Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2024 09:26 Per-Mathias Högmo virðist koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari Íslands. Getty/Hiroki Watanabe Norski þjálfarinn Per-Mathias Högmo gæti orðið næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta og þar með fjórði erlendi Norðurlandabúinn á síðasta áratug til að stýra liðinu. Frá þessu greinir sænski miðillinn Fotbollskanalen og segist hafa heimildir fyrir því að Högmo sé á lista Knattspyrnusambands Íslands, yfir mögulega arftaka hins norska Åge Hareide sem er hættur með landsliðið. Hingað til hafa þeir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson helst verið nefndir sem mögulegir arftakar, og Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ hefur sagt að hann kjósi frekar að ráða íslenskan þjálfara en erlendan. Högmo er 65 ára gamall og þjálfaði nú síðast japanska liðið Urawa Red Diamonds en var rekinn þaðan í ágúst, eftir hálft ár í starfi. Áður hefur hann hins vegar þjálfað til að mynda karlalandslið Noregs á árunum 2013-16, og áður kvennalandslið Noregs og yngir landslið, en einnig félagslið í Svíþjóð og Noregi. Hann stýrði Fredrikstad 2017-18, eftir að hann hætti með norska landsliðið, og svo Häcken á árunum 2021-23. Aðstoðarmaðurinn orðaður við Norrköping Fotbollskanalen segir að Högmo komi einnig til greina sem næsti þjálfari Häcken. Miðillinn bendir einnig á að Morten Kalvenes hafi verið aðstoðarþjálfari Högmo í Japan og að ekki sé útilokað að Kalvenes, sem var áður orðaður við laust starf hjá Norrköping, myndi fylgja með til Íslands. Lítið hefur frést af þjálfaraleit KSÍ en Þorvaldur Örlygsson var spurður að því í síðasta mánuði hvort honum litist betur á að fá innlendan kost eða erlendan. „Þetta er alltaf sígilda spurningin. Við eigum marga frambærilega íslenska þjálfara í dag og það er alltaf horft til þess, fyrst og fremst. En við verðum að horfa á heildarmyndina. Hvað er best og hvað hentar okkur best En í mínum huga er viljum við alltaf hafa Íslendinga í þessu en við skulum skoða það, heildarmyndina,“ sagði Þorvaldur þá við Vísi. Þrír erlendir þjálfarar frá 2011 Ísland hafði ekki haft erlendan þjálfara í tvo áratugi þegar Svíinn Lars Lagerbäck var ráðinn þjálfari í lok árs 2011. Þeir Heimir Hallgrímsson stýrðu liðinu svo saman fram yfir EM 2016 en þá hætti Lagerbäck. Svíinn Erik Hamrén tók svo við af Heimi eftir HM 2018 og stýrði liðinu í tvö ár, áður en Arnar Þór Viðarsson tók við. Hareide var svo ráðinn í hans stað eftir brottrekstur Arnars vorið 2023. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Frá þessu greinir sænski miðillinn Fotbollskanalen og segist hafa heimildir fyrir því að Högmo sé á lista Knattspyrnusambands Íslands, yfir mögulega arftaka hins norska Åge Hareide sem er hættur með landsliðið. Hingað til hafa þeir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson helst verið nefndir sem mögulegir arftakar, og Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ hefur sagt að hann kjósi frekar að ráða íslenskan þjálfara en erlendan. Högmo er 65 ára gamall og þjálfaði nú síðast japanska liðið Urawa Red Diamonds en var rekinn þaðan í ágúst, eftir hálft ár í starfi. Áður hefur hann hins vegar þjálfað til að mynda karlalandslið Noregs á árunum 2013-16, og áður kvennalandslið Noregs og yngir landslið, en einnig félagslið í Svíþjóð og Noregi. Hann stýrði Fredrikstad 2017-18, eftir að hann hætti með norska landsliðið, og svo Häcken á árunum 2021-23. Aðstoðarmaðurinn orðaður við Norrköping Fotbollskanalen segir að Högmo komi einnig til greina sem næsti þjálfari Häcken. Miðillinn bendir einnig á að Morten Kalvenes hafi verið aðstoðarþjálfari Högmo í Japan og að ekki sé útilokað að Kalvenes, sem var áður orðaður við laust starf hjá Norrköping, myndi fylgja með til Íslands. Lítið hefur frést af þjálfaraleit KSÍ en Þorvaldur Örlygsson var spurður að því í síðasta mánuði hvort honum litist betur á að fá innlendan kost eða erlendan. „Þetta er alltaf sígilda spurningin. Við eigum marga frambærilega íslenska þjálfara í dag og það er alltaf horft til þess, fyrst og fremst. En við verðum að horfa á heildarmyndina. Hvað er best og hvað hentar okkur best En í mínum huga er viljum við alltaf hafa Íslendinga í þessu en við skulum skoða það, heildarmyndina,“ sagði Þorvaldur þá við Vísi. Þrír erlendir þjálfarar frá 2011 Ísland hafði ekki haft erlendan þjálfara í tvo áratugi þegar Svíinn Lars Lagerbäck var ráðinn þjálfari í lok árs 2011. Þeir Heimir Hallgrímsson stýrðu liðinu svo saman fram yfir EM 2016 en þá hætti Lagerbäck. Svíinn Erik Hamrén tók svo við af Heimi eftir HM 2018 og stýrði liðinu í tvö ár, áður en Arnar Þór Viðarsson tók við. Hareide var svo ráðinn í hans stað eftir brottrekstur Arnars vorið 2023.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti