Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2024 06:54 Sýrlenskur maður strýkur kettinum sínum er þeir bíða eftir því að komast frá Tyrklandi og inn í Sýrland. AP/Metin Yoksu Uppreisnarhópurinn Hayat Tahrir al-Sham (HTS) hefur skipað Mohammad al-Bashir í embætti forsætisráðherra Sýrlands. Mun hann sinna starfinu til 1. mars 2025. HTS er öflugastur þeirra hópa sem unnu saman að því að koma stjórn Bashar al-Assad frá völdum og ráða nú ríkjum í Damaskus og öðrum borgum Sýrlands. Bashir er verkfræðingur og stjórnmálamaður sem hefur meðal annars starfað fyrir Frelsisstjórn HTS í Idlib. Hann sagði í stuttu ávarpi í gær að hann hefði átt fundi með öðrum ráðherrum í nýrri tímabundinni ríkisstjórn og fráfarandi valdhafa. „Nú er tími fyrir fólk að njóta stöðugleika og friðar,“ sagði Bashir. Stjórnvöld vestanhafs hafa sagt að viðurkenning þeirra á nýjum stjórnvöldum í Sýrlandi muni velta á því hvort og hvernig uppreisnarmenn uppfylla loforð um að allir hópar muni eiga rödd við stjórnarborðið. Charles Lister, sérfræðingur í málefnum Sýrlands við Middle East Institute í Washington, segir það hins vegar ekki lofa góðu að svo virðist sem HTS sé eini hópurinn sem eigi aðkomu að myndun nýrrar ríkisstjórnar og vísar til „einræðistilburða“ hópsins í Idlib. Bandaríkjamenn, Bretar og Sameinuðu þjóðirnar höfðu sett HTS á lista með hryðjuverkahópum áður en þeir komust til valda en stjórnvöld á Vesturlöndum eru sögð reiðubúin til að endurskoða það ef hópurinn heldur rétt á málum á næstu dögum, vikum og mánuðum. Leiðtogi HTS, Ahmed al-Sharaa, einnig kallaður Abu Mohammed al-Jolani, sagði í viðtali við Sky News í gær að Sýrlendingar væru orðnir þreyttir á átökum og væru ekki á leið inn í nýtt stríð. Alþjóðasamfélagið hefði ekkert að óttast hvað þetta varðaði. „Sýrland verður endurreist. Landið stefnir að framþróun og endurreisn. Að stöðugleika.“ Sýrland Hernaður Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
HTS er öflugastur þeirra hópa sem unnu saman að því að koma stjórn Bashar al-Assad frá völdum og ráða nú ríkjum í Damaskus og öðrum borgum Sýrlands. Bashir er verkfræðingur og stjórnmálamaður sem hefur meðal annars starfað fyrir Frelsisstjórn HTS í Idlib. Hann sagði í stuttu ávarpi í gær að hann hefði átt fundi með öðrum ráðherrum í nýrri tímabundinni ríkisstjórn og fráfarandi valdhafa. „Nú er tími fyrir fólk að njóta stöðugleika og friðar,“ sagði Bashir. Stjórnvöld vestanhafs hafa sagt að viðurkenning þeirra á nýjum stjórnvöldum í Sýrlandi muni velta á því hvort og hvernig uppreisnarmenn uppfylla loforð um að allir hópar muni eiga rödd við stjórnarborðið. Charles Lister, sérfræðingur í málefnum Sýrlands við Middle East Institute í Washington, segir það hins vegar ekki lofa góðu að svo virðist sem HTS sé eini hópurinn sem eigi aðkomu að myndun nýrrar ríkisstjórnar og vísar til „einræðistilburða“ hópsins í Idlib. Bandaríkjamenn, Bretar og Sameinuðu þjóðirnar höfðu sett HTS á lista með hryðjuverkahópum áður en þeir komust til valda en stjórnvöld á Vesturlöndum eru sögð reiðubúin til að endurskoða það ef hópurinn heldur rétt á málum á næstu dögum, vikum og mánuðum. Leiðtogi HTS, Ahmed al-Sharaa, einnig kallaður Abu Mohammed al-Jolani, sagði í viðtali við Sky News í gær að Sýrlendingar væru orðnir þreyttir á átökum og væru ekki á leið inn í nýtt stríð. Alþjóðasamfélagið hefði ekkert að óttast hvað þetta varðaði. „Sýrland verður endurreist. Landið stefnir að framþróun og endurreisn. Að stöðugleika.“
Sýrland Hernaður Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira