Lífið

Inn­lit í nýju Airbus vélina sem er ný­lent á landinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Starfsfólk félagsins er spennt fyrir komandi tímum.
Starfsfólk félagsins er spennt fyrir komandi tímum.

Icelandair tók á dögunum í notkun sína fyrstu Aribus vél en vélar fyrirtækisins hafa verið á flugi síðustu áttatíu árin og er þekkt fyrir að hafa að mestu unnið með Boeing vélar.

Sindri Sindrason flaug með vélinni yfir til Stokkhólms í Svíþjóð.

„Ég er mjög spenntur og þetta er í fyrsta skipti sem ég prófa þessar Airbus flugvélar,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair í Íslandi í dag í vikunni.

„Við eigum von á þremur svona vélum til viðbótar fyrir sumarið 2025 og síðan verðum við komin með sjö í flotann sumarið 2026,“ segir Guðni en þessar vélar munu að lokum taka alfarið við Boeing 757 vélunum hjá félaginu en þær hafa þjónað fyrirtækinu í þrjátíu ár.

Sindri fékk allsherjar kynningu á vélinni eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.