„Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. desember 2024 15:51 Hannes Þór Halldórsson á æfingu með íslenska landsliðinu í fótbolta árið 2018 ásamt liðsfélaganum Rúriki Gíslasyni. Vísir/Vilhelm Leikstjórinn Hannes Þór Halldórsson segir svo gott sem alla sem komu að sjónvarpsþáttunum Iceguys í upphafi hafa haft miklar efasemdir um verkefnið. Hann hafi sjálfur verið efins, handritshöfundurinn Sóli Hólm haft sínar efasemdir og forráðamenn Símans sömuleiðis. Hannes þurfti auk þess að heyra sjálfur í Rúriki Gíslasyni og sannfæra hann um verkefnið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í kvikmynda- og sjónvarpshlaðvarpinu Tveir á toppnum þar sem Hannes er gestur. Hannes er einn öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins en hann stendur að baki tveimur vinsælustu þáttum landsins þessa dagana, þáttunum um strákasveitina Iceguys og Bannað að hlæja með Auðunni Blöndal. Curb your enthusiasm og Klovn meðal fyrirmynda Hannes segir frá því í hlaðvarpsþættinum hvernig Jón Jónsson hafi haft samband við hann í fyrra og spurt hvort hann væri til í að gera tónlistarmyndband með honum fyrir sumarið. Í bígerð var að fá með þá Herra Hnetusmjör, Aron Can og bróður Jóns Friðrik Dórs auk Rúriks Gíslasonar fyrrverandi landsliðsmann og dansstjörnu. Jón hafi beðið Hannes um að heyra í sínum fyrrum liðsfélaga í íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu. „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ spyr hann. Ég hringdi í Rúrik og hjálpaði þeim eitthvað við að sannfæra hann um þetta og reyndi að peppa þetta. Svo kom næsta símtal frá þeim og þá var þetta svona: „Heyrðu Rúrik er að hitna en það kom hérna upp hugmynd, ef við ætlum að gera þetta, eigum við að stækka þetta og gera eitthvað í kringum þetta?“ Hannes segist þá hafa tekið við boltanum. Hann hafi verið með gamla hugmynd ofan í skúffu að heimildarþáttum. Hann hafi lengi verið aðdáandi þátta líkt og Curb your enthusiasm og Klovn þar sem þekktir einstaklingar leika sjálfa sig og gera grín að sér í leiknum seríum. Hannes segist þá hafa ákveðið að máta þetta við strákana sem þá áttu eftir að mynda Iceguys. Allir efins „Ég hringdi í Sóla og bar þetta undir hann. Hann var mjög efins, það voru allir mjög efins með þetta og við höfðum bara viku til þess að setja þetta saman í einhverri algjörri stemningu, af því að Síminn gaf síðan grænt ljós á þetta eiginlega á fyrsta fundi,“ útskýrir Hannes sem segist sérstaklega þakklátur Birki Ágústssyni sjónvarpsstjóra Símans. „Af því að ég veit að það var ekki einhugur með þetta, af því að við komum þarna inn með ekkert. Þetta var bara: „Þetta eru nöfnin, þetta er pælingin, gera einhverskonar þætti um þetta, búa til concept í kringum þetta,“ segir Hannes. Hann segist hreyknastur af því hvað þetta hafi gengið langt, þeir hafi raunverulega stofnað bandið sem síðan hafi sprungið út en eins og alþjóð veit seldi sveitin nítján þúsund miða á jólatónleika nú í desember. „Þetta náttúrulega sprakk út með einhverjum ævintýralegum hætti sem okkur óraði ekki fyrir og ég var mjög óviss með þetta þegar við lögðum af stað. Þá var ég með hugmyndir um allt annað og plön sem eru svo sem ennþá í gangi en ég var allavega ekki að fara að gera einhverja sjónvarpsþætti sem heita Iceguys um eitthvað boyband.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hannes Þór ætlar sér stóra hluti með Atlavík Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri og fyrrverandi markmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur stofnað nýtt framleiðslufyrirtæki ásamt félögum sínum. Hann segir fyrirtækið vera með mörg járn í eldinum og vinna nú að þáttum fyrir Stöð 2, RÚV og Sjónvarp Símans. 24. ágúst 2023 16:57 Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið saman á Spáni en liðið mætir þar Kanada og Danmörku í tveimur vináttulandsleikjum á næstu dögum. 28. nóvember 2024 08:00 „Margir halda að þetta sé Eyes guys út af augunum í Rúrik“ „Ég er fyrrverandi knattspyrnumaður og mig langaði að upplifa liðsheild, maður þurfti kannski faðm til að leita í,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og guðfaðir strákabandsins IceGuys, eins og hann orðar það. 23. ágúst 2023 15:56 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í kvikmynda- og sjónvarpshlaðvarpinu Tveir á toppnum þar sem Hannes er gestur. Hannes er einn öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins en hann stendur að baki tveimur vinsælustu þáttum landsins þessa dagana, þáttunum um strákasveitina Iceguys og Bannað að hlæja með Auðunni Blöndal. Curb your enthusiasm og Klovn meðal fyrirmynda Hannes segir frá því í hlaðvarpsþættinum hvernig Jón Jónsson hafi haft samband við hann í fyrra og spurt hvort hann væri til í að gera tónlistarmyndband með honum fyrir sumarið. Í bígerð var að fá með þá Herra Hnetusmjör, Aron Can og bróður Jóns Friðrik Dórs auk Rúriks Gíslasonar fyrrverandi landsliðsmann og dansstjörnu. Jón hafi beðið Hannes um að heyra í sínum fyrrum liðsfélaga í íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu. „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ spyr hann. Ég hringdi í Rúrik og hjálpaði þeim eitthvað við að sannfæra hann um þetta og reyndi að peppa þetta. Svo kom næsta símtal frá þeim og þá var þetta svona: „Heyrðu Rúrik er að hitna en það kom hérna upp hugmynd, ef við ætlum að gera þetta, eigum við að stækka þetta og gera eitthvað í kringum þetta?“ Hannes segist þá hafa tekið við boltanum. Hann hafi verið með gamla hugmynd ofan í skúffu að heimildarþáttum. Hann hafi lengi verið aðdáandi þátta líkt og Curb your enthusiasm og Klovn þar sem þekktir einstaklingar leika sjálfa sig og gera grín að sér í leiknum seríum. Hannes segist þá hafa ákveðið að máta þetta við strákana sem þá áttu eftir að mynda Iceguys. Allir efins „Ég hringdi í Sóla og bar þetta undir hann. Hann var mjög efins, það voru allir mjög efins með þetta og við höfðum bara viku til þess að setja þetta saman í einhverri algjörri stemningu, af því að Síminn gaf síðan grænt ljós á þetta eiginlega á fyrsta fundi,“ útskýrir Hannes sem segist sérstaklega þakklátur Birki Ágústssyni sjónvarpsstjóra Símans. „Af því að ég veit að það var ekki einhugur með þetta, af því að við komum þarna inn með ekkert. Þetta var bara: „Þetta eru nöfnin, þetta er pælingin, gera einhverskonar þætti um þetta, búa til concept í kringum þetta,“ segir Hannes. Hann segist hreyknastur af því hvað þetta hafi gengið langt, þeir hafi raunverulega stofnað bandið sem síðan hafi sprungið út en eins og alþjóð veit seldi sveitin nítján þúsund miða á jólatónleika nú í desember. „Þetta náttúrulega sprakk út með einhverjum ævintýralegum hætti sem okkur óraði ekki fyrir og ég var mjög óviss með þetta þegar við lögðum af stað. Þá var ég með hugmyndir um allt annað og plön sem eru svo sem ennþá í gangi en ég var allavega ekki að fara að gera einhverja sjónvarpsþætti sem heita Iceguys um eitthvað boyband.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hannes Þór ætlar sér stóra hluti með Atlavík Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri og fyrrverandi markmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur stofnað nýtt framleiðslufyrirtæki ásamt félögum sínum. Hann segir fyrirtækið vera með mörg járn í eldinum og vinna nú að þáttum fyrir Stöð 2, RÚV og Sjónvarp Símans. 24. ágúst 2023 16:57 Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið saman á Spáni en liðið mætir þar Kanada og Danmörku í tveimur vináttulandsleikjum á næstu dögum. 28. nóvember 2024 08:00 „Margir halda að þetta sé Eyes guys út af augunum í Rúrik“ „Ég er fyrrverandi knattspyrnumaður og mig langaði að upplifa liðsheild, maður þurfti kannski faðm til að leita í,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og guðfaðir strákabandsins IceGuys, eins og hann orðar það. 23. ágúst 2023 15:56 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hannes Þór ætlar sér stóra hluti með Atlavík Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri og fyrrverandi markmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur stofnað nýtt framleiðslufyrirtæki ásamt félögum sínum. Hann segir fyrirtækið vera með mörg járn í eldinum og vinna nú að þáttum fyrir Stöð 2, RÚV og Sjónvarp Símans. 24. ágúst 2023 16:57
Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið saman á Spáni en liðið mætir þar Kanada og Danmörku í tveimur vináttulandsleikjum á næstu dögum. 28. nóvember 2024 08:00
„Margir halda að þetta sé Eyes guys út af augunum í Rúrik“ „Ég er fyrrverandi knattspyrnumaður og mig langaði að upplifa liðsheild, maður þurfti kannski faðm til að leita í,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og guðfaðir strákabandsins IceGuys, eins og hann orðar það. 23. ágúst 2023 15:56