„Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. desember 2024 10:13 Ragnar Þór Pétursson veltir fyrir sér hlut barnanna þegar kemur að tómstundastarfinu. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Pétursson grunnskólakennari og fyrrverandi formaður Kennarasambandsins veltir fyrir sér hvert álagið sé orðið á börnin vegna skipulagðs tómstundastarfs í ljósi þess hvernig foreldrar tali um álagið sem fylgir því að fara á viðburði tengda starfinu. Tilefnið er umræða sem sprottið hefur upp meðal foreldra um það mikla álag sem fylgir jólunum og því að sækja alla þá viðburði sem tengjast skólanum, frístund og tómstundum barnanna. Foreldrar hafa lýst því að þeir séu hreinlega að drukkna, á hverju ári aukist álagið í desember. Það sé orðið óheilbrigt og streitan óbærileg. Eins og mæður eigi þrjú börn að meðaltali Ragnar Þór veltir hinni hlið málsins upp í færslu á Facebook. Ragnar sem fyrrverandi formaður Kennarasambandsins hefur löngum velt þessum málum fyrir sér. „Íslenskar mæður eiga orðið töluvert færri en tvö börn að meðaltali. Ein tómstund eða íþrótt kostar hinsvegar meiri peninga en til voru fyrir heilu barnahópana á heimilum fyrri ára. Miðað við umræðuna upp á síðkastið virðist samt algengt að mæður eigi að minnsta kosti þrjú börn sem hvert um sig æfir íþrótt, leikur á hljóðfæri og nemur dans eða leiklist.“ Og það sé að drepa foreldrana að önnin í öllu þessu endi á einhverskonar uppákomu fyrir foreldra. „Mín pæling: Ef það er í alvöru orðið mikið maus fyrir þig að fara á viðburði í skipulögðu tómstundastarfi barna þinna, hvert heldur þú að álagið sé orðið á börnin sjálf af öllu þessu starfi?“ Ekkert um að vera í janúar Óhætt er að segja að töluverð umræða myndist við færslu Ragnars og sitt sýnist hverjum. Jón Ólafsson tónlistarmaður er stuttorður og segir foreldra vel gera sér grein fyrir þessu. Helena Eydís Ingólfsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings segir að sér finnist merkilegt að ofan í umræðu um að halda desember sem hversdagslegustum og að börn séu mest í sinni rútínu sé verið að skipuleggja sýningar, tónleika og mót. Síðan komi langur og leiðinlegur janúar þar sem ekkert sé um að vera. „Af hverju hafa tónlistarskólar til dæmis ekki frekar nýárstónleika en jólatónleika og af hverju ekki nýársmót eða þorramót í hinum ýmsu íþróttagreinum frekar en desember-, aðventu- eða jólamót svo fjölskyldur geti betur stýrt samveru sinni og afþreyingu í desember,“ skrifar Helena. Hún segist vita að allir foreldrar hafi val um þátttöku. „En ef ég afþakka fótboltamótið þriðja sunnudag í aðventu getur liðið ekki keppt. Þann dag hefði ég samt kannski frekar viljað setja saman piparkökuhús með mínu barni.“ Börn og uppeldi Frístund barna Jól Streita og kulnun Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Tilefnið er umræða sem sprottið hefur upp meðal foreldra um það mikla álag sem fylgir jólunum og því að sækja alla þá viðburði sem tengjast skólanum, frístund og tómstundum barnanna. Foreldrar hafa lýst því að þeir séu hreinlega að drukkna, á hverju ári aukist álagið í desember. Það sé orðið óheilbrigt og streitan óbærileg. Eins og mæður eigi þrjú börn að meðaltali Ragnar Þór veltir hinni hlið málsins upp í færslu á Facebook. Ragnar sem fyrrverandi formaður Kennarasambandsins hefur löngum velt þessum málum fyrir sér. „Íslenskar mæður eiga orðið töluvert færri en tvö börn að meðaltali. Ein tómstund eða íþrótt kostar hinsvegar meiri peninga en til voru fyrir heilu barnahópana á heimilum fyrri ára. Miðað við umræðuna upp á síðkastið virðist samt algengt að mæður eigi að minnsta kosti þrjú börn sem hvert um sig æfir íþrótt, leikur á hljóðfæri og nemur dans eða leiklist.“ Og það sé að drepa foreldrana að önnin í öllu þessu endi á einhverskonar uppákomu fyrir foreldra. „Mín pæling: Ef það er í alvöru orðið mikið maus fyrir þig að fara á viðburði í skipulögðu tómstundastarfi barna þinna, hvert heldur þú að álagið sé orðið á börnin sjálf af öllu þessu starfi?“ Ekkert um að vera í janúar Óhætt er að segja að töluverð umræða myndist við færslu Ragnars og sitt sýnist hverjum. Jón Ólafsson tónlistarmaður er stuttorður og segir foreldra vel gera sér grein fyrir þessu. Helena Eydís Ingólfsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings segir að sér finnist merkilegt að ofan í umræðu um að halda desember sem hversdagslegustum og að börn séu mest í sinni rútínu sé verið að skipuleggja sýningar, tónleika og mót. Síðan komi langur og leiðinlegur janúar þar sem ekkert sé um að vera. „Af hverju hafa tónlistarskólar til dæmis ekki frekar nýárstónleika en jólatónleika og af hverju ekki nýársmót eða þorramót í hinum ýmsu íþróttagreinum frekar en desember-, aðventu- eða jólamót svo fjölskyldur geti betur stýrt samveru sinni og afþreyingu í desember,“ skrifar Helena. Hún segist vita að allir foreldrar hafi val um þátttöku. „En ef ég afþakka fótboltamótið þriðja sunnudag í aðventu getur liðið ekki keppt. Þann dag hefði ég samt kannski frekar viljað setja saman piparkökuhús með mínu barni.“
Börn og uppeldi Frístund barna Jól Streita og kulnun Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira