Bryndís gekk í Salaskóla í Kópavogi og var bekkurinn sem er fyrir utan skólann málaður í hennar uppáhalds lit.

Efnt var til ljósagöngu við skólann þar sem starfsfólk, nemendur og foreldrar Bryndísar Klöru komu saman.
Bryndís Klara var aðeins sautján ára þegar hún lést. Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið hana hefur verið ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps, fyrir að hafa stungið tvö önnur ungmenni í sömu árás.