Enski boltinn

Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Enzo Fernandez var á góðri leið með að fara úr treyjunni sinni þegar Nicolas Jackson kom aðvífandi og tókst að toga treyjuna hans aftur niður.
Enzo Fernandez var á góðri leið með að fara úr treyjunni sinni þegar Nicolas Jackson kom aðvífandi og tókst að toga treyjuna hans aftur niður. Getty/Shaun Botterill/

Nicolas Jackson aðstoðaði liðsfélaga sinn með óvenjulegum hætti í 4-3 sigri Chelsea á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Það er nefnilega Jackson að þakka að Enzo Fernandez fékk ekki gula spjaldið þegar hann kom Chelsea yfir í leiknum.

Chelsea lenti 2-0 undir á fyrstu ellefu mínútum leiksins en hafði jafnað metin í 2-2 þegar þarna var komið við sögu.

Jöfnunarmarkið skoraði Carlton Palmer út vítaspyrnu á 61. mínútu og tólf mínútum síðar skoraði Fernandez síðan eftir undirbúning Palmer.

Chelsea hafði náð að snúa leiknum með þremur mörkum í röð og því full ástæða til að fagna því.

Fernandez fagnaði marki sínu því vel og hann ætlaði að rífa sig úr að ofan í æsingnum. Það hefði auðvitað kostað hann gult spjald.

Jackson var hins vegar fljótur að hugsa og togaði treyju Argentínumannsins aftur niður.

Fernandez hætti þá við að fara úr að ofan og fagnaði marki sínu í treyjunni. Með því slapp hann við gula spjaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×