Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Lovísa Arnardóttir skrifar 4. desember 2024 21:57 Hildur Ýr Viðarsdóttir formaður Húseigendafélagsins segir fólk yfirleitt umbera of miklar skreytingar þar til í janúar. Aðsend Hildur Ýr Viðarsdóttir formaður Húseigendafélagsins segir að á þessum árstíma fjölgi alltaf fyrirspurnum til félagsins um skreytingar við hús. Fólk velti því fyrir sér hversu mikið megi skreyta og hvort eitthvað sé of mikið. Þá sé einnig kvartað yfir of miklum skreytingum og spurt um reglur um til dæmis samræmdar skreytingar og kostnað við skreytingarnar. Hildur Ýr fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir fólk mega skreyta eins og því lystir en það gildi ekki alveg það sama um séreignir og fjölbýli. Grein um sama efni birtist einnig á Vísi fyrr í dag. „Ef við tölum um sérbýlin má maður skreyta eins mikið og maður vill á meðan það skemmir ekki friðhelgi einkalífs nágrannana,“ segir Hildur. Séu ljósin til dæmis mjög björt, blikkandi og þeim fylgi hávaði geti það haft áhrifa. „Við höfum fengið kvartanir hjá fólki sem hefur kvartað yfir mikilli umferð til að skoða ljós hjá nágrönnunum. Það sé verið að troðast í garða til að sjá betur.“ Hún segir að yfirleitt leysist deilumálin í janúar þegar ljósin eru tekin niður. „Flestir umbera þetta þó þeir séu ekki sammála litsamsetningunni hjá nágrannanaum. Þá þolir fólk þetta í einhvern tíma. Það er ekkert verið að reyna á þetta fyrir kærunefnd eða dómstólum, þetta leysist yfirleitt, og kannski tekur því ekki. En það er alltaf eitthvað um þetta.“ Í Múlalind i Kópavogi er alltaf vel skreytt.Vísir/Vilhelm Skiptar skoðanir á reglum í fjölbýlishúsa Hún segir ágreiningsmál til dæmis hafa komið upp á húsfundum fjölbýlishúsa. Húsfélög geti sett reglur um skreytingar og það geti verið mjög skiptar skoðanir á þeim. „Það er meirihluti sem ræður, nema ef þetta á að vera gríðarlega ýkt með miklum ljósum og hávaða, þá þyrfti samþykki allra, en í grunninn þá er þetta meirihlutaákvörðun sem allir þurfa að hlíta.“ Hildur segir að þau hafi fengið til sín húseiganda sem hafi sem dæmi verið mótfallin slíkum reglum en það hafi ekki náð lengra en það. Hildur segir húsfélög ekki geta sett reglur um það hvernig fólk skreytir inni en það geti sett samræmdar reglur um skreytingar utan á húsinu. „Það eru margir sammála því að það sé fallegra að allir séu með eins í blokkinni en að allir séu með sitt á hvað. Þá verður maður að hlíta því þó maður sé ekki sammála því sem meirihlutinn ákveður.“ Það eru ekki allir sammála um það hvernig eigi að skreyta húsin. Eða hversu mikið.Vísir/Vilhelm Hitamál á húsfundi Hildur segir til dæmis framkvæmdastjóra húseigendafélagsins hafa verið að stýra húsfundi og þegar kom að síðasta liði fundarins, um jólaskreytingar, hafi allt farið í háaloft. „Það tók 40 mínútur að afgreiða þennan dagskrárlið,“ segir Hildur og að fólk á fundinum hafi verið mjög ósammála um hvernig og hversu mikið ætti að skreyta húsið. „En yfirleitt nær fólk saman eða þolir þetta ef það er ósammála og lætur þar við sitja.“ Líka kvartað yfir skötulyktinni Hildur segir að í desember sé einnig algengt að kvartað sé undan skötulykt og hávaða. „Það er enn skemmri tími sem fólk þarf að þola það, en við höfum oft fengið það inn á borð húseigendafélagsins,“ segir Hildur og að það sé mögulega efni í aðra grein. Það sé samt alltaf sama stef. Fólk megi gera í sinni eign allt sem trufli ekki aðra verulega í öðrum eignum. „Að láta skötulykt ilma í fjöleignarhúsinu í marga daga. Það eru skiptar skoðanir á því hvert þarna sé íbúðareigandi að ganga nærri friðhelgi einkalífs annarra í blokkinni með því að elda skötu hjá sér.“ Jól Húsnæðismál Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Jólahús á Selfossi myndað í gríð og erg Eitt glæsilegasta jólaskreyttahús landsins er við þjóðveg númer eitt, eða við Austurveg á Selfossi þar sem ekið er í gegnum bæjarfélagið. Eigandi hússins kippir sér ekki upp við það þó að húsið sé myndað í gríð og erg og segir í sama orðinu að hún vilji gera Selfoss að jólabæ Íslands. 23. desember 2023 20:30 Húmor í jólaskreytingum Brynju Myndlistarkonan Brynja Harðardóttir Tveiten er með mjög sérstakar jólaskreytingar heima hjá sér þar sem hún notar mikið gamla kassa og gamla hluti á einstaklega skemmtilegan hátt. 21. desember 2023 12:31 Jólaskreytingar utandyra gefa lífinu lit Hreinir Garðar er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í viðhaldi og snyrtingu garða á stór-höfuðborgarsvæðinu. 14. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Sjá meira
Hildur Ýr fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir fólk mega skreyta eins og því lystir en það gildi ekki alveg það sama um séreignir og fjölbýli. Grein um sama efni birtist einnig á Vísi fyrr í dag. „Ef við tölum um sérbýlin má maður skreyta eins mikið og maður vill á meðan það skemmir ekki friðhelgi einkalífs nágrannana,“ segir Hildur. Séu ljósin til dæmis mjög björt, blikkandi og þeim fylgi hávaði geti það haft áhrifa. „Við höfum fengið kvartanir hjá fólki sem hefur kvartað yfir mikilli umferð til að skoða ljós hjá nágrönnunum. Það sé verið að troðast í garða til að sjá betur.“ Hún segir að yfirleitt leysist deilumálin í janúar þegar ljósin eru tekin niður. „Flestir umbera þetta þó þeir séu ekki sammála litsamsetningunni hjá nágrannanaum. Þá þolir fólk þetta í einhvern tíma. Það er ekkert verið að reyna á þetta fyrir kærunefnd eða dómstólum, þetta leysist yfirleitt, og kannski tekur því ekki. En það er alltaf eitthvað um þetta.“ Í Múlalind i Kópavogi er alltaf vel skreytt.Vísir/Vilhelm Skiptar skoðanir á reglum í fjölbýlishúsa Hún segir ágreiningsmál til dæmis hafa komið upp á húsfundum fjölbýlishúsa. Húsfélög geti sett reglur um skreytingar og það geti verið mjög skiptar skoðanir á þeim. „Það er meirihluti sem ræður, nema ef þetta á að vera gríðarlega ýkt með miklum ljósum og hávaða, þá þyrfti samþykki allra, en í grunninn þá er þetta meirihlutaákvörðun sem allir þurfa að hlíta.“ Hildur segir að þau hafi fengið til sín húseiganda sem hafi sem dæmi verið mótfallin slíkum reglum en það hafi ekki náð lengra en það. Hildur segir húsfélög ekki geta sett reglur um það hvernig fólk skreytir inni en það geti sett samræmdar reglur um skreytingar utan á húsinu. „Það eru margir sammála því að það sé fallegra að allir séu með eins í blokkinni en að allir séu með sitt á hvað. Þá verður maður að hlíta því þó maður sé ekki sammála því sem meirihlutinn ákveður.“ Það eru ekki allir sammála um það hvernig eigi að skreyta húsin. Eða hversu mikið.Vísir/Vilhelm Hitamál á húsfundi Hildur segir til dæmis framkvæmdastjóra húseigendafélagsins hafa verið að stýra húsfundi og þegar kom að síðasta liði fundarins, um jólaskreytingar, hafi allt farið í háaloft. „Það tók 40 mínútur að afgreiða þennan dagskrárlið,“ segir Hildur og að fólk á fundinum hafi verið mjög ósammála um hvernig og hversu mikið ætti að skreyta húsið. „En yfirleitt nær fólk saman eða þolir þetta ef það er ósammála og lætur þar við sitja.“ Líka kvartað yfir skötulyktinni Hildur segir að í desember sé einnig algengt að kvartað sé undan skötulykt og hávaða. „Það er enn skemmri tími sem fólk þarf að þola það, en við höfum oft fengið það inn á borð húseigendafélagsins,“ segir Hildur og að það sé mögulega efni í aðra grein. Það sé samt alltaf sama stef. Fólk megi gera í sinni eign allt sem trufli ekki aðra verulega í öðrum eignum. „Að láta skötulykt ilma í fjöleignarhúsinu í marga daga. Það eru skiptar skoðanir á því hvert þarna sé íbúðareigandi að ganga nærri friðhelgi einkalífs annarra í blokkinni með því að elda skötu hjá sér.“
Jól Húsnæðismál Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Jólahús á Selfossi myndað í gríð og erg Eitt glæsilegasta jólaskreyttahús landsins er við þjóðveg númer eitt, eða við Austurveg á Selfossi þar sem ekið er í gegnum bæjarfélagið. Eigandi hússins kippir sér ekki upp við það þó að húsið sé myndað í gríð og erg og segir í sama orðinu að hún vilji gera Selfoss að jólabæ Íslands. 23. desember 2023 20:30 Húmor í jólaskreytingum Brynju Myndlistarkonan Brynja Harðardóttir Tveiten er með mjög sérstakar jólaskreytingar heima hjá sér þar sem hún notar mikið gamla kassa og gamla hluti á einstaklega skemmtilegan hátt. 21. desember 2023 12:31 Jólaskreytingar utandyra gefa lífinu lit Hreinir Garðar er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í viðhaldi og snyrtingu garða á stór-höfuðborgarsvæðinu. 14. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Sjá meira
Jólahús á Selfossi myndað í gríð og erg Eitt glæsilegasta jólaskreyttahús landsins er við þjóðveg númer eitt, eða við Austurveg á Selfossi þar sem ekið er í gegnum bæjarfélagið. Eigandi hússins kippir sér ekki upp við það þó að húsið sé myndað í gríð og erg og segir í sama orðinu að hún vilji gera Selfoss að jólabæ Íslands. 23. desember 2023 20:30
Húmor í jólaskreytingum Brynju Myndlistarkonan Brynja Harðardóttir Tveiten er með mjög sérstakar jólaskreytingar heima hjá sér þar sem hún notar mikið gamla kassa og gamla hluti á einstaklega skemmtilegan hátt. 21. desember 2023 12:31
Jólaskreytingar utandyra gefa lífinu lit Hreinir Garðar er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í viðhaldi og snyrtingu garða á stór-höfuðborgarsvæðinu. 14. nóvember 2023 12:01