„Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2024 10:30 Jón Halldór Eðvaldsson, eða Jonni, er skýr um það að vilja ekki setja takmarkandi reglur um fjölda erlendra leikmanna. Stöð 2 Sport Óhætt er að segja að Jón Halldór Eðvaldsson taki ekki undir þá gagnrýni sem sett hefur verið fram á mikinn fjölda erlendra leikmanna í efstu deildum Íslands í körfubolta. Hann kveðst hundleiður á umræðu um þessi mál. Reglum um fjölda erlendra leikmanna í íslenskum körfubolta hefur oft verið breytt, til að mynda þannig að aðeins einn eða tveir erlendir leikmenn mættu vera á vellinum í hvoru liði. Í fyrravor var hins vegar ákveðið á ársþingi KKÍ að hafa engar hömlur á því hve margir leikmenn frá löndum innan EES væru inni á vellinum. Lýstu menn þá strax yfir áhyggjum af því að illa yrði farið með þetta frelsi. Gagnrýnendur á þetta fyrirkomulag óttast plássleysi fyrir íslenska leikmenn, og afleiðingar þess að „meðalleikmenn“ hrökklist í burtu. „Ég er orðinn svo leiður á þessu,“ sagði Jón Halldór þegar þetta umræðuefni bar á góma í Bónus Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld. „Skemmtilegasta íþróttasjónvarpsefni sem sýnt er á Íslandi er úrslitakeppnin í körfubolta. Undanfarin ár hefur aukist áhorf á leiki – stórir leikir í deildarkeppninni eru með marga áhorfendur. Fyrir mér, eins og ég hef talað um, á að vera með frjálst flæði af vinnuafli í íslenskum körfubolta. Ég veit ekki um hvað þetta snýst. Snýst þetta um að Siggi litli spili þrjár mínútur af því að pabbi hans heldur að hann sé svo góður?“ spurði Jón Halldór og Keflvíkingnum virtist mikið niðri fyrir. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Dauðþreyttur á umræðu um erlenda leikmenn „Ég vil bara hafa gaman“ „Ég hef engan áhuga á að mæta á körfuboltaleik og horfa á leikmenn sem geta eitthvað afskaplega takmarkað í körfubolta, bara af því að hann er uppalinn. Ég vil bara mæta á körfuboltaleik og hafa gaman, alveg eins og þegar ég mæti á NBA-leiki og í Evrópu. Ég vil bara hafa gaman, og til þess að það séu gæði í íslenskum körfubolta, með allri virðingu fyrir íslenskum leikmönnum… Við sjáum enn og aftur að þeir sem eru nógu góðir þeir spila. Hinir spila ekki, alveg sama hvað raular og tautar í þessu,“ sagði Jón Halldór. „Ég nenni ekki að hlusta á þetta fokking væl,“ bætti hann við ómyrkur í máli. Gengið of langt áður en jafnvægi næst? Lögfræðingurinn Sævar Sævarsson var öllu orðvarari og benti á að kannski væru félögin farin að ganga of langt í að sækja erlenda leikmenn. „Ég held að það sé hægt að ná fram meðalhófi í þessu. Sameina það besta frá báðum hliðum. Við þurfum að vera smá kapítalistar og leyfa þessu að vera úr hófi, til þess að þetta dragist aftur saman og verði í hófi. Þetta er alveg að springa örlítið of langt. Það er alveg hægt að tala fyrir því að sjö erlendir atvinnumenn í einu liði í okkar deild sé ekkert nauðsynlegt. Það er alveg nóg að einhver lið séu með þrjá og einhver með fjóra,“ sagði Sævar. Þá veltu menn fyrir sér hve dýrt það væri fyrir félögin að vera með erlenda leikmenn, og ekki síst að skrá slíka leikmenn á hverju ári hjá KKÍ en því fylgir um 200 þúsund króna gjald, jafnvel þó að leikmenn hafi spilað hér á landi síðustu ár. Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Reglum um fjölda erlendra leikmanna í íslenskum körfubolta hefur oft verið breytt, til að mynda þannig að aðeins einn eða tveir erlendir leikmenn mættu vera á vellinum í hvoru liði. Í fyrravor var hins vegar ákveðið á ársþingi KKÍ að hafa engar hömlur á því hve margir leikmenn frá löndum innan EES væru inni á vellinum. Lýstu menn þá strax yfir áhyggjum af því að illa yrði farið með þetta frelsi. Gagnrýnendur á þetta fyrirkomulag óttast plássleysi fyrir íslenska leikmenn, og afleiðingar þess að „meðalleikmenn“ hrökklist í burtu. „Ég er orðinn svo leiður á þessu,“ sagði Jón Halldór þegar þetta umræðuefni bar á góma í Bónus Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld. „Skemmtilegasta íþróttasjónvarpsefni sem sýnt er á Íslandi er úrslitakeppnin í körfubolta. Undanfarin ár hefur aukist áhorf á leiki – stórir leikir í deildarkeppninni eru með marga áhorfendur. Fyrir mér, eins og ég hef talað um, á að vera með frjálst flæði af vinnuafli í íslenskum körfubolta. Ég veit ekki um hvað þetta snýst. Snýst þetta um að Siggi litli spili þrjár mínútur af því að pabbi hans heldur að hann sé svo góður?“ spurði Jón Halldór og Keflvíkingnum virtist mikið niðri fyrir. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Dauðþreyttur á umræðu um erlenda leikmenn „Ég vil bara hafa gaman“ „Ég hef engan áhuga á að mæta á körfuboltaleik og horfa á leikmenn sem geta eitthvað afskaplega takmarkað í körfubolta, bara af því að hann er uppalinn. Ég vil bara mæta á körfuboltaleik og hafa gaman, alveg eins og þegar ég mæti á NBA-leiki og í Evrópu. Ég vil bara hafa gaman, og til þess að það séu gæði í íslenskum körfubolta, með allri virðingu fyrir íslenskum leikmönnum… Við sjáum enn og aftur að þeir sem eru nógu góðir þeir spila. Hinir spila ekki, alveg sama hvað raular og tautar í þessu,“ sagði Jón Halldór. „Ég nenni ekki að hlusta á þetta fokking væl,“ bætti hann við ómyrkur í máli. Gengið of langt áður en jafnvægi næst? Lögfræðingurinn Sævar Sævarsson var öllu orðvarari og benti á að kannski væru félögin farin að ganga of langt í að sækja erlenda leikmenn. „Ég held að það sé hægt að ná fram meðalhófi í þessu. Sameina það besta frá báðum hliðum. Við þurfum að vera smá kapítalistar og leyfa þessu að vera úr hófi, til þess að þetta dragist aftur saman og verði í hófi. Þetta er alveg að springa örlítið of langt. Það er alveg hægt að tala fyrir því að sjö erlendir atvinnumenn í einu liði í okkar deild sé ekkert nauðsynlegt. Það er alveg nóg að einhver lið séu með þrjá og einhver með fjóra,“ sagði Sævar. Þá veltu menn fyrir sér hve dýrt það væri fyrir félögin að vera með erlenda leikmenn, og ekki síst að skrá slíka leikmenn á hverju ári hjá KKÍ en því fylgir um 200 þúsund króna gjald, jafnvel þó að leikmenn hafi spilað hér á landi síðustu ár. Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn