Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 07:42 Hinn átján ára gamli Cole Campbell er kominn upp í aðallið Borussia Dortmund en þar hafa margir frábærir leikmenn skapað sér nafn í fótboltanum. Getty/Hendrik Deckers/ Íslenski-bandaríski knattspyrnumaðurinn Cole Campbell hefur mikla trú á sér og sínum hæfileikum. Hann hefur sett stefnuna hátt í framtíðinni. Svo hátt að hann fyrir sér að halda á Ballon d'Or styttunni áður en ferlinum lýkur. Þessi átján ára strákur lék með íslensku unglingalandsliðunum þar til á þessu ári þegar hann ákvað að velja Bandaríkin yfir Ísland. Síðan þá hefur strákurinn unnið sér sæti í aðalliði Dortmund og spilað sína fyrstu leiki í bæði þýsku Bundesligunni og í Meistaradeildinni. Það má hins vegar heyra á honum sjálfum í nýju viðtali að hann ætlar sér miklu stærri hluti á sínum ferli. Bandaríkjamenn binda miklar vonir til þess að hann verði næsta stjarna landsliðs þeirra en Bandaríkjamenn eru á heimavelli á HM eftir eitt og hálft ár, sumarið 2026. Móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin og varð einnig Íslandsmeistari með Breiðabliki. Faðir hans er Bandaríkjamaður. Cole skoraði tvö mörk í sjö leikjum fyrir íslensku unglingalandsliðin og spilaði bæði fyrir Breiðablik og FH í efstu deild á Íslandi þrátt fyrir mjög ungan aldur. Samfélagsmiðlar CBS Sports Golazo sýna brot úr viðtalinu við hinn sjálfsörugga bandaríska Íslending. „Í sambandi við sjálfstraustið mitt þá hef ég mikla trú á sjálfum mér og svo hef ég líka guð til að halla mér upp að þegar hlutirnir verða erfiðir. Það gefur mér styrk og þótt hlutirnir gangi ekki upp þá hef ég þessa miklu trú á sjálfum mér sama hvað aðrir segja eða hugsa,“ sagði Cole. „Út frá því sem ég hef lært á þessu síðasta ári og hvað ég hef vaxið mikið sem leikmaður og persóna á þeim tíma þá get ég varla ímyndað mér hvað ég get orðið miklu betri á næstu sex til sjö árum,“ sagði Cole. „Markmiðið mitt er að vinna Ballon d'Or og Meistaradeildina á mínum ferli. Þegar það tekst hjá mér þá verð ég mjög hamingjusamur,“ sagði Cole. Það má sjá myndbrotið með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Golazo America (@golazoamerica) Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira
Þessi átján ára strákur lék með íslensku unglingalandsliðunum þar til á þessu ári þegar hann ákvað að velja Bandaríkin yfir Ísland. Síðan þá hefur strákurinn unnið sér sæti í aðalliði Dortmund og spilað sína fyrstu leiki í bæði þýsku Bundesligunni og í Meistaradeildinni. Það má hins vegar heyra á honum sjálfum í nýju viðtali að hann ætlar sér miklu stærri hluti á sínum ferli. Bandaríkjamenn binda miklar vonir til þess að hann verði næsta stjarna landsliðs þeirra en Bandaríkjamenn eru á heimavelli á HM eftir eitt og hálft ár, sumarið 2026. Móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin og varð einnig Íslandsmeistari með Breiðabliki. Faðir hans er Bandaríkjamaður. Cole skoraði tvö mörk í sjö leikjum fyrir íslensku unglingalandsliðin og spilaði bæði fyrir Breiðablik og FH í efstu deild á Íslandi þrátt fyrir mjög ungan aldur. Samfélagsmiðlar CBS Sports Golazo sýna brot úr viðtalinu við hinn sjálfsörugga bandaríska Íslending. „Í sambandi við sjálfstraustið mitt þá hef ég mikla trú á sjálfum mér og svo hef ég líka guð til að halla mér upp að þegar hlutirnir verða erfiðir. Það gefur mér styrk og þótt hlutirnir gangi ekki upp þá hef ég þessa miklu trú á sjálfum mér sama hvað aðrir segja eða hugsa,“ sagði Cole. „Út frá því sem ég hef lært á þessu síðasta ári og hvað ég hef vaxið mikið sem leikmaður og persóna á þeim tíma þá get ég varla ímyndað mér hvað ég get orðið miklu betri á næstu sex til sjö árum,“ sagði Cole. „Markmiðið mitt er að vinna Ballon d'Or og Meistaradeildina á mínum ferli. Þegar það tekst hjá mér þá verð ég mjög hamingjusamur,“ sagði Cole. Það má sjá myndbrotið með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Golazo America (@golazoamerica)
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira