Glódís í 41. sæti í heiminum Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2024 13:48 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern München. Getty/Boris Streubel Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, hefur bætt rós í hnappagat sitt. Eftir að hafa verið tilnefnd til Gullboltans í haust, fyrst Íslendinga, er hún nú í 41. sæti lista The Guardian yfir bestu fótboltakonur í öllum heiminum. Rétt eins og í kjörinu til Gullboltans er Glódís ein af bestu varnarmönnunum á lista The Guardian, sem birtur er árlega. Í umsögn um hana segir að meðlimir dómnefndar þekki vel uppgang Glódísar sem hafi með síðustu leiktíð haldið áfram að stimpla sig sem einn besta miðvörð Evrópu. Á það er bent að frammistaða hennar hafi skilað henni óvæntri tilnefning til Gullboltans, þar sem hún var önnur aðeins tveggja miðvarða sem tilnefndar voru, auk þess sem vitnað er í viðtal við hana á Vísi frá því þegar hún var tilnefnd. The Guardian birtir árlega lista yfir hundrað bestu knattspyrnukonur heims en á eftir að segja frá því hverjar eru í efstu tíu sætunum að þessu sinni. Ef horft er til listans frá 10.-41. sætis þá er Glódís efsti miðvörðurinn. Fjórir varnarmenn eru fyrir ofan hana en þær eru allar bakverðir; Lucy Bronze í 24. sæti, Giulia Gwinn í 26. sæti, Ona Batlle í 31. sæti og Fridolina Rolfö í 39. sæti. Gwinn er einmitt liðsfélagi Glódísar hjá Bayern og spilar einnig sem hægri bakvörður þýska landsliðsins. Glódís varð í 22. sæti í kjörinu til Gullboltans og efst miðvarða. Aðeins þær Gwinn og Bronze urðu ofar af varnarmönnum í því kjöri. Alls tóku 99 manns þátt í kjöri The Guardian en þar á meðal eru þjálfarar, fyrrverandi leikmenn og fjölmiðlamenn. Enginn Íslendingur er í þessum hópi en þess má þó geta að Julie Nelson, leikjahæsta landsliðskona Norður-Írlands frá upphafi, er í hópnum en hún lék á sínum tíma með ÍBV í tvö tímabil. Fótbolti Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira
Rétt eins og í kjörinu til Gullboltans er Glódís ein af bestu varnarmönnunum á lista The Guardian, sem birtur er árlega. Í umsögn um hana segir að meðlimir dómnefndar þekki vel uppgang Glódísar sem hafi með síðustu leiktíð haldið áfram að stimpla sig sem einn besta miðvörð Evrópu. Á það er bent að frammistaða hennar hafi skilað henni óvæntri tilnefning til Gullboltans, þar sem hún var önnur aðeins tveggja miðvarða sem tilnefndar voru, auk þess sem vitnað er í viðtal við hana á Vísi frá því þegar hún var tilnefnd. The Guardian birtir árlega lista yfir hundrað bestu knattspyrnukonur heims en á eftir að segja frá því hverjar eru í efstu tíu sætunum að þessu sinni. Ef horft er til listans frá 10.-41. sætis þá er Glódís efsti miðvörðurinn. Fjórir varnarmenn eru fyrir ofan hana en þær eru allar bakverðir; Lucy Bronze í 24. sæti, Giulia Gwinn í 26. sæti, Ona Batlle í 31. sæti og Fridolina Rolfö í 39. sæti. Gwinn er einmitt liðsfélagi Glódísar hjá Bayern og spilar einnig sem hægri bakvörður þýska landsliðsins. Glódís varð í 22. sæti í kjörinu til Gullboltans og efst miðvarða. Aðeins þær Gwinn og Bronze urðu ofar af varnarmönnum í því kjöri. Alls tóku 99 manns þátt í kjöri The Guardian en þar á meðal eru þjálfarar, fyrrverandi leikmenn og fjölmiðlamenn. Enginn Íslendingur er í þessum hópi en þess má þó geta að Julie Nelson, leikjahæsta landsliðskona Norður-Írlands frá upphafi, er í hópnum en hún lék á sínum tíma með ÍBV í tvö tímabil.
Fótbolti Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira