Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2024 11:47 Albert Guðmundsson skoraði gegn Úkraínu í EM-umspilinu í mars. Liðin mætast að nýju í baráttunni um að komast á HM í Ameríku. Getty/Rafal Oleksiewicz Leikjadagskrá Íslands í undankeppni HM 2026 liggur nú fyrir og ljóst er að von er á fótboltastjörnum í Laugardalinn í október á næsta ári. Dregið var í riðla fyrir undankeppnina í gær og endaði Ísland í fjögurra liða riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og svo sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu sem mætast í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í mars. Fyrsti leikur Íslands í keppninni, sem jafnframt kemur til með að verða fyrsti mótsleikur liðsins á nýju, blönduðu grasi eftir framkvæmdir á Laugardalsvelli sem nú standa yfir, verður við Aserbaísjan 5. september. Aserar eru fyrir fram lakasta liðið í riðlinum enda í 117. sæti heimslistans, neðar en til að mynda Kasakstan, Armenía og Kósovó, sem Ísland mætir í Þjóðadeildarumspili í mars. Eini leikur Íslands við Asera til þessa er vináttulandsleikur á Íslandi 2008, þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli. Úrslitaleikur við Úkraínu í lokin? Ísland sækir svo annað hvort Frakkland eða Króatíu heim í seinni leik sínum í september, áður en við taka tveir heimaleikir í október þar sem búast má við stjörnum úr úkraínska liðinu og annað hvort því franska eða króatíska. Undankeppninni lýkur svo með tveimur útileikjum í nóvember. Óljóst er hvar síðasti leikur íslenska liðsins, útileikurinn við Úkraínu, verður því Úkraínumenn hafa spilað heimaleiki sína víða vegna stríðsins við Rússa. Úrslitaleikur Úkraínu og Íslands í mars síðastliðnum, um sæti á EM, fór til að mynda fram í Wroclaw þar sem Úkraína vann torsóttan 2-1 sigur. Leikurinn við Úkraínu gæti ráðið úrslitum um möguleika Íslands á að komast á HM, en efsta lið riðilsins kemst beint á mótið og liðið í 2. sæti fer í umspil. Undankeppni HM 2026, spiluð haustið 2025: Föstudagur 5. sept: Ísland – Aserbaísjan Þriðjudagur 9. sept: Fra/Kró – Ísland Föstudagur 10. okt: Ísland – Úkraína Mánudagur 13. okt: Ísland – Fra/Kró Fimmtudagur 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland Sunnudagur 16. nóv: Úkraína – Ísland Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport Fleiri fréttir Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira
Dregið var í riðla fyrir undankeppnina í gær og endaði Ísland í fjögurra liða riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og svo sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu sem mætast í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í mars. Fyrsti leikur Íslands í keppninni, sem jafnframt kemur til með að verða fyrsti mótsleikur liðsins á nýju, blönduðu grasi eftir framkvæmdir á Laugardalsvelli sem nú standa yfir, verður við Aserbaísjan 5. september. Aserar eru fyrir fram lakasta liðið í riðlinum enda í 117. sæti heimslistans, neðar en til að mynda Kasakstan, Armenía og Kósovó, sem Ísland mætir í Þjóðadeildarumspili í mars. Eini leikur Íslands við Asera til þessa er vináttulandsleikur á Íslandi 2008, þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli. Úrslitaleikur við Úkraínu í lokin? Ísland sækir svo annað hvort Frakkland eða Króatíu heim í seinni leik sínum í september, áður en við taka tveir heimaleikir í október þar sem búast má við stjörnum úr úkraínska liðinu og annað hvort því franska eða króatíska. Undankeppninni lýkur svo með tveimur útileikjum í nóvember. Óljóst er hvar síðasti leikur íslenska liðsins, útileikurinn við Úkraínu, verður því Úkraínumenn hafa spilað heimaleiki sína víða vegna stríðsins við Rússa. Úrslitaleikur Úkraínu og Íslands í mars síðastliðnum, um sæti á EM, fór til að mynda fram í Wroclaw þar sem Úkraína vann torsóttan 2-1 sigur. Leikurinn við Úkraínu gæti ráðið úrslitum um möguleika Íslands á að komast á HM, en efsta lið riðilsins kemst beint á mótið og liðið í 2. sæti fer í umspil. Undankeppni HM 2026, spiluð haustið 2025: Föstudagur 5. sept: Ísland – Aserbaísjan Þriðjudagur 9. sept: Fra/Kró – Ísland Föstudagur 10. okt: Ísland – Úkraína Mánudagur 13. okt: Ísland – Fra/Kró Fimmtudagur 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland Sunnudagur 16. nóv: Úkraína – Ísland
Undankeppni HM 2026, spiluð haustið 2025: Föstudagur 5. sept: Ísland – Aserbaísjan Þriðjudagur 9. sept: Fra/Kró – Ísland Föstudagur 10. okt: Ísland – Úkraína Mánudagur 13. okt: Ísland – Fra/Kró Fimmtudagur 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland Sunnudagur 16. nóv: Úkraína – Ísland
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport Fleiri fréttir Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira