Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 09:19 Hollendingarnir Cody Gakpo og Virgil Van Dijk fagna hér marki Liverpool í sigrinum á Real Madrid i vikunni. Með þeim eru liðsfélagar þar á meðal Mo Salah. Getty/ James Gill Hollendingurinn Arne Slot fær alvöru próf sem knattspyrnustjóri Liverpool í dag þegar særðir Manchester City menn mæta á Anfield í raun að berjast fyrir lífi sínu í titilbaráttunni. Liverpool er með átta stiga forskot á ríkjandi meistara og geta því náð ellefu stiga forystu á City með sigri. Með því væri Englandsmeistaratitilinn nánast í sjónmáli í byrjun desember. „Okkur líkar auðvitað að vera í þessari stöðu en vitum það um leið að City menn eru ekki hrifnir af stöðunni. Þegar þú hefur unnið deildina fjögur ár í röð þá er þetta hættuleg staða fyrir bæði lið,“ sagði Slot í viðtali á Sky Sports. Hann tók undir orð spyrils Sky Sports að þetta gæti verið hættuleg helgi fyrir Liverpool liðið þrátt fyrir mjög góða stöðu. „Jú þetta er hættuleg helgi. Þeir vilja sýna okkur af hverju þeir hafa unnið deildina fjögur ár í röð og við viljum sýna að við getum keppt við þá og að við viljum vera aðalkeppinautur þeirra,“ sagði Slot. „Við höfum verið aðalkeppinautur þeirra í nokkur ár. Þeir hafa alltaf haft betur fyrir utan eitt tímabil. Þess vegna er þessi leikur, alveg eins og sá á móti Real Madrid, leikur sem okkur hlakkar til spila,“ sagði Slot. Slot er mikill aðdáandi Pep Guariola eins og kemur vel fram í viðtalinu. Skiptir máli hvernig þú vinnur „Sjáðu bara árangurinn hans. Þetta snýst ekki bara um alla titlana sem þú vinnur því það skiptir líka máli hvernig þú vinnur þá. Hvernig hann lætur liðið sitt spila og hvaða nýjungar hann hefur komið með inn í fótboltann. Hann aðlagar leikstíl sinn líka alltaf að þeim leikmönnum sem hann er með,“ sagði Slot. „Hann kemur líka ávallt upp með nýjar hugmyndir og þú veltir því alltaf fyrir þér þegar nýtt tímabil byrjar. Hvað ætlar hann að gera núna? Það er því áhugavert að fylgjast með því,“ sagði Slot. „Honum tekst alltaf að ná því besta út úr sínum leikmönnum. Núna lenti hann í því að Rodri meiddist og hann þarf að hugsa þetta upp á nýtt. Nú þarf hann að hugsa upp á nýtt hvernig hann getur náð því besta út úr þessum leikmönnum,“ sagði Slot. City hefur leikið sex leiki í röð án sigurs en það eru ekki allt of góðar fréttir samkvæmt Slot. City liðið var mjög óheppið „Ég veit fyrir vist að það mun ekki hjálpa mér. City liðið var mjög óheppið í síðustu fimm eða sex leikjum. Það veit ég því ég er búinn að skoða þessa leiki vel,“ sagði Slot. „Ég hef ekki aðeins skoðað úrslitin hjá þeim heldur leikgreint frammistöðu þeirra. Þeir áttu að vera komnir tveimur til þremur mörkum yfir á móti Tottenham eftir tuttugu mínútur. Á móti Brighton komust þeir í 1-0 og fengu síðan fjölda færa áður en þeir fengu á sig tvö mörk,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Sjá meira
Liverpool er með átta stiga forskot á ríkjandi meistara og geta því náð ellefu stiga forystu á City með sigri. Með því væri Englandsmeistaratitilinn nánast í sjónmáli í byrjun desember. „Okkur líkar auðvitað að vera í þessari stöðu en vitum það um leið að City menn eru ekki hrifnir af stöðunni. Þegar þú hefur unnið deildina fjögur ár í röð þá er þetta hættuleg staða fyrir bæði lið,“ sagði Slot í viðtali á Sky Sports. Hann tók undir orð spyrils Sky Sports að þetta gæti verið hættuleg helgi fyrir Liverpool liðið þrátt fyrir mjög góða stöðu. „Jú þetta er hættuleg helgi. Þeir vilja sýna okkur af hverju þeir hafa unnið deildina fjögur ár í röð og við viljum sýna að við getum keppt við þá og að við viljum vera aðalkeppinautur þeirra,“ sagði Slot. „Við höfum verið aðalkeppinautur þeirra í nokkur ár. Þeir hafa alltaf haft betur fyrir utan eitt tímabil. Þess vegna er þessi leikur, alveg eins og sá á móti Real Madrid, leikur sem okkur hlakkar til spila,“ sagði Slot. Slot er mikill aðdáandi Pep Guariola eins og kemur vel fram í viðtalinu. Skiptir máli hvernig þú vinnur „Sjáðu bara árangurinn hans. Þetta snýst ekki bara um alla titlana sem þú vinnur því það skiptir líka máli hvernig þú vinnur þá. Hvernig hann lætur liðið sitt spila og hvaða nýjungar hann hefur komið með inn í fótboltann. Hann aðlagar leikstíl sinn líka alltaf að þeim leikmönnum sem hann er með,“ sagði Slot. „Hann kemur líka ávallt upp með nýjar hugmyndir og þú veltir því alltaf fyrir þér þegar nýtt tímabil byrjar. Hvað ætlar hann að gera núna? Það er því áhugavert að fylgjast með því,“ sagði Slot. „Honum tekst alltaf að ná því besta út úr sínum leikmönnum. Núna lenti hann í því að Rodri meiddist og hann þarf að hugsa þetta upp á nýtt. Nú þarf hann að hugsa upp á nýtt hvernig hann getur náð því besta út úr þessum leikmönnum,“ sagði Slot. City hefur leikið sex leiki í röð án sigurs en það eru ekki allt of góðar fréttir samkvæmt Slot. City liðið var mjög óheppið „Ég veit fyrir vist að það mun ekki hjálpa mér. City liðið var mjög óheppið í síðustu fimm eða sex leikjum. Það veit ég því ég er búinn að skoða þessa leiki vel,“ sagði Slot. „Ég hef ekki aðeins skoðað úrslitin hjá þeim heldur leikgreint frammistöðu þeirra. Þeir áttu að vera komnir tveimur til þremur mörkum yfir á móti Tottenham eftir tuttugu mínútur. Á móti Brighton komust þeir í 1-0 og fengu síðan fjölda færa áður en þeir fengu á sig tvö mörk,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Sjá meira