og það finnst Karitas jákvætt. „Það er samt mjög furðuleg tilfinning að hugsa: Hver er ég? Ef ég hef ekki lengur samfélagið og tengslin og fólkið sem ég hef svo lengi skilgreint mig út frá,“ segir Karitas og bætir við: „Í raun þýðir þetta að maður þarf að pæla í hlutum alveg upp á nýtt: Hvað er það sem ég þarf til að vera hamingjusöm, hvernig á ég að vera og svo framvegis.“ Karitas er fædd og uppalin í Grindavík með ættartengsl þar hundruði ár aftur í tímann. Nú hefur hún þurft að skilgreina sig alveg upp á nýtt því áfallinu og breytingunum hafa fylgt spurningar eins og Hver er ég? Hvað þarf til að ég sé hamingjusöm? Í dag er hún vongóð um að fjölskyldan eigi sér framtíð á Selfossi.Vísir/Vilhelm Karitas segist þó vera farin að sjá fyrir sér framtíðina á Selfossi. „Ég er að finna hvernig tengsl eru að myndast, þessi tengsl inn í vinahópa til dæmis. Tengslin við krakkana í skólanum eru mér samt mikilvægust.“ Fyrir Árna Pál er breytingin líka þó nokkur. Enda nokkuð lengra að keyra frá Selfossi í Hafnarfjörð miðað við Grindavík áður. „Við erum samt farin að tala um þetta minna en áður. Því fyrir ári síðan, gat maður ekki talað um neitt annað og allan daginn var eldgosið bara á skjánum. Til viðbótar var maður allan daginn að fylgjast með því hvað fólk var að segja á lokuðu samfélagssíðunum. Þar sem oft voru miklar tilfinningar.“ Karitas lýsir ástandinu í raun eins og að hafa verið heltekin af því. Svo miklar voru áhyggjurnar, hræðslan og angistin. „Ég reyni bara hvað ég get til að brotna ekki saman. Því þá er ég svo viss um að ég færi bara á botninn í tilfinningunum og myndi gráta og gráta. Að hitta samstarfsfólk eða annað fólk frá Grindavík hræðir mig stundum því söknuðurinn er svo mikill enn þá,“ segir Karitas en bætir við: „Og ég er ekkert að hugsa um hvar ég verð mögulega eftir tíu eða tuttugu ár eða hvort ég endi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík síðar meir. Því ég er svo sem sannfærð að hvort sem það líða tíu ár eða ekki þar til þessum jarðhræringum verður lokið, þá mun samfélagið í Grindavík á einhverjum tímapunkti rísa upp aftur. Hvort ég verði hluti af því samfélagi seinna meir veit ég ekki. Ég einfaldlega leyfi mér ekki að hugsa um það.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Geðheilbrigði Fjölskyldumál Tengdar fréttir Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00 „Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“ „Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi. 24. september 2023 08:00 Öll batterí búin: „Ég ákvað að gera þetta á fimmtudegi þegar Friðrik væri farinn til vinnu“ Hún er rétt rúmlega fimmtug og hefur nú þegar afrekað ótrúlega margt. Byrjaði með manninum sínum aðeins 16 ára, menntaði sig sem leikskólakennari og elskaði það starf, en rak hinn geysivinsæla veitingastað Friðrik V um árabil með eiginmanninum. 2. júlí 2023 08:00 „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ „Jú mér finnst ég muna eftir pabba grátandi upp í rúmi. Ég reyndi að hugga hann og segja honum að þeir myndu koma aftur en auðvitað skildi ég þetta ekki,“ segir Hildur Guðmundsdóttir aðspurð um fyrstu æskuminningarnar. 25. desember 2023 08:01 „Ég veit bara að ég öskraði og öskraði af öllum lífsins sálarkröftum“ „Draumurinn var þannig að ég horfi út um gluggann, sé pabba leggja bíl í stæði en mömmu vera borna út úr bílnum á börum. Lengi trúði ég því að ef ég hefði sagt frá draumnum hefði mamma ekki dáið,“ segir Katrín Gísladóttir Sedlacek þegar hún rifjar upp sektarkenndina sem hún fann lengi fyrir sem barn, eftir að móðir hennar lést í bílslysi á Hellisheiði 27.september árið 1977. 26. desember 2022 08:01 Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Fleiri fréttir Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00
„Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“ „Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi. 24. september 2023 08:00
Öll batterí búin: „Ég ákvað að gera þetta á fimmtudegi þegar Friðrik væri farinn til vinnu“ Hún er rétt rúmlega fimmtug og hefur nú þegar afrekað ótrúlega margt. Byrjaði með manninum sínum aðeins 16 ára, menntaði sig sem leikskólakennari og elskaði það starf, en rak hinn geysivinsæla veitingastað Friðrik V um árabil með eiginmanninum. 2. júlí 2023 08:00
„Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ „Jú mér finnst ég muna eftir pabba grátandi upp í rúmi. Ég reyndi að hugga hann og segja honum að þeir myndu koma aftur en auðvitað skildi ég þetta ekki,“ segir Hildur Guðmundsdóttir aðspurð um fyrstu æskuminningarnar. 25. desember 2023 08:01
„Ég veit bara að ég öskraði og öskraði af öllum lífsins sálarkröftum“ „Draumurinn var þannig að ég horfi út um gluggann, sé pabba leggja bíl í stæði en mömmu vera borna út úr bílnum á börum. Lengi trúði ég því að ef ég hefði sagt frá draumnum hefði mamma ekki dáið,“ segir Katrín Gísladóttir Sedlacek þegar hún rifjar upp sektarkenndina sem hún fann lengi fyrir sem barn, eftir að móðir hennar lést í bílslysi á Hellisheiði 27.september árið 1977. 26. desember 2022 08:01