„Við erum betri með Rashford“ Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 10:00 Ruben Amorim segist vilja ná fram því besta í Marcus Rashford að nýju. Getty/Justin Setterfield Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir lið sitt betra með Marcus Rashford innanborðs. Hann sé enn leikmaður félagsins og klár í næsta leik. „Ég tel sjálfur að ég sé tilbúinn í nýja áskorun og næstu skref,“ sagði Rashford í viðtali í gær. Viðtalið birtist í kjölfar þess að Rashford og Alejandro Garnacho voru ekki valdir í leikmannahóp liðsins fyrir stórleikinn við Manchester City á sunnudag. Það var á Rashford að heyra að hann væri á förum frá United og mögulegt er að þessi næstlaunahæsti leikmaður félagsins verði seldur strax í janúar. „Ef ég veit að staðan er þegar slæm þá ætla ég ekki að gera hana verri. Ég hef séð hvernig það hefur verið þegar aðrir leikmenn hafa farið í gegnum tíðina, og ég vil ekki vera þannig. Þegar ég fer þá mun ég gefa út yfirlýsingu og hún verður frá mér,“ sagði Rashford í gær og einnig:. „Þegar ég fer þá verða engar sárar tilfinningar. Þið munuð ekki fá nein neikvæð ummæli frá mér varðandi Manchester United. Þannig er ég sem manneskja.“ Ummælin voru borin undir Amorim á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn við Tottenham í deildabikarnum annað kvöld. Portúgalinn kvaðst ekki hafa rætt við Rashford eftir viðtalið: „Ekki enn. Það var í gær, á frídegi. Hann er okkar leikmaður og hann er tilbúinn í næsta leik,“ sagði Amorim en kvaðst ætla að ákveða eftir æfingu í dag hvort að Rashford yrði með gegn Tottenham. Hann kvaðst hins vegar ekki vera að ýta Rashford í burtu. „Ég tala ekki um framtíðina heldur um núið. Við erum betri með Marcus Rashford. Svona félag þarf mikil hæfileikabúnt og hann er mjög hæfileikaríkur,“ sagði Amorim. Spurður nánar út í þau ummæli Rashford að hann teldi sig þurfa nýja áskorun svaraði stjórinn: „Það er rétt hjá honum. Við erum með nýja áskorun hérna, þá stærstu í fótboltanum. Við erum í erfiðri stöðu. Ég vona að allir leikmenn mínir séu tilbúnir.“ Rashford, sem er 27 ára, er uppalinn United-maður og hefur skorað 138 mörk í 426 leikjum síðan hann kom fyrst inn í United-liðið árið 2016. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
„Ég tel sjálfur að ég sé tilbúinn í nýja áskorun og næstu skref,“ sagði Rashford í viðtali í gær. Viðtalið birtist í kjölfar þess að Rashford og Alejandro Garnacho voru ekki valdir í leikmannahóp liðsins fyrir stórleikinn við Manchester City á sunnudag. Það var á Rashford að heyra að hann væri á förum frá United og mögulegt er að þessi næstlaunahæsti leikmaður félagsins verði seldur strax í janúar. „Ef ég veit að staðan er þegar slæm þá ætla ég ekki að gera hana verri. Ég hef séð hvernig það hefur verið þegar aðrir leikmenn hafa farið í gegnum tíðina, og ég vil ekki vera þannig. Þegar ég fer þá mun ég gefa út yfirlýsingu og hún verður frá mér,“ sagði Rashford í gær og einnig:. „Þegar ég fer þá verða engar sárar tilfinningar. Þið munuð ekki fá nein neikvæð ummæli frá mér varðandi Manchester United. Þannig er ég sem manneskja.“ Ummælin voru borin undir Amorim á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn við Tottenham í deildabikarnum annað kvöld. Portúgalinn kvaðst ekki hafa rætt við Rashford eftir viðtalið: „Ekki enn. Það var í gær, á frídegi. Hann er okkar leikmaður og hann er tilbúinn í næsta leik,“ sagði Amorim en kvaðst ætla að ákveða eftir æfingu í dag hvort að Rashford yrði með gegn Tottenham. Hann kvaðst hins vegar ekki vera að ýta Rashford í burtu. „Ég tala ekki um framtíðina heldur um núið. Við erum betri með Marcus Rashford. Svona félag þarf mikil hæfileikabúnt og hann er mjög hæfileikaríkur,“ sagði Amorim. Spurður nánar út í þau ummæli Rashford að hann teldi sig þurfa nýja áskorun svaraði stjórinn: „Það er rétt hjá honum. Við erum með nýja áskorun hérna, þá stærstu í fótboltanum. Við erum í erfiðri stöðu. Ég vona að allir leikmenn mínir séu tilbúnir.“ Rashford, sem er 27 ára, er uppalinn United-maður og hefur skorað 138 mörk í 426 leikjum síðan hann kom fyrst inn í United-liðið árið 2016.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira