Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Valur Páll Eiríksson skrifar 20. desember 2024 08:02 Frey var sagt upp símleiðis frá Bretlandi. Stjórnarmenn í Belgíu forðuðust hann. Isosport/MB Media/Getty Images Stjórnarmenn Kortrijk gátu vart horft í augu Freys Alexanderssonar þegar honum var sagt upp störfum hjá félaginu í vikunni. Honum var þess í stað sagt upp í gegnum síma. Hann er þó brattur og hlakkar til að njóta hátíðanna í faðmi fjölskyldunnar Frey var sagt upp störfum í vikunni eftir 3-0 tap fyrir Dender á laugardaginn var. Hann fékk símtal frá Ken Choo sem er framkvæmdastjóri malasísks eigendafélags sem á Kortrijk á meðal annarra félaga. „Daginn eftir tók ég liðið og talaði við þá og stjórnarmenn komu eins og alltaf og sögðu ekki neitt. Það er ekki fyrr en tveimur dögum eftir það sem ég fæ símtalið frá Ken Choo, sem er í London. Það samtal hef ég bara á milli okkar en hann þurfti bara að leyfa þeim að gera þetta, þessum stjórnarmönnum sem eru hér. Við enduðum þetta bara í góðu, ég og hann,“ segir Freyr. Ken Choo hringdi í Frey í vikunni til að tjá honum um uppsögnina, fremur en að hann ætti fund með mönnum á staðnum. Choo starfar fyrir eigendahóp félagsins sem á einnig velska liðið Cardiff City.Cardiff City FC/Getty Images Freyr er þá inntur eftir svörum hvort honum hafi raunverulega verið sagt upp gegnum síma. Hann átti engan fund með stjórnarmönnunum sem hann starfaði með dagsdaglega í Belgíu. „Nei. Þeir áttu erfitt með að horfa í augun á mér. Þetta eru tveir til þrír menn í stjórninni sem taka þessa ákvörðun. Ég setti kröfu um að ég myndi fá að koma í klúbbinn og kveðja alla, sem þekkist náttúrulega ekki hérna,“ „Ég fór og kvaddi hvern einasta starfsmann og leikmann, þar á meðal þá. Þá þurftu þeir að horfa í augun á mér. Ég vil ekkert að menn séu að kveljast sko en ég hafði samt pínku gaman að því,“ segir Freyr og hlær. Skuldar mömmu samveru Ákveðinn léttir fylgi því að komast úr þessu erfiða umhverfi í Belgíu en meðallíftími þjálfara þar í landi er tæplega hálft ár. Freyr ætti að vera á leið í strembna jólatörn með liði sínu, með leik um helgina og á annan í jólum, en nú blasir annar raunveruleiki við. Freyr hefur að vísu þegar fengið tvö símtöl vegna mögulegra þjálfarastarfa, þó ekki frá KSÍ vegna karlalandsliðsins, en áður en lengra er haldið hyggst hann nú njóta hátíðanna með fjölskyldunni. „Það er ekki komið tómarúm en það kemur. Það var fyndið, ég hringdi í mömmu og sagði henni að ég væri að hætta með Kortrijk, bara svo þú vitir það áður en það kemur í fjölmiðla. Hún spurði hvort þau ættu ekki að koma samt á leikinn 26. desember. Þau eru að koma til mín um jólin,“ segir Freyr sem getur notið hátíðanna án álagsins sem stefndi í fyrr í vikunni. „Ég skulda mömmu minni það að vera til staðar þegar hún kemur. Ég verð svolítið heltekinn af því sem ég er að gera og þessi períóda hefði verið mjög erfið. Tveir leikir, 21. og 26. des og mikil pressa og svona,“ „En þannig núna get ég bara notið þess að vera með fjölskyldunni og ætla að gera það. Ég fer síðan til Spánar yfir áramótin að hitta pabba minn og ömmu mína og börnin hitta ömmu sína og afa. Þetta er dýrmætt. Því ég veit ekkert hvenær næsta lest kemur sem ég þarf að hoppa upp í,“ segir Freyr. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Belgíski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Frey var sagt upp störfum í vikunni eftir 3-0 tap fyrir Dender á laugardaginn var. Hann fékk símtal frá Ken Choo sem er framkvæmdastjóri malasísks eigendafélags sem á Kortrijk á meðal annarra félaga. „Daginn eftir tók ég liðið og talaði við þá og stjórnarmenn komu eins og alltaf og sögðu ekki neitt. Það er ekki fyrr en tveimur dögum eftir það sem ég fæ símtalið frá Ken Choo, sem er í London. Það samtal hef ég bara á milli okkar en hann þurfti bara að leyfa þeim að gera þetta, þessum stjórnarmönnum sem eru hér. Við enduðum þetta bara í góðu, ég og hann,“ segir Freyr. Ken Choo hringdi í Frey í vikunni til að tjá honum um uppsögnina, fremur en að hann ætti fund með mönnum á staðnum. Choo starfar fyrir eigendahóp félagsins sem á einnig velska liðið Cardiff City.Cardiff City FC/Getty Images Freyr er þá inntur eftir svörum hvort honum hafi raunverulega verið sagt upp gegnum síma. Hann átti engan fund með stjórnarmönnunum sem hann starfaði með dagsdaglega í Belgíu. „Nei. Þeir áttu erfitt með að horfa í augun á mér. Þetta eru tveir til þrír menn í stjórninni sem taka þessa ákvörðun. Ég setti kröfu um að ég myndi fá að koma í klúbbinn og kveðja alla, sem þekkist náttúrulega ekki hérna,“ „Ég fór og kvaddi hvern einasta starfsmann og leikmann, þar á meðal þá. Þá þurftu þeir að horfa í augun á mér. Ég vil ekkert að menn séu að kveljast sko en ég hafði samt pínku gaman að því,“ segir Freyr og hlær. Skuldar mömmu samveru Ákveðinn léttir fylgi því að komast úr þessu erfiða umhverfi í Belgíu en meðallíftími þjálfara þar í landi er tæplega hálft ár. Freyr ætti að vera á leið í strembna jólatörn með liði sínu, með leik um helgina og á annan í jólum, en nú blasir annar raunveruleiki við. Freyr hefur að vísu þegar fengið tvö símtöl vegna mögulegra þjálfarastarfa, þó ekki frá KSÍ vegna karlalandsliðsins, en áður en lengra er haldið hyggst hann nú njóta hátíðanna með fjölskyldunni. „Það er ekki komið tómarúm en það kemur. Það var fyndið, ég hringdi í mömmu og sagði henni að ég væri að hætta með Kortrijk, bara svo þú vitir það áður en það kemur í fjölmiðla. Hún spurði hvort þau ættu ekki að koma samt á leikinn 26. desember. Þau eru að koma til mín um jólin,“ segir Freyr sem getur notið hátíðanna án álagsins sem stefndi í fyrr í vikunni. „Ég skulda mömmu minni það að vera til staðar þegar hún kemur. Ég verð svolítið heltekinn af því sem ég er að gera og þessi períóda hefði verið mjög erfið. Tveir leikir, 21. og 26. des og mikil pressa og svona,“ „En þannig núna get ég bara notið þess að vera með fjölskyldunni og ætla að gera það. Ég fer síðan til Spánar yfir áramótin að hitta pabba minn og ömmu mína og börnin hitta ömmu sína og afa. Þetta er dýrmætt. Því ég veit ekkert hvenær næsta lest kemur sem ég þarf að hoppa upp í,“ segir Freyr. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Belgíski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti