Hittust bara einu sinni eftir Friends Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. desember 2024 15:06 Vinirnir á endurfundum árið 2021. HBO MAX Vinirnir í Friends hittust aðeins einu sinni eftir að tökum á þáttunum lauk árið 2004 og þar til þau hittust í sérstökum endurfundaþætti. Þetta segir Lisa Kudrow sem segist hafa horft á þættina aftur til að hugga sig eftir sviplegt fráfall Matthew Perry. „Við sex fengum okkur kvöldmat í eitt skiptið eftir að þátturinn hætti,“ segir Kudrow sem fór með hlutverk Phoebe Buffay í Friends, í hlaðvarpsþætti Modern Family stjörnunnar Jesse Tyler Ferguson. Hún segir þau hafa hist árið 2014 í stórkostlegu matarboði, þar sem ekkert hafði breyst þrátt fyrir að tíu ár væru liðin. „Þetta var svo frábært að við töluðum um það að við ættum að gera þetta oftar,“ segir Kudrow. Hún segir leikarana hafa verið einstaklega þakkláta að hafa fengið að hittast öll aftur þegar HBO Max blés til endurfundaþáttar árið 2021. Grínþættirnir komu fyrst út árið 1994 og gengu í sjónvarpi í tíu ár til 2004 og njóta enn þann dag í dag mikilla vinsælda. Hrikti í stoðunum eftir fráfall Perry Líkt og alþjóð veit lést Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandler Bing í fyrra eftir neyslu á ketamíni. Kudrow segir að þetta hafi haft gríðarleg áhrif á leikarahópinn sem var eftir. „Þetta var gríðarlegt áfall. Perry hafði sjálfur sagt að þetta kæmi ekki á óvart, en að þetta yrði sjokk og hann hafði rétt fyrir sér. Þetta kom ekki á óvart en þetta var samt sjokk,“ segir leikkonan. „Persónulega þá held ég að hann hafi dáið hamingjusamur. Ég held að seinustu dagana fyrir fráfallið hafi hann verið glaður og spenntur fyrir lífinu,“ segir Kudrow. Hún segist hafa byrjað að horfa á gamla þætti af Friends til þess að takast á við sorgina. Enn þann dag í dag hefur hún ekki séð alla þættina en ástæðuna rekur hún til streituviðbragða sem hún upplifir við að horfa. Bíó og sjónvarp Andlát Matthew Perry Hollywood Friends Mest lesið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Fleiri fréttir Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Sjá meira
„Við sex fengum okkur kvöldmat í eitt skiptið eftir að þátturinn hætti,“ segir Kudrow sem fór með hlutverk Phoebe Buffay í Friends, í hlaðvarpsþætti Modern Family stjörnunnar Jesse Tyler Ferguson. Hún segir þau hafa hist árið 2014 í stórkostlegu matarboði, þar sem ekkert hafði breyst þrátt fyrir að tíu ár væru liðin. „Þetta var svo frábært að við töluðum um það að við ættum að gera þetta oftar,“ segir Kudrow. Hún segir leikarana hafa verið einstaklega þakkláta að hafa fengið að hittast öll aftur þegar HBO Max blés til endurfundaþáttar árið 2021. Grínþættirnir komu fyrst út árið 1994 og gengu í sjónvarpi í tíu ár til 2004 og njóta enn þann dag í dag mikilla vinsælda. Hrikti í stoðunum eftir fráfall Perry Líkt og alþjóð veit lést Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandler Bing í fyrra eftir neyslu á ketamíni. Kudrow segir að þetta hafi haft gríðarleg áhrif á leikarahópinn sem var eftir. „Þetta var gríðarlegt áfall. Perry hafði sjálfur sagt að þetta kæmi ekki á óvart, en að þetta yrði sjokk og hann hafði rétt fyrir sér. Þetta kom ekki á óvart en þetta var samt sjokk,“ segir leikkonan. „Persónulega þá held ég að hann hafi dáið hamingjusamur. Ég held að seinustu dagana fyrir fráfallið hafi hann verið glaður og spenntur fyrir lífinu,“ segir Kudrow. Hún segist hafa byrjað að horfa á gamla þætti af Friends til þess að takast á við sorgina. Enn þann dag í dag hefur hún ekki séð alla þættina en ástæðuna rekur hún til streituviðbragða sem hún upplifir við að horfa.
Bíó og sjónvarp Andlát Matthew Perry Hollywood Friends Mest lesið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Fleiri fréttir Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Sjá meira