Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2024 10:31 Remco Evenepoel brotnaði á mörgum stöðum í árekstrinum við póstbílinn. Getty/Sara Cavallini Belgíski Ólympíumeistarinn Remco Evenepoel átti ekki góðan æfingadag í gær og það er ljóst að frábært ár hans endar afar illa. Hjólreiðakappinn varð fyrir því óláni að klessa á póstbíl í gær þar sem hann var að hjóla í bænum Oetingen. Belgíska blaðið Het Laatste Nieuws segir frá óförum Ólympíumeistarans og að hann hafi í framhaldinu verið fluttur á sjúkrahús. Patrick, faðir Evenepoel, staðfesti að sonur sinn hafi verið fluttur á sjúkrahúsið. „Hann fór á Erasmus sjúkrahúsið í Anderlecht. Við verðum síðan að sjá hvernig þetta lítur út. Ég er á leiðinni á sjúkrahúsið sjálfur,“ sagði Patrick við Het Laatste Nieuws. Seinna kom fréttatilkynning um að Evenepoel væri brotinn á mörgum stöðum. Hann rifbeinsbrotnaði, braut annað herðablaðið og hægri handlegg. Hann verður því lengi frá keppni. Het Laatste Nieuws sýndi myndir frá slysstaðnum. Þar situr Remco Evenepoel með teppi vafið um sig. Hjól hans liggur á jörðinni og er augljóslega beyglað. Samkvæmt upplýsingum blaðsins þá gat hjólreiðakappinn ekki stoppað sig þegar póstmaðurinn opnaði skyndilega hurðina á bílnum sínum. Þetta er annars búið að vera frábært ár hjá hinum 24 ára gamla Remco Evenepoel. Hann varð heimsmeistari í tímatöku í september og vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París. Remco Evenepoel has been reportedly hospitalised after colliding with a postal vehicle during a training ride. 📸 Glenn Verlaecke & Nieuwsblad pic.twitter.com/8DeWuYMg7a— Eurosport (@eurosport) December 3, 2024 Hjólreiðar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira
Hjólreiðakappinn varð fyrir því óláni að klessa á póstbíl í gær þar sem hann var að hjóla í bænum Oetingen. Belgíska blaðið Het Laatste Nieuws segir frá óförum Ólympíumeistarans og að hann hafi í framhaldinu verið fluttur á sjúkrahús. Patrick, faðir Evenepoel, staðfesti að sonur sinn hafi verið fluttur á sjúkrahúsið. „Hann fór á Erasmus sjúkrahúsið í Anderlecht. Við verðum síðan að sjá hvernig þetta lítur út. Ég er á leiðinni á sjúkrahúsið sjálfur,“ sagði Patrick við Het Laatste Nieuws. Seinna kom fréttatilkynning um að Evenepoel væri brotinn á mörgum stöðum. Hann rifbeinsbrotnaði, braut annað herðablaðið og hægri handlegg. Hann verður því lengi frá keppni. Het Laatste Nieuws sýndi myndir frá slysstaðnum. Þar situr Remco Evenepoel með teppi vafið um sig. Hjól hans liggur á jörðinni og er augljóslega beyglað. Samkvæmt upplýsingum blaðsins þá gat hjólreiðakappinn ekki stoppað sig þegar póstmaðurinn opnaði skyndilega hurðina á bílnum sínum. Þetta er annars búið að vera frábært ár hjá hinum 24 ára gamla Remco Evenepoel. Hann varð heimsmeistari í tímatöku í september og vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París. Remco Evenepoel has been reportedly hospitalised after colliding with a postal vehicle during a training ride. 📸 Glenn Verlaecke & Nieuwsblad pic.twitter.com/8DeWuYMg7a— Eurosport (@eurosport) December 3, 2024
Hjólreiðar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira