Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 07:32 Giannis Antetokounmpo og Damian Lillard eru aðalmennirnir í Milwaukee Bucks. Getty/Ethan Miller Hver einasti leikmaður Milwaukee Bucks er rúmum 70 milljónum króna ríkari eftir að liðið vann Oklahoma City Thunder af öryggi í úrslitaleik NBA-deildarbikarsins í nótt, 97-81. Grikkinn Giannis Antetokounmpo var óumdeildur mikilvægasti maður leiksins í úrslitaleiknum, á leiktíð númer tvö í þessari keppni. Úrslitaleikurinn fór fram í Las Vegas og Antetokounmpo lagði allt undir en hann skoraði 26 stig, tók heil 19 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þá sýndi hann einnig mögnuð varnartilþrif. GIANNIS, BUCKS WIN THE #EmiratesNBACup 🏆🔥 26 PTS🔥 19 REB🔥 10 AST🔥 3 BLK🔥 2 STLThe Greek Freak put on a SHOW in Vegas! pic.twitter.com/tHDReTvS25— NBA (@NBA) December 18, 2024 Sigurinn færði leikmönnum Bucks rúmar 40 milljónir króna aukalega en leikmenn tapliðsins fengu tæplega 30 milljónir króna hver. Bucks, sem urðu NBA-meistarar árið 2021, hófu leiktíðina illa í deildinni í haust og töpuðu átta af fyrstu tíu leikjum sínum. Síðan þá hefur liðið verið á uppleið og titillinn í nótt gefur fyrirheit um að liðið ætli sér stóra hluti í vor. Um það voru leikmenn og þjálfarinn Doc Rivers sammála. „Við munum hala áfram að bæta okkur og skuldbinda okkur. Verkinu er ekki lokið,“ sagði Antetokounmpo. "We're going to improve and going to stay locked in, because the job's not done"Giannis with a message and celebration after being named #EmiratesNBACup MVP 😤😆 pic.twitter.com/NAyjGOwYqM— NBA TV (@NBATV) December 18, 2024 „Við áttum í basli í byrjun leiktíðar. En enginn hérna efast um hvað við getum gert og hvað við getum orðið, og við héldum bara áfram. Við stóðum saman og þetta er hliðarárangur þess að lið standi saman. En við eigum verk fyrir höndum,“ sagði Rivers og ljóst að menn horfa til stóra titilsins í júní. Heim frá Vegas sem betra lið Nýi NBA-deildabikarinn virðist henta Bucks en liðið hefur aðeins tapað einum af tólf leikjum sínum frá upphafi keppninnar í fyrra, gegn Indiana Pacers í undanúrslitunum í fyrra, áður en LA Lakers lönduðu fyrsta titlinum. Í ár vann Milwaukee sem sagt alla sjö leiki sína. „Þetta er frábært fyrir liðið okkar. Við erum að verða betri. Við vitum að við förum frá Vegas sem betra lið. Ég er svo stoltur af þessum hópi,“ sagði Antetokounmpo. Damian Lillard var einnig öflugur fyrir Milwaukee og skoraði 23 stig, en liðið setti niður sautján þriggja stiga skot í leiknum. Hjá Thunder var Shai Gilgeous-Alexander bestur og skoraði 21 stig en Jalen Williams skoraði 18. Liðið hafði skorað að lágmarki 99 stig í öllum leikjum tímabilsins til þessa en fann ekki þann takt gegn Milwaukee-liði í stuði. Giannis gets the REJECTION 🚫 pic.twitter.com/lnILv5oIYk— NBA TV (@NBATV) December 18, 2024 NBA Körfubolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjá meira
Grikkinn Giannis Antetokounmpo var óumdeildur mikilvægasti maður leiksins í úrslitaleiknum, á leiktíð númer tvö í þessari keppni. Úrslitaleikurinn fór fram í Las Vegas og Antetokounmpo lagði allt undir en hann skoraði 26 stig, tók heil 19 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þá sýndi hann einnig mögnuð varnartilþrif. GIANNIS, BUCKS WIN THE #EmiratesNBACup 🏆🔥 26 PTS🔥 19 REB🔥 10 AST🔥 3 BLK🔥 2 STLThe Greek Freak put on a SHOW in Vegas! pic.twitter.com/tHDReTvS25— NBA (@NBA) December 18, 2024 Sigurinn færði leikmönnum Bucks rúmar 40 milljónir króna aukalega en leikmenn tapliðsins fengu tæplega 30 milljónir króna hver. Bucks, sem urðu NBA-meistarar árið 2021, hófu leiktíðina illa í deildinni í haust og töpuðu átta af fyrstu tíu leikjum sínum. Síðan þá hefur liðið verið á uppleið og titillinn í nótt gefur fyrirheit um að liðið ætli sér stóra hluti í vor. Um það voru leikmenn og þjálfarinn Doc Rivers sammála. „Við munum hala áfram að bæta okkur og skuldbinda okkur. Verkinu er ekki lokið,“ sagði Antetokounmpo. "We're going to improve and going to stay locked in, because the job's not done"Giannis with a message and celebration after being named #EmiratesNBACup MVP 😤😆 pic.twitter.com/NAyjGOwYqM— NBA TV (@NBATV) December 18, 2024 „Við áttum í basli í byrjun leiktíðar. En enginn hérna efast um hvað við getum gert og hvað við getum orðið, og við héldum bara áfram. Við stóðum saman og þetta er hliðarárangur þess að lið standi saman. En við eigum verk fyrir höndum,“ sagði Rivers og ljóst að menn horfa til stóra titilsins í júní. Heim frá Vegas sem betra lið Nýi NBA-deildabikarinn virðist henta Bucks en liðið hefur aðeins tapað einum af tólf leikjum sínum frá upphafi keppninnar í fyrra, gegn Indiana Pacers í undanúrslitunum í fyrra, áður en LA Lakers lönduðu fyrsta titlinum. Í ár vann Milwaukee sem sagt alla sjö leiki sína. „Þetta er frábært fyrir liðið okkar. Við erum að verða betri. Við vitum að við förum frá Vegas sem betra lið. Ég er svo stoltur af þessum hópi,“ sagði Antetokounmpo. Damian Lillard var einnig öflugur fyrir Milwaukee og skoraði 23 stig, en liðið setti niður sautján þriggja stiga skot í leiknum. Hjá Thunder var Shai Gilgeous-Alexander bestur og skoraði 21 stig en Jalen Williams skoraði 18. Liðið hafði skorað að lágmarki 99 stig í öllum leikjum tímabilsins til þessa en fann ekki þann takt gegn Milwaukee-liði í stuði. Giannis gets the REJECTION 🚫 pic.twitter.com/lnILv5oIYk— NBA TV (@NBATV) December 18, 2024
NBA Körfubolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjá meira