Burrow gekk á dögunum frá kaupunum á Batman-bílnum og borgaði fyrir hann þrjár milljónir Bandaríkjadala. Það gera 413 milljónir íslenskra króna.
Þetta er sami bíllinn sem var notaður í kvikmyndum Christopher Nolan um Leðurblökumanninn en það eru myndirnar Batman Begins (2005), The Dark Knight (2008) og The Dark Knight Rises (2012).
Burrow verður þar með aðeins einn af tíu sem eiga eintak af þessum sjaldgæfa Batmobile.
Það er mikill kraftur í bílinn en hann býr meðal annars yfir 525 hestöflum.
Burrow sagði útherjunum sínum, Ja'Marr Chase og Tee Higgins, frá þessu í þáttunum 'Hard Knocks' á HBO.
„Hef ég sagt ykkur að ég keypti Batmobile? Ég fæ hann reyndar ekki fyrr en eftir ár,“ sagði Burrow við þá Chase og Higgins.
Burrow hefur alveg efni á þessu því það er aðeins einn leikstjórnandi í deildinni sem er launahærri en hann. Burrow fær 55 milljónir dollara í árslaun eða 7,6 milljarða króna.
Burrow er annars mikill bílaáhugamaður og safnar lúxusbílum. Þessi passar því vel inn í safnið.
Þegar hann var spurður út í nýja bílinn sinn á blaðamannafundi þá vildi Burrow ekkert ræða kaupin sín eða útskýra þau.
"Have I told you I bought a BatMobile?" 😂 @JoeyB#HardKnocks In Season with the AFC North on @StreamOnMax pic.twitter.com/PxJJdDkhqx
— NFL (@NFL) December 4, 2024