„Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Hjörvar Ólafsson skrifar 12. desember 2024 16:10 Arnar Bergmann Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik dagsins. Vísir/Anton Brink Arnari Bergmanni Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, fannst ýmislegt ábótavant þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Djurgården í fimmtu umferð í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu á Kópavogsvelli í dag. „Þetta var sanngjarn sigur hjá þeim. Við fórum illa að ráði okkar í fyrri hálfleik. Við fengum svo ekki mikið af færum en fengum hornspyrnur og aukaspyrnur á hættulegum stöðum sem við framkvæmdum illa. Þegar þú ert kominn á þetta gæðastig þarft þú að framkvæma hlutina upp á 10. Við gerðum það ekki og sóknarleikurinn var svo sloppy í seinni hálfleik. Við vorum ekki í réttum stöðum til þess að fá boltann og svo ekki vel staðsettir varnarlega þegar við misstum boltann. Okkur var refsað fyrir það,“ sagði Arnar Bergmann svekktur að leik loknum. “ „Viðvörunabjöllurnar voru farnar að hringja áður en þeir skoruðu mörkin sín. Við sýndum hins vegar karakter í stöðunni 2-0 og komum okkur inn í leikinn. Mögulega hefði bara verið betra að hafa áfram 11 á móti 11 þar sem þeir fóru í mikla lágblokk eftir að lenda manni undir. Við náðum ekki að skapa opin færi undir og hefðum kannski átt að fara meira í að dæla bara boltanum inn í teiginn og skapa slagsmál þar um boltann. Því fór sem fór og svekkjandi tap niðurstaðan,“ sagði Arnar enn fremur. „Enn og aftur er það einbeitingaleysi hjá íslenskum liðum sem verður okkur að falli. Það er eins og náum ekki að fókusa almennilega allan leikinn eins og erlend lið gera í Evrópukeppnum. Við erum alltaf að tala um að við þurfum að læra en við vorum ekki komnir þangað í þessum leik. Við vorum allt of langt frá mönnunum þegar við misstum boltann og færslurnar í varnarleiknun. Það hefur líklega verið blanda af þreytu en stærri held ég að hafi verið skortur á einbeitingu sem þarf að vera full on á þessu getustigi. Á öllum levelum eru þau mistök sem við gerum í aðdraganda markanna sem þeir skora óboðleg,“ sagði hann vonsvikinn. „Ég hélt að við værum komnir lengra en mér fannst leikmenn mínir fara aðeins fram úr sér í seinni hálfeik. Fara að slaka á og halda að þeir væru það góðir að þeir gætu slakað á einbeitingunni. Við þurfum að spila miklu betur gegn LASK í Austurríki. Við förum bjartsýnir og nú er það okkar verk í þjálfarateyminu að færa trú í leikmannahópinn fyrir þann leik,“ sagði Arnar borubrattur um framhaldið. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Sjá meira
„Þetta var sanngjarn sigur hjá þeim. Við fórum illa að ráði okkar í fyrri hálfleik. Við fengum svo ekki mikið af færum en fengum hornspyrnur og aukaspyrnur á hættulegum stöðum sem við framkvæmdum illa. Þegar þú ert kominn á þetta gæðastig þarft þú að framkvæma hlutina upp á 10. Við gerðum það ekki og sóknarleikurinn var svo sloppy í seinni hálfleik. Við vorum ekki í réttum stöðum til þess að fá boltann og svo ekki vel staðsettir varnarlega þegar við misstum boltann. Okkur var refsað fyrir það,“ sagði Arnar Bergmann svekktur að leik loknum. “ „Viðvörunabjöllurnar voru farnar að hringja áður en þeir skoruðu mörkin sín. Við sýndum hins vegar karakter í stöðunni 2-0 og komum okkur inn í leikinn. Mögulega hefði bara verið betra að hafa áfram 11 á móti 11 þar sem þeir fóru í mikla lágblokk eftir að lenda manni undir. Við náðum ekki að skapa opin færi undir og hefðum kannski átt að fara meira í að dæla bara boltanum inn í teiginn og skapa slagsmál þar um boltann. Því fór sem fór og svekkjandi tap niðurstaðan,“ sagði Arnar enn fremur. „Enn og aftur er það einbeitingaleysi hjá íslenskum liðum sem verður okkur að falli. Það er eins og náum ekki að fókusa almennilega allan leikinn eins og erlend lið gera í Evrópukeppnum. Við erum alltaf að tala um að við þurfum að læra en við vorum ekki komnir þangað í þessum leik. Við vorum allt of langt frá mönnunum þegar við misstum boltann og færslurnar í varnarleiknun. Það hefur líklega verið blanda af þreytu en stærri held ég að hafi verið skortur á einbeitingu sem þarf að vera full on á þessu getustigi. Á öllum levelum eru þau mistök sem við gerum í aðdraganda markanna sem þeir skora óboðleg,“ sagði hann vonsvikinn. „Ég hélt að við værum komnir lengra en mér fannst leikmenn mínir fara aðeins fram úr sér í seinni hálfeik. Fara að slaka á og halda að þeir væru það góðir að þeir gætu slakað á einbeitingunni. Við þurfum að spila miklu betur gegn LASK í Austurríki. Við förum bjartsýnir og nú er það okkar verk í þjálfarateyminu að færa trú í leikmannahópinn fyrir þann leik,“ sagði Arnar borubrattur um framhaldið.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Sjá meira