Mari sló met í eggheimtu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. desember 2024 14:21 Mari og Njörður vonast til þess að geta eignast barn á nýju ári. Aðsend „Ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki,“ segir ofurhlauparinn Mari Järsk en hún og kærastinn hennar Njörður Lúðvíksson, eða Njöddi eins og hún kallar hann, eru að reyna að eignast barn og hefur Mari sagt opinskátt frá ferlinu á samfélagsmiðlum sínum. Blaðamaður ræddi við Mari sem er nýkomin úr eggheimtu og vonast til að geta orðið þunguð í lok janúar. „Ég hef aldrei verið á neinni getnaðarvörn en hef aldrei verið ólétt. Ég hef samt verið með mjög frjóum mönnum sem eiga fullt af börnum þannig að ég áttaði mig mjög snemma á því að það væri ekkert að gerast hjá mér og að það yrði erfitt fyrir mig að verða ólétt. Við Njöddi reyndum fyrir ári síðan að fara á lyf fyrir egglosi en það gerðist ekki neitt. Ég vildi því bara fara lóðbeint í málið og fara í eggheimtu í staðinn fyrir að reyna eitthvað annað.“ Mari segir sömuleiðis að það sé ekki mikið annað í boði og hún hafi því ákveðið að kýla á þetta. „Það er um þriðjungur kvenna með óútskýrða ófrjósemi og þetta er bara svona. Það fara svo margir þessa leið.“ View this post on Instagram A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk) Hún segir þetta ekki neitt feimnismál og að hún hafi ekki þurft að ofhugsa það að deila þessu með fylgjendum sínum. „Njödda var eiginlega alveg sama að ég deildi þessu. Til að byrja með spurði ég hann hvort honum væri sama og hann sagði bara að það væri í mínum höndum, hann var aðallega að hafa áhyggjur af mér, svona eins og restin af þjóðinni. Málið er að ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki. Við tókum ákvörðun um að ganga ágætlega langt. Þú veist, viðkvæmt og ekki viðkvæmt, auðvitað er pirrandi að vera í þessu og þetta er ekkert ógeðslega gaman. En hingað til hefur þetta verið auðveldara en ég bjóst við og hafði heyrt af. Ég er auðvitað rétt byrjuð þannig séð, eggheimtan er búin og við getum ekkert gert fyrr en í lok janúar. Þar sem ég var með oförvun þá verður þetta ekki sett upp fyrr en þá, ef allt gengur upp. Læknirinn sagði bara það hefur enginn verið með jafn mörg egg og þú, það voru 23 egg sem er ógeðslega mikið,“ segir Mari kímin og bætir við: „Það þýðir samt ekki að þau frjóvgist frekar, þetta kemur allt saman í ljós.“ Mari ætlar svo að taka því rólega í dag. „Ég ætlaði í vinnuna en fattaði ekki að það gengur auðvitað ekki upp,“ segir hún og hlær. „Þannig að já, ég ætla að vera róleg í dag.“ Heilsa Ástin og lífið Frjósemi Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira
Blaðamaður ræddi við Mari sem er nýkomin úr eggheimtu og vonast til að geta orðið þunguð í lok janúar. „Ég hef aldrei verið á neinni getnaðarvörn en hef aldrei verið ólétt. Ég hef samt verið með mjög frjóum mönnum sem eiga fullt af börnum þannig að ég áttaði mig mjög snemma á því að það væri ekkert að gerast hjá mér og að það yrði erfitt fyrir mig að verða ólétt. Við Njöddi reyndum fyrir ári síðan að fara á lyf fyrir egglosi en það gerðist ekki neitt. Ég vildi því bara fara lóðbeint í málið og fara í eggheimtu í staðinn fyrir að reyna eitthvað annað.“ Mari segir sömuleiðis að það sé ekki mikið annað í boði og hún hafi því ákveðið að kýla á þetta. „Það er um þriðjungur kvenna með óútskýrða ófrjósemi og þetta er bara svona. Það fara svo margir þessa leið.“ View this post on Instagram A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk) Hún segir þetta ekki neitt feimnismál og að hún hafi ekki þurft að ofhugsa það að deila þessu með fylgjendum sínum. „Njödda var eiginlega alveg sama að ég deildi þessu. Til að byrja með spurði ég hann hvort honum væri sama og hann sagði bara að það væri í mínum höndum, hann var aðallega að hafa áhyggjur af mér, svona eins og restin af þjóðinni. Málið er að ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki. Við tókum ákvörðun um að ganga ágætlega langt. Þú veist, viðkvæmt og ekki viðkvæmt, auðvitað er pirrandi að vera í þessu og þetta er ekkert ógeðslega gaman. En hingað til hefur þetta verið auðveldara en ég bjóst við og hafði heyrt af. Ég er auðvitað rétt byrjuð þannig séð, eggheimtan er búin og við getum ekkert gert fyrr en í lok janúar. Þar sem ég var með oförvun þá verður þetta ekki sett upp fyrr en þá, ef allt gengur upp. Læknirinn sagði bara það hefur enginn verið með jafn mörg egg og þú, það voru 23 egg sem er ógeðslega mikið,“ segir Mari kímin og bætir við: „Það þýðir samt ekki að þau frjóvgist frekar, þetta kemur allt saman í ljós.“ Mari ætlar svo að taka því rólega í dag. „Ég ætlaði í vinnuna en fattaði ekki að það gengur auðvitað ekki upp,“ segir hún og hlær. „Þannig að já, ég ætla að vera róleg í dag.“
Heilsa Ástin og lífið Frjósemi Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira