Verið meiddur í fjögur og hálft ár Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2024 15:04 Luke Shaw hefur lítið getað spilað með Manchester United síðasta árið. Getty/Joe Prior Hinn 29 ára gamli Luke Shaw, varnarmaður Manchester United, er algjörlega miður sín eftir að hafa í enn eitt skiptið á sínum ferli meiðst. BBC hefur tekið saman hve lengi Shaw hefur verið frá keppni á sínum ferli. Fram að nýjustu meiðslum hans eru það 1.675 dagar, eða rúmlega fjögur og hálft ár. Shaw hóf atvinnumannsferil sinn hjá Southampton 16 ára gamall, árið 2012, en hefur síðan þá verið frá keppni á 75 mislöngum tímabilum. Í 61 skipti hefur það verið vegna meiðsla en 14 sinnum vegna veikinda. Since making his professional debut for Southampton as a 16-year-old in 2012, Luke Shaw has had 75 separate periods of absence. pic.twitter.com/RpPNhQ3d4X— Match of the Day (@BBCMOTD) December 5, 2024 Shaw opnaði sig um nýjustu meiðsli sín í vikunni og sagðist algjörlega niðurbrotinn. „Ég hef farið í gegnum margt á mínum ferli, með mörgum hæðum og mörgum lægðum, en þetta er án efa það erfiðasta sem ég hef lent í,“ skrifaði Shaw. Þetta skrifaði Shaw þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum ýmis erfið meiðsli á ferlinum sem meðal annars drógu verulega úr þátttöku hans á EM í sumar. Hann tvífótbrotnaði með skelfilegum hætti árið 2015 og var þá frá keppni í 305 daga. Shaw kom við sögu í 71% deildarleikja United á tímabilunum frá 2018-2023 en fráb yrjun síðasta tímabils hefur hann aðeins komið við sögu í 14 af 51 deildarleik liðsins, eða 18 af 73 leikjum í öllum keppnum. Hann hefur því misst af um þremur af hverjum fjórum leikjum síðustu sextán mánuði. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
BBC hefur tekið saman hve lengi Shaw hefur verið frá keppni á sínum ferli. Fram að nýjustu meiðslum hans eru það 1.675 dagar, eða rúmlega fjögur og hálft ár. Shaw hóf atvinnumannsferil sinn hjá Southampton 16 ára gamall, árið 2012, en hefur síðan þá verið frá keppni á 75 mislöngum tímabilum. Í 61 skipti hefur það verið vegna meiðsla en 14 sinnum vegna veikinda. Since making his professional debut for Southampton as a 16-year-old in 2012, Luke Shaw has had 75 separate periods of absence. pic.twitter.com/RpPNhQ3d4X— Match of the Day (@BBCMOTD) December 5, 2024 Shaw opnaði sig um nýjustu meiðsli sín í vikunni og sagðist algjörlega niðurbrotinn. „Ég hef farið í gegnum margt á mínum ferli, með mörgum hæðum og mörgum lægðum, en þetta er án efa það erfiðasta sem ég hef lent í,“ skrifaði Shaw. Þetta skrifaði Shaw þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum ýmis erfið meiðsli á ferlinum sem meðal annars drógu verulega úr þátttöku hans á EM í sumar. Hann tvífótbrotnaði með skelfilegum hætti árið 2015 og var þá frá keppni í 305 daga. Shaw kom við sögu í 71% deildarleikja United á tímabilunum frá 2018-2023 en fráb yrjun síðasta tímabils hefur hann aðeins komið við sögu í 14 af 51 deildarleik liðsins, eða 18 af 73 leikjum í öllum keppnum. Hann hefur því misst af um þremur af hverjum fjórum leikjum síðustu sextán mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira