„Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Hjörvar Ólafsson skrifar 12. desember 2024 16:10 Arnar Bergmann Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik dagsins. Vísir/Anton Brink Arnari Bergmanni Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, fannst ýmislegt ábótavant þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Djurgården í fimmtu umferð í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu á Kópavogsvelli í dag. „Þetta var sanngjarn sigur hjá þeim. Við fórum illa að ráði okkar í fyrri hálfleik. Við fengum svo ekki mikið af færum en fengum hornspyrnur og aukaspyrnur á hættulegum stöðum sem við framkvæmdum illa. Þegar þú ert kominn á þetta gæðastig þarft þú að framkvæma hlutina upp á 10. Við gerðum það ekki og sóknarleikurinn var svo sloppy í seinni hálfleik. Við vorum ekki í réttum stöðum til þess að fá boltann og svo ekki vel staðsettir varnarlega þegar við misstum boltann. Okkur var refsað fyrir það,“ sagði Arnar Bergmann svekktur að leik loknum. “ „Viðvörunabjöllurnar voru farnar að hringja áður en þeir skoruðu mörkin sín. Við sýndum hins vegar karakter í stöðunni 2-0 og komum okkur inn í leikinn. Mögulega hefði bara verið betra að hafa áfram 11 á móti 11 þar sem þeir fóru í mikla lágblokk eftir að lenda manni undir. Við náðum ekki að skapa opin færi undir og hefðum kannski átt að fara meira í að dæla bara boltanum inn í teiginn og skapa slagsmál þar um boltann. Því fór sem fór og svekkjandi tap niðurstaðan,“ sagði Arnar enn fremur. „Enn og aftur er það einbeitingaleysi hjá íslenskum liðum sem verður okkur að falli. Það er eins og náum ekki að fókusa almennilega allan leikinn eins og erlend lið gera í Evrópukeppnum. Við erum alltaf að tala um að við þurfum að læra en við vorum ekki komnir þangað í þessum leik. Við vorum allt of langt frá mönnunum þegar við misstum boltann og færslurnar í varnarleiknun. Það hefur líklega verið blanda af þreytu en stærri held ég að hafi verið skortur á einbeitingu sem þarf að vera full on á þessu getustigi. Á öllum levelum eru þau mistök sem við gerum í aðdraganda markanna sem þeir skora óboðleg,“ sagði hann vonsvikinn. „Ég hélt að við værum komnir lengra en mér fannst leikmenn mínir fara aðeins fram úr sér í seinni hálfeik. Fara að slaka á og halda að þeir væru það góðir að þeir gætu slakað á einbeitingunni. Við þurfum að spila miklu betur gegn LASK í Austurríki. Við förum bjartsýnir og nú er það okkar verk í þjálfarateyminu að færa trú í leikmannahópinn fyrir þann leik,“ sagði Arnar borubrattur um framhaldið. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
„Þetta var sanngjarn sigur hjá þeim. Við fórum illa að ráði okkar í fyrri hálfleik. Við fengum svo ekki mikið af færum en fengum hornspyrnur og aukaspyrnur á hættulegum stöðum sem við framkvæmdum illa. Þegar þú ert kominn á þetta gæðastig þarft þú að framkvæma hlutina upp á 10. Við gerðum það ekki og sóknarleikurinn var svo sloppy í seinni hálfleik. Við vorum ekki í réttum stöðum til þess að fá boltann og svo ekki vel staðsettir varnarlega þegar við misstum boltann. Okkur var refsað fyrir það,“ sagði Arnar Bergmann svekktur að leik loknum. “ „Viðvörunabjöllurnar voru farnar að hringja áður en þeir skoruðu mörkin sín. Við sýndum hins vegar karakter í stöðunni 2-0 og komum okkur inn í leikinn. Mögulega hefði bara verið betra að hafa áfram 11 á móti 11 þar sem þeir fóru í mikla lágblokk eftir að lenda manni undir. Við náðum ekki að skapa opin færi undir og hefðum kannski átt að fara meira í að dæla bara boltanum inn í teiginn og skapa slagsmál þar um boltann. Því fór sem fór og svekkjandi tap niðurstaðan,“ sagði Arnar enn fremur. „Enn og aftur er það einbeitingaleysi hjá íslenskum liðum sem verður okkur að falli. Það er eins og náum ekki að fókusa almennilega allan leikinn eins og erlend lið gera í Evrópukeppnum. Við erum alltaf að tala um að við þurfum að læra en við vorum ekki komnir þangað í þessum leik. Við vorum allt of langt frá mönnunum þegar við misstum boltann og færslurnar í varnarleiknun. Það hefur líklega verið blanda af þreytu en stærri held ég að hafi verið skortur á einbeitingu sem þarf að vera full on á þessu getustigi. Á öllum levelum eru þau mistök sem við gerum í aðdraganda markanna sem þeir skora óboðleg,“ sagði hann vonsvikinn. „Ég hélt að við værum komnir lengra en mér fannst leikmenn mínir fara aðeins fram úr sér í seinni hálfeik. Fara að slaka á og halda að þeir væru það góðir að þeir gætu slakað á einbeitingunni. Við þurfum að spila miklu betur gegn LASK í Austurríki. Við förum bjartsýnir og nú er það okkar verk í þjálfarateyminu að færa trú í leikmannahópinn fyrir þann leik,“ sagði Arnar borubrattur um framhaldið.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira