Upphæðin nemur hátt í 100.000 íslenskum krónum fyrir hvort félag, og má segja að hver snjóbolti hafi kostað 50.000 krónur.
Það flugu nefnilega tveir snjóboltar inn á völlinn frá stuðningsmönnum Norsjælland, og tveir frá stuðningsmönnum AGF, samkvæmt skýrslu eftirlitsmanns á leiknum, eða samtals fjórir snjóboltar.
Í skýrslunni er jafnframt tekið fram að snjóboltarnir hafi þó ekki haft áhrif á úrslit leiksins, sem Nordsjælland vann 1-0 á heimavelli sínum í Farum með marki í uppbótartíma.