Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2024 20:00 Vigdís og Villi syngja dúett og í bígerð er óútgefið tónlistarmyndband. Einn þekktasti leikari og grínisti landsins Vilhelm Neto hefur breytt einu af sínu uppáhalds popplögum frá Japan í íslenskt jólalag ásamt söngkonunni og leikkonunni Vigdísi Hafliðadóttur. Vilhelm sem alltaf er kallaður Villi segist sitja á fleiri erlendum lögum sem hann er handviss um að myndu sóma sér vel sem jólalög. „Það er stundum sem maður heyrir erlent lag og maður hugsar bara strax: „Þetta er íslenskt jólalag!“ Og dúettinn með þeim Tatsuro Yamashita og Melissa Manchester er eitt þeirra,“ segir Villi í samtali við Vísi. Lag þeirra Vigdísar heitir Hleyptu ljósi inn og þar syngja þau bæði líkt og Yamashita og Manchester í lagi sem óneitanlega er afar jólalegt. En hvernig heyrði Villi lagið í fyrsta sinn? „Ég sá einhvern tímann viðtal á RÚV við Íslending í Japan sem talaði um Tatsuro og bara þessi litli hljóðbútur sem ég heyrði gerði mig ótrúlega forvitinn. Ég prófaði að hlusta á hann og þetta var eiginlega bara „ást við fyrstu hlustun,“ ef svo má segja,“ segir Villi hlæjandi. Síðan þá hefur hann keypt þó nokkra geisladiska með Tatsuro og verið diggur hlustandi jafnvel þó það hafi ekki alltaf verið dans á rósum að hlusta á tónlistina alla leið frá Japan. Sjálfur segist Villi vera mikill popp maður, sérstaklega lögum frá níunda áratugnum. Þar séu japönsk lög í sérflokki. „Þetta var svo ótrúlega þétt ballaða að ég bara varð að útfæra þetta á íslensku.“ Aldrei verið hægt án Vigdísar Villi segist fyrst og fremst þakklátur vinkonu sinni Vigdísi fyrir að hafa verið til. Hún hafi ekki þurft að hugsa sig tvisvar um, Villa til mikillar gleði en þau hafa sopið ýmsa fjöruna saman, meðal annars gert ferðaþættina Villi og Vigdís og veröldin öll þar sem þau ferðuðust til nokkurra eyja. „Það er eiginlega ótrúlegt að ég hafi náð að sameina krafta mína með Vigdísi, því þetta hefði aldrei verið hægt í þúsund ár án hennar,“ segir Villi hlæjandi. Hann segir tökur á laginu hafa gengið vel auk þess sem tónlistarmyndband er í bígerð. En er einhver boðskapur í laginu? „Þetta er lag um fólk sem elskar jólin en kannski aðeins of mikið eins og heyrist í laginu. Svo hafa margir spurt mig hvort þetta séu hjón að syngja? Eða systkini? Eða vinir? Og ég hef alltaf farið undan í flæmingi, við ætlum bara að leyfa fólki að finna út úr því sjálft!“ Villi segist vera mikið jólabarn, eiginlega meira en hann hafi áttað sig á. „Ég virðist einhvern veginn alltaf vera að gera jólalög. Ég gerði til dæmis jólalag með Væb og Ella Grill í fyrra, þannig ætli þetta verði ekki bara að árlegri hefð!“ Tónlist Jól Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Það er stundum sem maður heyrir erlent lag og maður hugsar bara strax: „Þetta er íslenskt jólalag!“ Og dúettinn með þeim Tatsuro Yamashita og Melissa Manchester er eitt þeirra,“ segir Villi í samtali við Vísi. Lag þeirra Vigdísar heitir Hleyptu ljósi inn og þar syngja þau bæði líkt og Yamashita og Manchester í lagi sem óneitanlega er afar jólalegt. En hvernig heyrði Villi lagið í fyrsta sinn? „Ég sá einhvern tímann viðtal á RÚV við Íslending í Japan sem talaði um Tatsuro og bara þessi litli hljóðbútur sem ég heyrði gerði mig ótrúlega forvitinn. Ég prófaði að hlusta á hann og þetta var eiginlega bara „ást við fyrstu hlustun,“ ef svo má segja,“ segir Villi hlæjandi. Síðan þá hefur hann keypt þó nokkra geisladiska með Tatsuro og verið diggur hlustandi jafnvel þó það hafi ekki alltaf verið dans á rósum að hlusta á tónlistina alla leið frá Japan. Sjálfur segist Villi vera mikill popp maður, sérstaklega lögum frá níunda áratugnum. Þar séu japönsk lög í sérflokki. „Þetta var svo ótrúlega þétt ballaða að ég bara varð að útfæra þetta á íslensku.“ Aldrei verið hægt án Vigdísar Villi segist fyrst og fremst þakklátur vinkonu sinni Vigdísi fyrir að hafa verið til. Hún hafi ekki þurft að hugsa sig tvisvar um, Villa til mikillar gleði en þau hafa sopið ýmsa fjöruna saman, meðal annars gert ferðaþættina Villi og Vigdís og veröldin öll þar sem þau ferðuðust til nokkurra eyja. „Það er eiginlega ótrúlegt að ég hafi náð að sameina krafta mína með Vigdísi, því þetta hefði aldrei verið hægt í þúsund ár án hennar,“ segir Villi hlæjandi. Hann segir tökur á laginu hafa gengið vel auk þess sem tónlistarmyndband er í bígerð. En er einhver boðskapur í laginu? „Þetta er lag um fólk sem elskar jólin en kannski aðeins of mikið eins og heyrist í laginu. Svo hafa margir spurt mig hvort þetta séu hjón að syngja? Eða systkini? Eða vinir? Og ég hef alltaf farið undan í flæmingi, við ætlum bara að leyfa fólki að finna út úr því sjálft!“ Villi segist vera mikið jólabarn, eiginlega meira en hann hafi áttað sig á. „Ég virðist einhvern veginn alltaf vera að gera jólalög. Ég gerði til dæmis jólalag með Væb og Ella Grill í fyrra, þannig ætli þetta verði ekki bara að árlegri hefð!“
Tónlist Jól Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira