Fréttastofa BBC greinir frá.
Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa verið í stórsókn undanfarna daga. Á föstudaginn ráku þeir stjórnar Assad og aðrar sveitir hliðhollar forsetanum frá borginni Hama sem er ein af stærri borgum landsins. Nú gera þeir tilraun til að sölsa höfuðborgina undir sig.
Heimildamaður BBC innan stjórnkerfi Bandaríkjanna segir hvert úthverfið á eftir öðru falli með hraða í hendur uppreisnarmanna. Ráðamenn í Sýrlandi hafa lýst því yfir að öflugar varnir séu til staðar við Damaskus til að brjóta sókn uppreisnarmanna á bak aftur.
Sýrlensk stjórnvöld og uppreisnarmenn hafa gefið út misvísandi upplýsingar um gang borgarastríðsins. Uppreisnarmenn eru að auki að ná völdum á borginni Homs sem er sögð lykilborg í átökunum. Fréttamaður BBC á vettvangi segir Assad vera í miklum vandræðum ef vígamenn ná þar stjórn.
Fréttastofa Reuters greinir frá því að hluti herliðs Assads sé nú búið að yfirgefa Homs. Sjónarvottar lýsa því hvernig margir brynvarðir bílar hafa ekið út úr borginni. Vígamenn hafa nú þegar náð völdum á borginni Aleppo.
Orðrómur spratt upp um að forsetinn hefði lagt á flótta en talsmaður Assad vísaði því alfarið á bug. Mikill ótti og ringulreið hefur gripið um sig í Damaskus að sögn sjónarvotta. Mótmælendur í einu úthverfinu felldu niður styttu af föður Assad fyrr í dag. Faðir Assad var áður við völd í ríkinu.