Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. desember 2024 22:22 Steeve Ho You Fat var að spila sinn síðasta leik fyrir Hauka í kvöld. vísir / anton „Ég vildi spila síðasta leikinn því hann var mjög mikilvægur fyrir liðið, og mig líka, þetta er í fyrsta sinn sem ég spila utan Frakklands. Við byrjuðum tímabilið illa þannig að það var mikilvægt fyrir mig að enda á góðum nótum og það skiptir mig miklu máli að hafa skilað öðrum sigri áður en ég fer frá liðinu,“ sagði Steeve Ho You Fat, sem lék sinn síðasta leik fyrir Hauka í 96-93 sigri gegn ÍR í kvöld. Hann vonar þó að þetta hafi ekki verið hans síðasti leikur á Íslandi. „Ég vil vera áfram hérna [á Íslandi]. Þannig að ef einhverju liði vantar stóran mann þá er ég liðtækur. En núna fer ég heim [til Frakklands], svo mun ég sjá til eftir jól hvað gerist. Félagaskiptamarkaðurinn verður opinn allan janúar þannig að það kemur bara í ljós hvað gerist. Ég er 36 ára en er að vonast til að geta hjálpað einhverju liði með minni reynslu og skemmt mér á vellinum. Ég er ekki að flýta mér en er opinn fyrir öllu.“ Steeve sýndi það að minnsta kosti í kvöld að hann getur spilað vel í efstu deild. Hann spilaði 36 mínútur í sigri Hauka og endaði leikinn með 19 stig á góðri skotnýtingu, auk sjö frákasta og tveggja stoðsendinga. „Já ég get enn spilað, þess vegna langaði mig að ferðast aðeins um. Ég bý yfir mikilli reynslu sem getur nýst liðum vel og er ennþá orkumikill inni á vellinum. Þetta var góð reynsla fyrir mig [að fara til Hauka], svo sjáum við bara hvað gerist næst.“ „Ég veit að Haukar eru að reyna að hjálpa mér að finna nýtt lið og ég er að skoða hvað er í boði. Ég á líka nokkra vini hérna, sem eru að spila í Tindastól og Álftanesi. Við erum bara að virkja tengslanetið og skoða markaðinn, sjá hvort einhver sýni áhuga. Ef eitthvað lið þarf á kröftum mínum að halda fer ég þangað, ef ekki fer ég eitthvað annað,“ sagði Steeve að lokum. Ef eitthvað lið ákveður að kalla leikmanninn til síns liðs mun Steeve þó vera í leikbanni fyrstu tvo leikina. Hann var dæmdur í bann fyrr í kvöld, sem undirritaður vissi ekki af þegar viðtalið var tekið, fyrir háttsemi sína í bikarleik gegn Breiðablik á dögunum. Bónus-deild karla Haukar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
„Ég vil vera áfram hérna [á Íslandi]. Þannig að ef einhverju liði vantar stóran mann þá er ég liðtækur. En núna fer ég heim [til Frakklands], svo mun ég sjá til eftir jól hvað gerist. Félagaskiptamarkaðurinn verður opinn allan janúar þannig að það kemur bara í ljós hvað gerist. Ég er 36 ára en er að vonast til að geta hjálpað einhverju liði með minni reynslu og skemmt mér á vellinum. Ég er ekki að flýta mér en er opinn fyrir öllu.“ Steeve sýndi það að minnsta kosti í kvöld að hann getur spilað vel í efstu deild. Hann spilaði 36 mínútur í sigri Hauka og endaði leikinn með 19 stig á góðri skotnýtingu, auk sjö frákasta og tveggja stoðsendinga. „Já ég get enn spilað, þess vegna langaði mig að ferðast aðeins um. Ég bý yfir mikilli reynslu sem getur nýst liðum vel og er ennþá orkumikill inni á vellinum. Þetta var góð reynsla fyrir mig [að fara til Hauka], svo sjáum við bara hvað gerist næst.“ „Ég veit að Haukar eru að reyna að hjálpa mér að finna nýtt lið og ég er að skoða hvað er í boði. Ég á líka nokkra vini hérna, sem eru að spila í Tindastól og Álftanesi. Við erum bara að virkja tengslanetið og skoða markaðinn, sjá hvort einhver sýni áhuga. Ef eitthvað lið þarf á kröftum mínum að halda fer ég þangað, ef ekki fer ég eitthvað annað,“ sagði Steeve að lokum. Ef eitthvað lið ákveður að kalla leikmanninn til síns liðs mun Steeve þó vera í leikbanni fyrstu tvo leikina. Hann var dæmdur í bann fyrr í kvöld, sem undirritaður vissi ekki af þegar viðtalið var tekið, fyrir háttsemi sína í bikarleik gegn Breiðablik á dögunum.
Bónus-deild karla Haukar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira