Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2024 10:35 Fjöldi fólks hefur reynt að finna fjölskyldumeðlimi sína eða upplýsingar um þá í Saydnaya fangelsinu. AP/Hussein Malla Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. Saydnaya hefur um árabil gengið undir nafninu „Sláturhúsið“ en þar er talið að Assad-liðar hafi látið tugi þúsunda manna „hverfa“. Aðgerðasinnar og andstæðingar Assad-fjölskyldunnar hafa verið fluttir þangað, og til annarra alræmdra fangelsa í Sýrlandi, í massavís í gegnum árin þar sem þeir hafa verið pyntaðir og myrtir í dýflissum, sem grafnar voru djúpt í jörðu. Mannréttindasamtökin Amnesty International telja að allt að þrettán þúsund manns hafi verið hengdir í Saydnaya frá árunum 2011 til 2015. Fréttakona CNN ræddi við Maysoon Labut sem fór til Saydnaya á mánudaginn í leit að þremur bræðrum sínum og tengdasyni. Orðrómur var þá á kreiki um að enn væri ekki búið að opna dýpstu kima fangelsisins og þar mætti finna fjölda fólks sem hefði verið handtekið af Assad-liðum í gegnum árin. Ekkert slíkt svæði hefur fundist og hefur öllum föngum verið sleppt. Einn aðgerðasinni sagði í samtali við CNN að áætlað væri að um þrjú þúsund manns hafi verið sleppt úr fangelsinu. Margra er þó enn saknað og leitar fólk í von og óvon að upplýsingum um þá í gagnasöfnum fangelsisins. Fólk hefur einnig lesið veggjakrot í klefum fangelsisins í leit að nöfnum fjölskyldumeðlima. CNN's @clarissaward reports from inside Syria's Saydnaya prison, dubbed the 'human slaughterhouse' by Amnesty International, as family members desperately search for records of loved ones.Watch her full report here https://t.co/KfwOqDmaso pic.twitter.com/TXYgjxdDUS— Lauren Cone (@LConeCNN) December 10, 2024 Tugir þúsunda hafa horfið Ríkisstjórn Assads stundaði það lengi að láta fólk hverfa en slíkum tilfellum fjölgaði mjög um 2011, þegar andóf gegn ríkisstjórninni jókst. Pyntingar voru tíðar og eins og áður hefur komið fram hefur mikið af þessu fólki horfið alfarið. Wall Street Journal hefur eftir mannréttindasamtökunum Syrian Network for Human Rights að frá 2011 sé talið að rúmlega 96 þúsund manns hafi horfið í fangelsakerfi Sýrlands. Þar af margir í Saydnaya. Fólk hefur gramsað í skjölum í fangelsinu og lesið veggjakrot, í leit að upplýsingum.AP/Hussein Malla Þá hefur mörgum verið sleppt úr fangelsum á undanförnum dögum og hafa nokkrir þeirra verið áratugi í fangelsi. Í minnst einu tilfelli hafði maður setið í fangelsi í 43 ár en hann var handtekinn þegar Hafez al-Assad, faðir Bashar, var við völd. BBC segir frá tveimur mönnum sem fundust í Saydnaya sem gátu ekki svarað spurningum fólks um hvað þeir hétu né hversu lengi þeir hefðu verið í haldi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Al Jazeera frá því gærkvöldi um leit fólks að fjölskyldumeðlimum í Saydnaya og öðrum fangelsum. 🚨🚨🚨🚨One of the Syrian detainees released in recent days spent 40 years in prison. He has lost his memory and suffers from mental issues due to the extreme and horrific torture he endured. Share this tweet and let the world know why we have not backed down an inch in… pic.twitter.com/VCyRFj3z3o— Omar Abu Layla (@OALD24) December 9, 2024 Sýrland Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Saydnaya hefur um árabil gengið undir nafninu „Sláturhúsið“ en þar er talið að Assad-liðar hafi látið tugi þúsunda manna „hverfa“. Aðgerðasinnar og andstæðingar Assad-fjölskyldunnar hafa verið fluttir þangað, og til annarra alræmdra fangelsa í Sýrlandi, í massavís í gegnum árin þar sem þeir hafa verið pyntaðir og myrtir í dýflissum, sem grafnar voru djúpt í jörðu. Mannréttindasamtökin Amnesty International telja að allt að þrettán þúsund manns hafi verið hengdir í Saydnaya frá árunum 2011 til 2015. Fréttakona CNN ræddi við Maysoon Labut sem fór til Saydnaya á mánudaginn í leit að þremur bræðrum sínum og tengdasyni. Orðrómur var þá á kreiki um að enn væri ekki búið að opna dýpstu kima fangelsisins og þar mætti finna fjölda fólks sem hefði verið handtekið af Assad-liðum í gegnum árin. Ekkert slíkt svæði hefur fundist og hefur öllum föngum verið sleppt. Einn aðgerðasinni sagði í samtali við CNN að áætlað væri að um þrjú þúsund manns hafi verið sleppt úr fangelsinu. Margra er þó enn saknað og leitar fólk í von og óvon að upplýsingum um þá í gagnasöfnum fangelsisins. Fólk hefur einnig lesið veggjakrot í klefum fangelsisins í leit að nöfnum fjölskyldumeðlima. CNN's @clarissaward reports from inside Syria's Saydnaya prison, dubbed the 'human slaughterhouse' by Amnesty International, as family members desperately search for records of loved ones.Watch her full report here https://t.co/KfwOqDmaso pic.twitter.com/TXYgjxdDUS— Lauren Cone (@LConeCNN) December 10, 2024 Tugir þúsunda hafa horfið Ríkisstjórn Assads stundaði það lengi að láta fólk hverfa en slíkum tilfellum fjölgaði mjög um 2011, þegar andóf gegn ríkisstjórninni jókst. Pyntingar voru tíðar og eins og áður hefur komið fram hefur mikið af þessu fólki horfið alfarið. Wall Street Journal hefur eftir mannréttindasamtökunum Syrian Network for Human Rights að frá 2011 sé talið að rúmlega 96 þúsund manns hafi horfið í fangelsakerfi Sýrlands. Þar af margir í Saydnaya. Fólk hefur gramsað í skjölum í fangelsinu og lesið veggjakrot, í leit að upplýsingum.AP/Hussein Malla Þá hefur mörgum verið sleppt úr fangelsum á undanförnum dögum og hafa nokkrir þeirra verið áratugi í fangelsi. Í minnst einu tilfelli hafði maður setið í fangelsi í 43 ár en hann var handtekinn þegar Hafez al-Assad, faðir Bashar, var við völd. BBC segir frá tveimur mönnum sem fundust í Saydnaya sem gátu ekki svarað spurningum fólks um hvað þeir hétu né hversu lengi þeir hefðu verið í haldi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Al Jazeera frá því gærkvöldi um leit fólks að fjölskyldumeðlimum í Saydnaya og öðrum fangelsum. 🚨🚨🚨🚨One of the Syrian detainees released in recent days spent 40 years in prison. He has lost his memory and suffers from mental issues due to the extreme and horrific torture he endured. Share this tweet and let the world know why we have not backed down an inch in… pic.twitter.com/VCyRFj3z3o— Omar Abu Layla (@OALD24) December 9, 2024
Sýrland Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent