„Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 07:32 Tomas Soucek teygði níu fingur upp til heiðurs Michail Antonio, sem klæðist treyju númer níu, þegar hann fagnaði marki sínu gegn Úlfunum í gær. Getty/Justin Setterfield Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Soucek tileinkaði Michail Antonio markið sem hann skoraði í 2-1 sigri West Ham gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Hann segir myndsímtal við Antonio hafa hjálpað liðinu fyrir leikinn. Antonio er enn á spítala eftir alvarlegt bílslys á laugardaginn en klippa þurfti framherjann út úr Ferrari-bifreið sinni. West Ham greindi svo frá því að hann hefði fótbrotnað í árekstrinum og í kjölfarið gengist undir vel heppnaða aðgerð á sjúkrahúsi, en búist er við því að hann verði að minnsta kosti heilt ár í burtu frá fótbolta. Soucek, líkt og fleiri liðsfélögum Antonio hjá West Ham, hefur verið mikið hugsað til Antonio síðustu daga og Tékkinn var staðráðinn í að skora fyrir þennan 34 ára fjögurra barna föður og vin sinn í gær: „Markið var fyrir hann. Ég sagði fyrir leikinn að ég þráði enn meira að skora í dag. Hann hefur verið hérna frá því að ég kom til félagsins – hann er í uppáhaldi hjá mér. Ég sagði að það yrði erfitt fyrir mig að spila án hans,“ sagði Soucek eftir sigurinn í gærkvöld. Soucek hélt uppi níu fingrum þegar hann skoraði í gær, til að heiðra Antonio sem klæðist treyju númer 9. Jarrod Bowen, sem skoraði sigurmark West Ham, hélt svo á lofti treyju framherjans. „Ég er ánægður með að það sé í lagi með hann, en þetta var fyrir hann. Hann er svakalegur leikmaður og hann er í hjarta mér,“ sagði Soucek sem stóð ekki á sama þegar hann sá fyrstu fréttir af bílslysinu. „Brosti til okkar og óskaði okkur alls hins besta“ „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur. Ég var með krökkunum mínum þegar ég sá þessar upplýsingar í símanum. Ég sendi skilaboð á alla til að spyrja hvað hefði gerst og hvernig honum liði. Ég var svo hræddur um hvað yrði um hann. Þetta var mjög erfið vika fyrir hann, fjölskyldu hans og okkur. En við áttum myndsímtal við hann, allt liðið, fyrir leikinn. Hann brosti til okkar og óskaði okkur alls hins besta. Ég get ekki beðið eftir því að fá að heimsækja hann. Hann er yndislegur náungi og líka skemmtilegur. Hann sagði meira að segja nokkra brandara og óskaði okkur alls hins besta,“ sagði Soucek. Antonio, sem leikur einnig með landsliði Jamaíku, er markahæsti leikmaður í sögu West Ham í ensku úrvalsdeildinni, með 68 mörk í 268 leikjum. „Hann er líklega einn besti leikmaður sem West Ham hefur átt. Hann verður bráðum aftur með okkur. Svona lagað getur gerst en vonandi líður honum enn betur sem fyrst,“ sagði Soucek. Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Antonio er enn á spítala eftir alvarlegt bílslys á laugardaginn en klippa þurfti framherjann út úr Ferrari-bifreið sinni. West Ham greindi svo frá því að hann hefði fótbrotnað í árekstrinum og í kjölfarið gengist undir vel heppnaða aðgerð á sjúkrahúsi, en búist er við því að hann verði að minnsta kosti heilt ár í burtu frá fótbolta. Soucek, líkt og fleiri liðsfélögum Antonio hjá West Ham, hefur verið mikið hugsað til Antonio síðustu daga og Tékkinn var staðráðinn í að skora fyrir þennan 34 ára fjögurra barna föður og vin sinn í gær: „Markið var fyrir hann. Ég sagði fyrir leikinn að ég þráði enn meira að skora í dag. Hann hefur verið hérna frá því að ég kom til félagsins – hann er í uppáhaldi hjá mér. Ég sagði að það yrði erfitt fyrir mig að spila án hans,“ sagði Soucek eftir sigurinn í gærkvöld. Soucek hélt uppi níu fingrum þegar hann skoraði í gær, til að heiðra Antonio sem klæðist treyju númer 9. Jarrod Bowen, sem skoraði sigurmark West Ham, hélt svo á lofti treyju framherjans. „Ég er ánægður með að það sé í lagi með hann, en þetta var fyrir hann. Hann er svakalegur leikmaður og hann er í hjarta mér,“ sagði Soucek sem stóð ekki á sama þegar hann sá fyrstu fréttir af bílslysinu. „Brosti til okkar og óskaði okkur alls hins besta“ „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur. Ég var með krökkunum mínum þegar ég sá þessar upplýsingar í símanum. Ég sendi skilaboð á alla til að spyrja hvað hefði gerst og hvernig honum liði. Ég var svo hræddur um hvað yrði um hann. Þetta var mjög erfið vika fyrir hann, fjölskyldu hans og okkur. En við áttum myndsímtal við hann, allt liðið, fyrir leikinn. Hann brosti til okkar og óskaði okkur alls hins besta. Ég get ekki beðið eftir því að fá að heimsækja hann. Hann er yndislegur náungi og líka skemmtilegur. Hann sagði meira að segja nokkra brandara og óskaði okkur alls hins besta,“ sagði Soucek. Antonio, sem leikur einnig með landsliði Jamaíku, er markahæsti leikmaður í sögu West Ham í ensku úrvalsdeildinni, með 68 mörk í 268 leikjum. „Hann er líklega einn besti leikmaður sem West Ham hefur átt. Hann verður bráðum aftur með okkur. Svona lagað getur gerst en vonandi líður honum enn betur sem fyrst,“ sagði Soucek.
Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti