Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2024 12:24 Víkingar unnu tvo sigra, gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveimur leikjum í Sambandsdeildinni. Það skilaði þeim 19. sæti og áfram í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. vísir/Anton Það skýrðist í dag hverjir verða mótherjar Víkings í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Dregið var í beinni útsendingu hér á Vísi. Víkingar mæta Panathinaikos, liði Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Sverrir er í stóru hlutverki hjá gríska liðinu en Hörður hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla. Panathinaikos er í 4. sæti grísku úrvalsdeildarinnar en aðeins tveimur stigum frá toppnum. Víkingar spila heimaleik sinn í umspilinu á Kópavogsvelli fimmtudaginn 13. febrúar og svo útileikinn viku síðar. Víkingar enduðu í 19. sæti af 36 liðum Sambandsdeildarinnar en liðin í 9.-24. sæti eru með í drættinum í dag. Efstu átta liðin komust beint áfram í 16-liða úrslit og liðin í 25.-36. sæti eru fallin úr keppni. Víkingar gátu dregist gegn annað hvort Olimpija Ljubljana frá Slóveníu eða Panathinaikos frá Grikklandi, liði Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Liðunum var nefnilega raðað í styrkleikaflokka eftir lokastöðu sinni í deildinni, og gátu þannig liðin sem enduðu í 9.-10. sæti aðeins mætt liðunum sem enduðu í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti mætt 21.-22. sæti, og svo framvegis. Andri Lucas til Spánar Til viðbótar við Víkinga og Panathinaikos eru tvö Íslendingalið í umspilinu. Andri Lucas Guðjohnsen leikur með belgíska liðinu Gent og Rúnar Alex Rúnarsson er á mála hjá FC Kaupmannahöfn. Gent mætir spænska liðinu Real Betis en FCK dróst gegn þýska liðinu Heidenheim. Einvígin í umspili Sambandsdeildar Evrópu.UEFA Gætu mögulega mætt Alberti Ef Víkingar komast áfram í 16-liða úrslit er þegar orðið ljóst að mótherji þeirra þar yrði annað hvort Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar, eða Rapid Vín. Dregið verður í 16-liða úrslitin 21. febrúar, eftir umspilsleikina sem fara fram 13. og 20. febrúar. Liðin átta sem eru þegar komin áfram í 16-liða úrslit eru Chelsea, Vitoria, Fiorentina, Rapid Vín, Djurgården, Lugano, Legia Varsjá og Cercle Brugge. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári. 20. desember 2024 11:01 Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Lið Víkings Reykjavíkur verður í flugi á leið heim til Íslands þegar dregið verður í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í dag. Þjálfari liðsins er gífurlega stoltur af sínum mönnum sem tryggðu sér umspilssætið með jafntefli í Austurríki í gær. 20. desember 2024 10:02 Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Víkingur verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspilseinvígi upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 19. desember 2024 22:28 Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Víkingur sótti stig gegn LASK úti í Austurríki og mun spila umspilseinvígi eftir áramót upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Leiknum í kvöld lauk með 1-1 jafntefli eftir að Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir af vítapunktinum. 19. desember 2024 22:00 Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Sjá meira
Víkingar mæta Panathinaikos, liði Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Sverrir er í stóru hlutverki hjá gríska liðinu en Hörður hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla. Panathinaikos er í 4. sæti grísku úrvalsdeildarinnar en aðeins tveimur stigum frá toppnum. Víkingar spila heimaleik sinn í umspilinu á Kópavogsvelli fimmtudaginn 13. febrúar og svo útileikinn viku síðar. Víkingar enduðu í 19. sæti af 36 liðum Sambandsdeildarinnar en liðin í 9.-24. sæti eru með í drættinum í dag. Efstu átta liðin komust beint áfram í 16-liða úrslit og liðin í 25.-36. sæti eru fallin úr keppni. Víkingar gátu dregist gegn annað hvort Olimpija Ljubljana frá Slóveníu eða Panathinaikos frá Grikklandi, liði Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Liðunum var nefnilega raðað í styrkleikaflokka eftir lokastöðu sinni í deildinni, og gátu þannig liðin sem enduðu í 9.-10. sæti aðeins mætt liðunum sem enduðu í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti mætt 21.-22. sæti, og svo framvegis. Andri Lucas til Spánar Til viðbótar við Víkinga og Panathinaikos eru tvö Íslendingalið í umspilinu. Andri Lucas Guðjohnsen leikur með belgíska liðinu Gent og Rúnar Alex Rúnarsson er á mála hjá FC Kaupmannahöfn. Gent mætir spænska liðinu Real Betis en FCK dróst gegn þýska liðinu Heidenheim. Einvígin í umspili Sambandsdeildar Evrópu.UEFA Gætu mögulega mætt Alberti Ef Víkingar komast áfram í 16-liða úrslit er þegar orðið ljóst að mótherji þeirra þar yrði annað hvort Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar, eða Rapid Vín. Dregið verður í 16-liða úrslitin 21. febrúar, eftir umspilsleikina sem fara fram 13. og 20. febrúar. Liðin átta sem eru þegar komin áfram í 16-liða úrslit eru Chelsea, Vitoria, Fiorentina, Rapid Vín, Djurgården, Lugano, Legia Varsjá og Cercle Brugge.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári. 20. desember 2024 11:01 Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Lið Víkings Reykjavíkur verður í flugi á leið heim til Íslands þegar dregið verður í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í dag. Þjálfari liðsins er gífurlega stoltur af sínum mönnum sem tryggðu sér umspilssætið með jafntefli í Austurríki í gær. 20. desember 2024 10:02 Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Víkingur verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspilseinvígi upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 19. desember 2024 22:28 Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Víkingur sótti stig gegn LASK úti í Austurríki og mun spila umspilseinvígi eftir áramót upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Leiknum í kvöld lauk með 1-1 jafntefli eftir að Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir af vítapunktinum. 19. desember 2024 22:00 Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Sjá meira
Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári. 20. desember 2024 11:01
Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Lið Víkings Reykjavíkur verður í flugi á leið heim til Íslands þegar dregið verður í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í dag. Þjálfari liðsins er gífurlega stoltur af sínum mönnum sem tryggðu sér umspilssætið með jafntefli í Austurríki í gær. 20. desember 2024 10:02
Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Víkingur verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspilseinvígi upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 19. desember 2024 22:28
Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Víkingur sótti stig gegn LASK úti í Austurríki og mun spila umspilseinvígi eftir áramót upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Leiknum í kvöld lauk með 1-1 jafntefli eftir að Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir af vítapunktinum. 19. desember 2024 22:00