Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2024 18:16 Jordan Semple skoraði 18 stig fyrir Þórsara í kvöld. Vísir/Jón Gautur Þór Þorlákshöfn vann sterkan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti Álftanesi í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-78. Heimamenn voru mun sterkari í upphafi leiks og Jordan Semple og Nikolas Tomsick skiptust á að setja stig á töfluna fyrir Þórsara. Þórsliðið skoraði fyrstu sjö stig leiksins og héldu gestunum frá sér stærstan hluta fyrsta leikhluta, ef frá er talinn stuttur kafli þar sem Álftnesingar þáu að jafna metin. Þórsarar fóru með tíu stiga forskot inn í annan leikhluta og náðu mest 15 stiga forskoti eftir að fimmti þristur Tomsicks datt niður. Gestirnir tóku þá leikhlé og virtust loksins vakna eftir það. Hægt og bítandi unnu þeir niður forskot heimamanna, en Þórsarar héldu þó fimm stiga forystu þegar hálfleiksflautið gall og liðin gengu til búningaherbergja, staðan 43-38. Gestirnir héldu svo áfram að saxa á forskot Þórsara eftir hlé og óhætt er að segja að spennan hafi ráðið ríkjum í þriðja leikhluta. Álftnesingar náðu forystunni í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 47-48 og alls skiptust liðin sjö sinnum á forystunni í leikhlutanum. Þórsliðið náði þó vopnum sínum á ný undir lok þriðja leikhluta og í upphafi þess fjórða. Hægt og bítandi sigldi liðið fram úr á ný og vann að lokum sterkan ellefu stiga sigur, 89-78. Atvik leiksins Atvik leiksins átti sér stað seint í öðrum leikhluta þegar skipta þurfti David Okeke af velli vegna smávægilegra meiðsla. Fyrst um sinn leit út fyrir að Okeke hafi misst andann, eða þaðan af verra, en á svipuðum tíma á síðasta tímabili hneig Okeke niður í leik með Haukum gegn Tindastóli. Okeke er með bjargráð, en Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, segði í viðtali eftir leik að Okeke hafi fundið til í öxlinni og að vandamálið væri ekki tengt hjartanu í þetta sinn, sem betur fer. Stjörnur og skúrkar Nikolas Tomsick og Jordan Semple drógu vagninn fyrir Þórsara í kvöld og enduðu með 25 og 18 stig fyrir liðið. Semple tók einnig 15 fráköst fyrir heimamenn í kvöld og var virkilega öflugur á báðum endum vallarins. Skúrkur kvöldsins er svo kannski skotnýting gestanna, sem lengst af var alls ekki góð. Alls setti liðið aðeins niður 17 af 44 tveggja stiga skotum og heildarskotnýtingin var í kringum 38 prósent. Leikmenn á borð við Dimitrios Klonaras, Hauk Helga Pálsson og Dúa Þór Jónsson hafa allir átt betri dag þegar kemur að því að setja bolta ofan í körfu og líklega vita þeir það manna best. Dómararnir Þeir Davíð Tómas Tómasson, Jón Þór Eyþórsson og Davíð Kristján Hreiðarsson höfðu ágætis tök á leik kvöldsins. Það helsta sem setja mætti út á í þeirra leik var þegar þeir dæmdu tæknivillu á bekk Álftnesinga fyrir það eitt að þjálfarateymið virtist vera að láta sína menn vita hvað væri mikið eftir af skotklukkunni. Stemning og umgjörð Það var kannski ekki þétt setið á pöllunum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld, en viðstaddir létu þó vel í sér heyra. Eins og svo oft áður var svo lítið út á umgjörðina í Höfninni að setja og Þórsarar eru höfðingjar heim að sækja. Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes
Þór Þorlákshöfn vann sterkan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti Álftanesi í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-78. Heimamenn voru mun sterkari í upphafi leiks og Jordan Semple og Nikolas Tomsick skiptust á að setja stig á töfluna fyrir Þórsara. Þórsliðið skoraði fyrstu sjö stig leiksins og héldu gestunum frá sér stærstan hluta fyrsta leikhluta, ef frá er talinn stuttur kafli þar sem Álftnesingar þáu að jafna metin. Þórsarar fóru með tíu stiga forskot inn í annan leikhluta og náðu mest 15 stiga forskoti eftir að fimmti þristur Tomsicks datt niður. Gestirnir tóku þá leikhlé og virtust loksins vakna eftir það. Hægt og bítandi unnu þeir niður forskot heimamanna, en Þórsarar héldu þó fimm stiga forystu þegar hálfleiksflautið gall og liðin gengu til búningaherbergja, staðan 43-38. Gestirnir héldu svo áfram að saxa á forskot Þórsara eftir hlé og óhætt er að segja að spennan hafi ráðið ríkjum í þriðja leikhluta. Álftnesingar náðu forystunni í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 47-48 og alls skiptust liðin sjö sinnum á forystunni í leikhlutanum. Þórsliðið náði þó vopnum sínum á ný undir lok þriðja leikhluta og í upphafi þess fjórða. Hægt og bítandi sigldi liðið fram úr á ný og vann að lokum sterkan ellefu stiga sigur, 89-78. Atvik leiksins Atvik leiksins átti sér stað seint í öðrum leikhluta þegar skipta þurfti David Okeke af velli vegna smávægilegra meiðsla. Fyrst um sinn leit út fyrir að Okeke hafi misst andann, eða þaðan af verra, en á svipuðum tíma á síðasta tímabili hneig Okeke niður í leik með Haukum gegn Tindastóli. Okeke er með bjargráð, en Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, segði í viðtali eftir leik að Okeke hafi fundið til í öxlinni og að vandamálið væri ekki tengt hjartanu í þetta sinn, sem betur fer. Stjörnur og skúrkar Nikolas Tomsick og Jordan Semple drógu vagninn fyrir Þórsara í kvöld og enduðu með 25 og 18 stig fyrir liðið. Semple tók einnig 15 fráköst fyrir heimamenn í kvöld og var virkilega öflugur á báðum endum vallarins. Skúrkur kvöldsins er svo kannski skotnýting gestanna, sem lengst af var alls ekki góð. Alls setti liðið aðeins niður 17 af 44 tveggja stiga skotum og heildarskotnýtingin var í kringum 38 prósent. Leikmenn á borð við Dimitrios Klonaras, Hauk Helga Pálsson og Dúa Þór Jónsson hafa allir átt betri dag þegar kemur að því að setja bolta ofan í körfu og líklega vita þeir það manna best. Dómararnir Þeir Davíð Tómas Tómasson, Jón Þór Eyþórsson og Davíð Kristján Hreiðarsson höfðu ágætis tök á leik kvöldsins. Það helsta sem setja mætti út á í þeirra leik var þegar þeir dæmdu tæknivillu á bekk Álftnesinga fyrir það eitt að þjálfarateymið virtist vera að láta sína menn vita hvað væri mikið eftir af skotklukkunni. Stemning og umgjörð Það var kannski ekki þétt setið á pöllunum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld, en viðstaddir létu þó vel í sér heyra. Eins og svo oft áður var svo lítið út á umgjörðina í Höfninni að setja og Þórsarar eru höfðingjar heim að sækja.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum