„Kane minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. desember 2024 22:14 Finnur Freyr Stefánsson var ánægður eftir leik Vísir/Pawel Valur vann ellefu stiga sigur gegn Grindavík 88-77. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með að hafa komist áfram í bikarnum. „Við vorum líkari sjálfum okkur en oft áður. Eftir að Adam Ramstedt kom í liðið þá lítum við út eins og körfuboltalið. Við gerðum vel í að halda plani og einbeitingu allan tímann, “ sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leik. Finnur var ánægður með vörn Vals sem gerði það að verkum að Grindavík gerði ekki stig í tæplega sex mínútur. „Mér fannst við gera vel á þessum kafla. Það var ekki eitthvað eitt sem við vorum að gera vel heldur vorum við að stýra þeim á þá staði sem við vildum fá þá á. Strákarnir lögðu mikið á sig og voru að spila fyrir hvorn annan.“ „Mér fannst þessi leikur mikið fram og til baka. Það var ekki hægt að áætla eitt augnablik í þessum leik en mér fannst þó stórt augnablik þegar Sherif Ali Kenney stal boltanum og stöðvaði hraðaupphlaup og það drap leikinn.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir og úrslitin ráðin leit út fyrir að Grindvíkingar væru að fara að drippla leikinn út enda leikur í VÍS bikarnum en þá fór Deandre Kane í sniðskot þegar að allir voru hættir sem pirraði marga Valsmenn enda óheiðarlegt en Finnur gaf þó lítið fyrir það. „Við vitum hvernig Kane er og hann er skemmtilegur karakter. Það er gaman af þessu og hann minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson. Hann er aðeins beittari útgáfa af honum en hann er skemmtilegur karakter sem litar leikinn og ég hef mjög gaman af honum og hef átt góð samskipti við hann að undanförnu og hann var eðlilega fúll að hafa tapað.“ Finnur var afar ánægður með nýjasta leikmann Vals Adam Ramstedt sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld. „Hann gerði ótrúlega vel miðað við tvær æfingar. Þetta er leikmaður sem kann körfubolta og kann sitt hlutverk og hann á eftir að komast betur inn í þetta og ég á eftir að læra á hann líka. Hann hitti strákana á föstudagskvöldið og hann er búinn að þekkja þá í 48 klukkutíma.“ Eru frekari breytingar í vændum hjá Val? „Ekki að svo stöddu,“ sagði Finnur að lokum Valur VÍS-bikarinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Sjá meira
„Við vorum líkari sjálfum okkur en oft áður. Eftir að Adam Ramstedt kom í liðið þá lítum við út eins og körfuboltalið. Við gerðum vel í að halda plani og einbeitingu allan tímann, “ sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leik. Finnur var ánægður með vörn Vals sem gerði það að verkum að Grindavík gerði ekki stig í tæplega sex mínútur. „Mér fannst við gera vel á þessum kafla. Það var ekki eitthvað eitt sem við vorum að gera vel heldur vorum við að stýra þeim á þá staði sem við vildum fá þá á. Strákarnir lögðu mikið á sig og voru að spila fyrir hvorn annan.“ „Mér fannst þessi leikur mikið fram og til baka. Það var ekki hægt að áætla eitt augnablik í þessum leik en mér fannst þó stórt augnablik þegar Sherif Ali Kenney stal boltanum og stöðvaði hraðaupphlaup og það drap leikinn.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir og úrslitin ráðin leit út fyrir að Grindvíkingar væru að fara að drippla leikinn út enda leikur í VÍS bikarnum en þá fór Deandre Kane í sniðskot þegar að allir voru hættir sem pirraði marga Valsmenn enda óheiðarlegt en Finnur gaf þó lítið fyrir það. „Við vitum hvernig Kane er og hann er skemmtilegur karakter. Það er gaman af þessu og hann minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson. Hann er aðeins beittari útgáfa af honum en hann er skemmtilegur karakter sem litar leikinn og ég hef mjög gaman af honum og hef átt góð samskipti við hann að undanförnu og hann var eðlilega fúll að hafa tapað.“ Finnur var afar ánægður með nýjasta leikmann Vals Adam Ramstedt sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld. „Hann gerði ótrúlega vel miðað við tvær æfingar. Þetta er leikmaður sem kann körfubolta og kann sitt hlutverk og hann á eftir að komast betur inn í þetta og ég á eftir að læra á hann líka. Hann hitti strákana á föstudagskvöldið og hann er búinn að þekkja þá í 48 klukkutíma.“ Eru frekari breytingar í vændum hjá Val? „Ekki að svo stöddu,“ sagði Finnur að lokum
Valur VÍS-bikarinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Sjá meira