Þar var heimilið í raun eins og sendiráð vegna Nóbelsverðlauna föður hennar Halldórs Laxness.
Þangað komu meðal annars forsetar og konungar og frægar stjörnur og í raun sérkennilegt að alast þar upp.
Duna eins og Guðný er oftast kölluð var að gefa út ævisögu sína sem þegar hefur fengið viðurkenningar og tilnefningar til verðlauna en þar segir hún frá spennandi og oft mjög litríkum atburðum við gerð kvikmynda sinna.
Í ævisögunni segir hún á einlægan hátt frá sínum uppvexti og þar kemur ýmislegt óvænt í ljós.
Hún er gift kvikmyndaframleiðandanum Halldóri Þorgeirssyni og saman byggðu þau sjálf snilldar einingahús rétt við Gljúfrastein en Vala Matt leit við hjá þeim hjónum og skoðaði einnig æskuheimilið í Íslandi í dag í vikunni, eins og sjá má hér að neðan.