Einar baðst fyrirgefningar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. desember 2024 18:43 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Egill/einar Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, bað Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, fyrirgefningar vegna orða sem hann lét falla í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark fyrr á þessu ári. Þetta segir Bogi Nils í nýjasta þætti hlaðvarpsins sem kom út í gær. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Forsaga málsins er sú að Einar Þorsteinsson mætti í hlaðvarpið Chess after Dark þann 19. október og ræddi þar við umsjónarmenn þáttarins, Birki Karl og Leif Þorsteinsson, um ýmis málefni. „Enda er þetta náttúrulega bara kolrangt hjá honum“ Í þættinum sagði Einar það galið að markaðsaðilar telji meiri áhættu felast í því að lána borginni en Icelandair. Hélt hann því fram að Icelandair fari í greiðsluþrot á tíu ára fresti og kvartaði undan því að flugfélagið fái betri kjör á skuldabréfamarkaði en borgin. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins var Bogi spurður um þessi ummæli Einars sem hann sagði með öllu ósönn. „Ég held að hann sjái nú eftir þessum orðum sínum. Hann bað mig allavega afsökunar í símtali. Enda er þetta náttúrulega bara kolrangt hjá honum. Icelandair hefur ekki defaultað (orðið greiðsluþrota) og hefur alltaf borgað alla sína reikninga í 87 ára sögu félagsins, sem er nú meira en mörg flugfélög geta sagt,“ segir Bogi í þættinum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan en umræðan um ummæli Einars hefst þegar ein klukkustund og um þrettán mínútur eru búnar af þættinum. Forstjóri Play hélt því sama fram Þá nefndi einn þáttastjórnandinn að Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, hefði einnig mætt í hlaðvarpið á svipuðum tíma og Einar Þorsteinsson og haldið því sama fram, að Icelandair fari í greiðsluþrot á tíu ára fresti. Einar Örn hafi sagt Icelandair vera með ósanngjarnt samkeppnisforskot gagnvart Play. Bogi sagði eina samkeppnisforskot Icelandair byggjast á sterkum innviðum, leiðakerfi og mannauði sem félagið hafi byggt upp sjálft. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.Vísir/Vilhelm „Ég veit bara ekki hvað er verið að tala um þegar verið er að tala um að Icelandair hafi fengið ríkisstyrki og þess háttar, ég er náttúrulega ekkert rosalega mikið að mér í þessari löngu og miklu flugsögu á Íslandi. Ég fór yfir það áðan, varðandi Covid, að Icelandair tók ekki við beinum fjármunum í formi sértækra aðgerða. Icelandair fékk ábyrgðarlánalínu frá stjórnvöldum en eins og ég fór yfir áðan, öll flugfélögin í kringum okkur eða flest fengu beina fjármuni. Það sem var gert hér á Íslandi var með öðrum hætti,“ sagði Bogi við þessu. Icelandair Play Borgarstjórn Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Þetta segir Bogi Nils í nýjasta þætti hlaðvarpsins sem kom út í gær. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Forsaga málsins er sú að Einar Þorsteinsson mætti í hlaðvarpið Chess after Dark þann 19. október og ræddi þar við umsjónarmenn þáttarins, Birki Karl og Leif Þorsteinsson, um ýmis málefni. „Enda er þetta náttúrulega bara kolrangt hjá honum“ Í þættinum sagði Einar það galið að markaðsaðilar telji meiri áhættu felast í því að lána borginni en Icelandair. Hélt hann því fram að Icelandair fari í greiðsluþrot á tíu ára fresti og kvartaði undan því að flugfélagið fái betri kjör á skuldabréfamarkaði en borgin. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins var Bogi spurður um þessi ummæli Einars sem hann sagði með öllu ósönn. „Ég held að hann sjái nú eftir þessum orðum sínum. Hann bað mig allavega afsökunar í símtali. Enda er þetta náttúrulega bara kolrangt hjá honum. Icelandair hefur ekki defaultað (orðið greiðsluþrota) og hefur alltaf borgað alla sína reikninga í 87 ára sögu félagsins, sem er nú meira en mörg flugfélög geta sagt,“ segir Bogi í þættinum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan en umræðan um ummæli Einars hefst þegar ein klukkustund og um þrettán mínútur eru búnar af þættinum. Forstjóri Play hélt því sama fram Þá nefndi einn þáttastjórnandinn að Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, hefði einnig mætt í hlaðvarpið á svipuðum tíma og Einar Þorsteinsson og haldið því sama fram, að Icelandair fari í greiðsluþrot á tíu ára fresti. Einar Örn hafi sagt Icelandair vera með ósanngjarnt samkeppnisforskot gagnvart Play. Bogi sagði eina samkeppnisforskot Icelandair byggjast á sterkum innviðum, leiðakerfi og mannauði sem félagið hafi byggt upp sjálft. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.Vísir/Vilhelm „Ég veit bara ekki hvað er verið að tala um þegar verið er að tala um að Icelandair hafi fengið ríkisstyrki og þess háttar, ég er náttúrulega ekkert rosalega mikið að mér í þessari löngu og miklu flugsögu á Íslandi. Ég fór yfir það áðan, varðandi Covid, að Icelandair tók ekki við beinum fjármunum í formi sértækra aðgerða. Icelandair fékk ábyrgðarlánalínu frá stjórnvöldum en eins og ég fór yfir áðan, öll flugfélögin í kringum okkur eða flest fengu beina fjármuni. Það sem var gert hér á Íslandi var með öðrum hætti,“ sagði Bogi við þessu.
Icelandair Play Borgarstjórn Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira