Í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins er vísað til yfirlýsingar frá Svíakonungi vegna andláts prinsessunnar. Hann segir að hennar verði sárt saknað, hún hafi verið skelegg og framhleypin kona sem allir hafi elskað.
Þá sendir konungurinn börnum Birgittu og barnabörnum hennar samúðarkveðjur sínar. Þegar Birgitta fæddist árið 1937 máttu einungis karlkyns meðlimir sænsku konungsfjölskyldunnar verða erfingjar og því kom hún aldrei til greina sem erfingi krúnunnar á sínum tíma.
Faðir þeirra Karls Gústafs og Birgittu, krónprinsinn Gústav Adolf lést í flugslysi árið 1947 á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn. Hann var á leið frá Amsterdam til Stokkhólms og vél hans var að millilenda í Danmörku þegar stýrisbúnaður vélarinnar læstist með þeim afleiðingum að hún hrundi til jarðar. 22 farþegar voru um borð og létust þeir allir.
Karl Gústaf varð því erfingi krúnunnar níu mánaða gamall. Hann og systur hans þær Birgitta, Margrét prinsessa, Désirée og Kristína hafa sjaldan rætt föðurmissinn opinberlega. Móðir þeirra Sibylla prinsessa hefur lýst því hvernig veröld sín hrundi vegna andláts Gústavs.