Fótbolti

HM 2034 verður í Sádi Arabíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gianni Infantino, forseti FIFA, á fundinum í dag þegar tilkynnt var um næstu HM.
Gianni Infantino, forseti FIFA, á fundinum í dag þegar tilkynnt var um næstu HM. vísir/getty

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti í dag hvar HM karla í knattspyrnu fer fram árin 2030 og 2034.

Mótið árið 2030 mun verða haldið í þremur löndum. Spáni, Portúgal og Marokkó.

Þrír leikir á því móti verða spilaðir í Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ vegna 100 ára afmælis mótsins.

Eins og margir bjuggust við fengu Sádi Arabar síðan mótið árið 2034 og er það afar umdeild ákvörðun. Mikil óánægja var þegar Katar fékk mótið á sínum tíma og sú óánægja verður örugglega síst minni núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×