Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 08:30 Marcus Rashford í leiknum við Viktoria Plzen í Tékklandi síðasta fimmtudag. Hann var svo utan hóps í Manchester-slagnum á sunnudag. Getty Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, nýtti frídag í gær til að heimsækja gamla grunnskólann sinn og færa 420 börnum jólagjöf. Í leiðinni fór hann í viðtal og viðurkenndi að hann væri „tilbúinn í nýja áskorun“ eftir fréttir af því að United vilji selja hann. Nýi stjórinn Ruben Amorim tók bæði Rashford og Alejandro Garnacho út úr leikmannahópi United fyrir 2-1 sigurinn gegn Manchester City á sunnudag. Amorim tók skýrt fram að það væri ekki vegna agabrota, en gaf í skyn að leikmennirnir hefðu ekki staðið sig sem skyldi bæði innan sem utan vallar. Rashford er 27 ára gamall, fæddur í Manchester-borg og nemandi í Button Lane, skólanum þar sem 420 krakkar fengu jólagjöf frá honum í gær. Fáið ekki nein neikvæð ummæli um Man. Utd þegar ég fer Hann hefur alltaf verið United-maður, og skorað 138 mörk í 426 leikjum síðan hann kom fyrst inn í United-liðið árið 2016. Núna virðist sem að tíma hans hjá United sé að ljúka, jafnvel strax í næsta mánuði þegar félagaskiptaglugginn opnast. „Ef ég veit að staðan er þegar slæm þá ætla ég ekki að gera hana verri. Ég hef séð hvernig það hefur verið þegar aðrir leikmenn hafa farið í gegnum tíðina, og ég vil ekki vera þannig. Þegar ég fer þá mun ég gefa út yfirlýsingu og hún verður frá mér,“ sagði Rashford í viðtali við Henry Winter. Marcus Rashford had a day off today so he returned to his old primary school, Button Lane, south Manchester, and handed out 420 Christmas presents to all the pupils. It was a long-planned event, eliciting delight from the children. One boy scarcely more than four years old, had a…— Henry Winter (@henrywinter) December 17, 2024 „Þegar ég fer þá verða engar sárar tilfinningar. Þið munuð ekki fá nein neikvæð ummæli frá mér varðandi Manchester United. Þannig er ég sem manneskja,“ sagði Rashford og er greinilega fararsnið á honum. „Ég tel sjálfur að ég sé tilbúinn í nýja áskorun og næstu skref.“ Marcus Rashford has hinted at a Man Utd departure. pic.twitter.com/ytKJdOxLem— Match of the Day (@BBCMOTD) December 17, 2024 Sagður vilja vera áfram BBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að Rashford vilji í raun mest af öllu halda kyrru fyrir á Old Trafford, komast í byrjunarlið Amorims og festa sig þar í sessi. Hann sé hins vegar raunsær, eftir að hafa neyðst til að horfa á stórleikinn við City í sjónvarpinu heima hjá sér. Rashford er næstlaunahæstur hjá United, á eftir Casemiro, og ljóst að það eru ekki mörg félög sem geta útvegað honum svipuð laun. Franska félagið PSG hefur oftast verið nefnt til sögunnar og BBC nefnir einnig möguleikann á að hann fari til Sádi-Arabíu en hefur eftir heimildum að Rashford þyki það ekki freistandi. Henry Winter, sem tók viðtalið við Rashford í gær, nefnir Spán sérstaklega sem mögulegan áfangastað. Enski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Sjá meira
Nýi stjórinn Ruben Amorim tók bæði Rashford og Alejandro Garnacho út úr leikmannahópi United fyrir 2-1 sigurinn gegn Manchester City á sunnudag. Amorim tók skýrt fram að það væri ekki vegna agabrota, en gaf í skyn að leikmennirnir hefðu ekki staðið sig sem skyldi bæði innan sem utan vallar. Rashford er 27 ára gamall, fæddur í Manchester-borg og nemandi í Button Lane, skólanum þar sem 420 krakkar fengu jólagjöf frá honum í gær. Fáið ekki nein neikvæð ummæli um Man. Utd þegar ég fer Hann hefur alltaf verið United-maður, og skorað 138 mörk í 426 leikjum síðan hann kom fyrst inn í United-liðið árið 2016. Núna virðist sem að tíma hans hjá United sé að ljúka, jafnvel strax í næsta mánuði þegar félagaskiptaglugginn opnast. „Ef ég veit að staðan er þegar slæm þá ætla ég ekki að gera hana verri. Ég hef séð hvernig það hefur verið þegar aðrir leikmenn hafa farið í gegnum tíðina, og ég vil ekki vera þannig. Þegar ég fer þá mun ég gefa út yfirlýsingu og hún verður frá mér,“ sagði Rashford í viðtali við Henry Winter. Marcus Rashford had a day off today so he returned to his old primary school, Button Lane, south Manchester, and handed out 420 Christmas presents to all the pupils. It was a long-planned event, eliciting delight from the children. One boy scarcely more than four years old, had a…— Henry Winter (@henrywinter) December 17, 2024 „Þegar ég fer þá verða engar sárar tilfinningar. Þið munuð ekki fá nein neikvæð ummæli frá mér varðandi Manchester United. Þannig er ég sem manneskja,“ sagði Rashford og er greinilega fararsnið á honum. „Ég tel sjálfur að ég sé tilbúinn í nýja áskorun og næstu skref.“ Marcus Rashford has hinted at a Man Utd departure. pic.twitter.com/ytKJdOxLem— Match of the Day (@BBCMOTD) December 17, 2024 Sagður vilja vera áfram BBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að Rashford vilji í raun mest af öllu halda kyrru fyrir á Old Trafford, komast í byrjunarlið Amorims og festa sig þar í sessi. Hann sé hins vegar raunsær, eftir að hafa neyðst til að horfa á stórleikinn við City í sjónvarpinu heima hjá sér. Rashford er næstlaunahæstur hjá United, á eftir Casemiro, og ljóst að það eru ekki mörg félög sem geta útvegað honum svipuð laun. Franska félagið PSG hefur oftast verið nefnt til sögunnar og BBC nefnir einnig möguleikann á að hann fari til Sádi-Arabíu en hefur eftir heimildum að Rashford þyki það ekki freistandi. Henry Winter, sem tók viðtalið við Rashford í gær, nefnir Spán sérstaklega sem mögulegan áfangastað.
Enski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Sjá meira