„Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. desember 2024 19:45 Björn Leví og Willum Þór verða ekki þingmenn á nýju kjörtímabili. Vísir Willum Þór Þórsson, fráfarandi heilbrigðisráðherra, segir vonbrigði að detta út af þingi eftir að útlit var fyrir að hann myndi halda sæti sínu, alveg þar til síðustu tölur bárust eftir hádegi í dag. Björn Leví Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavík suður sem einnig kveður þingið segir niðurstöðuna vonbrigði og létti í senn. Björn Leví var nokkuð brattur þegar fréttastofa náði af honum tali í dag. Það var á brattann að sækja hjá Pírötum alveg frá því fyrstu tölur tóku að berast í gærkvöldi, og niðurstaðan sú að flokkurinn þurrkast út af þingi. Það hljóta að vera vonbrigði? „Já, já. Þetta er ákveðinn léttir samt bara líka þegar allt kemur til alls. Þetta er dálítið flókið starf, maður getur orðað það þannig. Þetta er flókið fyrir fjölskyldur og vini og svo framvegis þannig það er bara nýtt upphaf,“ segir Björn Leví. Hvað tekur við hjá þér núna? „Það hef ég ekki hugmynd um. Bara eitthvað skemmtilegt,“ svarar Björn Leví. Hann segir erfitt að segja til um hvað þessi niðurstaða þýði fyrir framtíð Pírata. „Það veit ég ekki. Það kemur maður í manns stað og svo sjáum við til hvernig lífið þróast.“ Hann segir að fróðlegt verði að fylgjast með landsmálapólitíkinni utan frá. „Ég öfunda ekki flokkana sem eru á þingi núna að klambra þessu saman. Það verður rosalega áhugavert að horfa á það og ég hlakka til að horfa á það utan frá hvernig þau ætla að glíma við þetta,“ segir Björn Leví hlæjandi. „Vel hugsanlegt“ að snúa aftur í boltann En það eru fleiri sem kveðja þingið. Fráfarandi heilbrigðisráðherra segir vonbrigði að detta út af þingi eftir að útlit var fyrir að hann myndi halda sæti sínu. Það sé vel hugsanlegt að hann snúi sér aftur að knattspyrnu. Allt fram á síðustu stundu var útlit fyrir að Framsóknarráðherrann Willum Þór héldist inni, en það breyttist þegar lokatölur bárust úr Kraganum. „Þetta var svolítið skrítin upplifun. Ég taldi þetta nokkuð í höfn þegar ég fór að sofa en svo kom þessi skringilega niðurstaða einhvern veginn og aðeins óvænt og já, ég viðurkenni það alveg, þetta eru auðvitað vonbrigði og ekkert sérstök upplifun,“ segir Willum. Hann útilokar ekki að snúa aftur til starfa á vettvangi knattspyrnunnar, en fyrst muni hann í öllu falli klára að gegna sínum skyldum sem starfandi heilbrigðisráðherra. „Svo bara sjáum við hvað setur.“ Alþingiskosningar 2024 Píratar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Björn Leví var nokkuð brattur þegar fréttastofa náði af honum tali í dag. Það var á brattann að sækja hjá Pírötum alveg frá því fyrstu tölur tóku að berast í gærkvöldi, og niðurstaðan sú að flokkurinn þurrkast út af þingi. Það hljóta að vera vonbrigði? „Já, já. Þetta er ákveðinn léttir samt bara líka þegar allt kemur til alls. Þetta er dálítið flókið starf, maður getur orðað það þannig. Þetta er flókið fyrir fjölskyldur og vini og svo framvegis þannig það er bara nýtt upphaf,“ segir Björn Leví. Hvað tekur við hjá þér núna? „Það hef ég ekki hugmynd um. Bara eitthvað skemmtilegt,“ svarar Björn Leví. Hann segir erfitt að segja til um hvað þessi niðurstaða þýði fyrir framtíð Pírata. „Það veit ég ekki. Það kemur maður í manns stað og svo sjáum við til hvernig lífið þróast.“ Hann segir að fróðlegt verði að fylgjast með landsmálapólitíkinni utan frá. „Ég öfunda ekki flokkana sem eru á þingi núna að klambra þessu saman. Það verður rosalega áhugavert að horfa á það og ég hlakka til að horfa á það utan frá hvernig þau ætla að glíma við þetta,“ segir Björn Leví hlæjandi. „Vel hugsanlegt“ að snúa aftur í boltann En það eru fleiri sem kveðja þingið. Fráfarandi heilbrigðisráðherra segir vonbrigði að detta út af þingi eftir að útlit var fyrir að hann myndi halda sæti sínu. Það sé vel hugsanlegt að hann snúi sér aftur að knattspyrnu. Allt fram á síðustu stundu var útlit fyrir að Framsóknarráðherrann Willum Þór héldist inni, en það breyttist þegar lokatölur bárust úr Kraganum. „Þetta var svolítið skrítin upplifun. Ég taldi þetta nokkuð í höfn þegar ég fór að sofa en svo kom þessi skringilega niðurstaða einhvern veginn og aðeins óvænt og já, ég viðurkenni það alveg, þetta eru auðvitað vonbrigði og ekkert sérstök upplifun,“ segir Willum. Hann útilokar ekki að snúa aftur til starfa á vettvangi knattspyrnunnar, en fyrst muni hann í öllu falli klára að gegna sínum skyldum sem starfandi heilbrigðisráðherra. „Svo bara sjáum við hvað setur.“
Alþingiskosningar 2024 Píratar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira