Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 07:32 Það gekk mun betur hjá Chelsea eftir að Marc Cucurella fór í þessa skó. Getty/Marc Atkins Spánverjinn Marc Cucurella rann tvisvar með ansi klaufalegum hætti í leik Chelsea og Tottenham í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, og ætlar aldrei að nota sömu takkaskó aftur. Cucurella notaði skóna aðeins fyrstu tólf mínútur leiksins en eftir að hafa runnið til í annað sinn, sem leiddi til þess að Tottenham komst í 2-0, hljóp hann strax út fyrir völlinn og skipti um skó. Bæði mörk Tottenham höfðu komið eftir að Cucurella rann til, en eftir að hann fór í aðra skó gekk Chelsea betur og liðið endaði á að vinna 4-3 sigur í stórskemmtilegum leik. Cucurella átti meðal annars sendinguna á Jadon Sancho sem skoraði fyrsta mark Chelsea með frábærum hætti. Myndin fjarlægð Cucurella birti mynd á samfélagsmiðlum eftir leikinn þar sem sjá mátti að skórnir sem hann hóf leikinn í voru komnir ofan í ruslaflötu. Bakvörðurinn beitti einnig orðagríni og skrifaði: „Þessi rann [e. slipped] okkur næstum því úr greipum. En ég er stoltur af þessari mögnuðu liðsframmistöðu til að snúa stöðunni okkur í hag.“ Myndin af skónum í ruslatunnunni var hins vegar fljótt fjarlægð úr Instastory hjá Cucurella, enda sjálfsagt ekki beinlínis góð auglýsing fyrir Puma, framleiðanda skónna sem Cucurella notar. 🗑️👟 Cucurella on Instagram: “Sorry, Blues!”. pic.twitter.com/DJ4aApL0xv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2024 Cole Palmer skoraði úr tveimur vítaspyrnum og Enzo Fernández skoraði sitt þriðja mark í fjórum síðustu leikjum, áður en Son Heung-min minnkaði muninn í blálokin. Chelsea hefur þar með unnið fimm leiki í röð, ef horft er á allar keppnir, og ekki tapað í síðustu sjö deildarleikjum, eða síðan liðið tapaði 2-1 gegn Liverpool á Anfield. Chelsea er nú í 2. sæti deildarinnar með 31 stig, fjórum stigum á eftir Liverpool sem á leik sinn við Everton til góða eftir að honum var frestað um helgina. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Sjá meira
Cucurella notaði skóna aðeins fyrstu tólf mínútur leiksins en eftir að hafa runnið til í annað sinn, sem leiddi til þess að Tottenham komst í 2-0, hljóp hann strax út fyrir völlinn og skipti um skó. Bæði mörk Tottenham höfðu komið eftir að Cucurella rann til, en eftir að hann fór í aðra skó gekk Chelsea betur og liðið endaði á að vinna 4-3 sigur í stórskemmtilegum leik. Cucurella átti meðal annars sendinguna á Jadon Sancho sem skoraði fyrsta mark Chelsea með frábærum hætti. Myndin fjarlægð Cucurella birti mynd á samfélagsmiðlum eftir leikinn þar sem sjá mátti að skórnir sem hann hóf leikinn í voru komnir ofan í ruslaflötu. Bakvörðurinn beitti einnig orðagríni og skrifaði: „Þessi rann [e. slipped] okkur næstum því úr greipum. En ég er stoltur af þessari mögnuðu liðsframmistöðu til að snúa stöðunni okkur í hag.“ Myndin af skónum í ruslatunnunni var hins vegar fljótt fjarlægð úr Instastory hjá Cucurella, enda sjálfsagt ekki beinlínis góð auglýsing fyrir Puma, framleiðanda skónna sem Cucurella notar. 🗑️👟 Cucurella on Instagram: “Sorry, Blues!”. pic.twitter.com/DJ4aApL0xv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2024 Cole Palmer skoraði úr tveimur vítaspyrnum og Enzo Fernández skoraði sitt þriðja mark í fjórum síðustu leikjum, áður en Son Heung-min minnkaði muninn í blálokin. Chelsea hefur þar með unnið fimm leiki í röð, ef horft er á allar keppnir, og ekki tapað í síðustu sjö deildarleikjum, eða síðan liðið tapaði 2-1 gegn Liverpool á Anfield. Chelsea er nú í 2. sæti deildarinnar með 31 stig, fjórum stigum á eftir Liverpool sem á leik sinn við Everton til góða eftir að honum var frestað um helgina.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Sjá meira