Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 19:31 Florentino Perez, forseti Real Madrid mætti verðlaunahátíð FIFA á dögunum. Hér er hann í góðum hópi. Getty/Mohamed Farag A22 Sports, skipuleggjandi Ofurdeildarinnar, segist hafa sent UEFA og FIFA beiðni um að samböndin viðurkenni rétt fyrirtækisins til að stofna nýja Evrópukeppni fyrir félagslið. Ofurdeildin er því aftur komin á dagskrá en stofendur hennar nýttu tækifærið eftir úrskurð Evrópudómstólsins um að UEFA og FIFA hafi misnotað yfirburðastöðu sína og brotið þar með reglur Evrópusambandsins. Þetta gerir skipuleggjandi Ofurdeildarinnar þrátt fyrir að UEFA hafi breytt lögum sínum til að fara eftir lögum Evrópusambandsins. A22 hefur breytt aðeins hugmynd sinni um Ofurdeildina og þá hefur hún einnig breytt um nafn. Ofurdeildin mun hér eftir heita „Unify League“ eða Samstöðudeildin ef við reyndum að þýða þetta. The return of the Super League agitators with a new "Unify League" plan from Real Madrid-backed A22 which today says it submitted a proposal to UEFA and FIFA to "obtain official recognition for its new cross-border European club football competitions." pic.twitter.com/cK7EIzVBaN— Rob Harris (@RobHarris) December 17, 2024 Lykilatriði er breytt fyrirkomulag á leið félaga í keppnina en hún myndi þá byggja á árangri liðanna í heimadeild sinni. Áður áttu aðeins 64 félög að vera með en nú eru plön um að liðin verði 96. A22 segir að deildin innihaldi nú fjórar deildir. Tvær efstu, Stjörnudeildin og Gulldeildin, munu báðar vera með sextán lið hvor sem skiptast niður á tvo átta liða riðla. Í bláu deildinni og Sameiningadeildinni verður 32 liðum skipt niður í fjóra átta liða riðla. Liðin muna mæta öðrum liðum í riðlinum á bæði heima- og útivelli og bestu liðin fara síðan áfram í úrslitakeppnin. Undanúrslit og úrslitaleikurinn fara fram á hlutlausum velli. Real Madrid, Barcelona, Atlético Madrid, AC Milan, Arsenal, Chelsea, Inter Milan, Juventus, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham Hotspur ætluðu upphaflega að vera með í Ofurdeildinni en ensku liðin hættu fljótlega við. Real Madrid og Barcelona hafa aldrei dregið í land þrátt fyrir að hin öll hafi hætt við. Eftir dóminn í desember ítrekuðu samt enska úrvalsdeildin, þýska deildin, spænska deildin og ítalska deildin andstöðu sína gegn Ofurdeildinni. 𝐄𝐗𝐂𝐋𝐔𝐒𝐈𝐕𝐄: European Super League re-launched as the 'Unify League'✍️ @SamWallaceTel#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) December 17, 2024 UEFA FIFA Ofurdeildin Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Sjá meira
Ofurdeildin er því aftur komin á dagskrá en stofendur hennar nýttu tækifærið eftir úrskurð Evrópudómstólsins um að UEFA og FIFA hafi misnotað yfirburðastöðu sína og brotið þar með reglur Evrópusambandsins. Þetta gerir skipuleggjandi Ofurdeildarinnar þrátt fyrir að UEFA hafi breytt lögum sínum til að fara eftir lögum Evrópusambandsins. A22 hefur breytt aðeins hugmynd sinni um Ofurdeildina og þá hefur hún einnig breytt um nafn. Ofurdeildin mun hér eftir heita „Unify League“ eða Samstöðudeildin ef við reyndum að þýða þetta. The return of the Super League agitators with a new "Unify League" plan from Real Madrid-backed A22 which today says it submitted a proposal to UEFA and FIFA to "obtain official recognition for its new cross-border European club football competitions." pic.twitter.com/cK7EIzVBaN— Rob Harris (@RobHarris) December 17, 2024 Lykilatriði er breytt fyrirkomulag á leið félaga í keppnina en hún myndi þá byggja á árangri liðanna í heimadeild sinni. Áður áttu aðeins 64 félög að vera með en nú eru plön um að liðin verði 96. A22 segir að deildin innihaldi nú fjórar deildir. Tvær efstu, Stjörnudeildin og Gulldeildin, munu báðar vera með sextán lið hvor sem skiptast niður á tvo átta liða riðla. Í bláu deildinni og Sameiningadeildinni verður 32 liðum skipt niður í fjóra átta liða riðla. Liðin muna mæta öðrum liðum í riðlinum á bæði heima- og útivelli og bestu liðin fara síðan áfram í úrslitakeppnin. Undanúrslit og úrslitaleikurinn fara fram á hlutlausum velli. Real Madrid, Barcelona, Atlético Madrid, AC Milan, Arsenal, Chelsea, Inter Milan, Juventus, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham Hotspur ætluðu upphaflega að vera með í Ofurdeildinni en ensku liðin hættu fljótlega við. Real Madrid og Barcelona hafa aldrei dregið í land þrátt fyrir að hin öll hafi hætt við. Eftir dóminn í desember ítrekuðu samt enska úrvalsdeildin, þýska deildin, spænska deildin og ítalska deildin andstöðu sína gegn Ofurdeildinni. 𝐄𝐗𝐂𝐋𝐔𝐒𝐈𝐕𝐄: European Super League re-launched as the 'Unify League'✍️ @SamWallaceTel#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) December 17, 2024
UEFA FIFA Ofurdeildin Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Sjá meira