Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 10:00 Luka Dukic er með risa húðflúr á brjóstkassanum af bróður sínum Lazar sem drukknaði á síðustu heimsleikum í CrossFit. @luka.djukic Það óhætt að segja að syrgjandi bróðir Lazars Djukic sé ekki sáttur við þær ákvarðanir sem eru teknar hjá CrossFit þessa dagana. CrossFit samtökin hafa kynnt nýtt fyrirkomulag á undankeppni heimsleikanna og enn á ný eru gerðar stórar breytingar. Eftir dauðaslysið í fyrstu grein síðustu heimsleika í haust hafa samtökin legið undir mikilli gagnrýni ekki síst hvað varðar öryggismál sín. Gagnrýnin minnkaði ekkert við það að samtökin voru ekki tilbúin að opinbera niðurstöður í utanaðkomandi rannsókn á því sem gerðist þegar Lazar Dukic drukknaði í opnunargrein heimsleikanna í ágúst. Luka Dukic, yngri bróðir Lazars heitins, hefur verið duglegur að gagnrýna feluleik CrossFit samtakanna og hann er enginn aðdáandi nýju breytinganna. Dukic notaði enn á ný samfélagsmiðla sína til þess að koma fram með gagnrýni sína á samtökin. Hann bendir á það að með því að hafa framkvæmd undankeppninnar í gegnum netið þá séu samtökin sjálf að hlaupast undan allri ábyrgð og þau hirði því bara tekjur af skráningargjöldunum en leggi lítið sem ekkert til við kostnaðinn. Íþróttafólkið þarf síðan að skila æfingum sínum í gegnum netið alla undankeppnina. Dukic segir að stóra vandamálið þar sé að myndbandseftirlitið hjá CrossFit sé í tómu tjóni. Það sé því grátlegt fyrir íþróttafólkið að hans mati að það þurfi að treysta á eftirlitskerfi sem sé ekki hægt að treysta á. Hann vekur einnig athygli á því að CrossFit samtökin styðji ekkert við bakið á þeim sem halda mótin sem eru í tengslum við undankeppnina, svokölluð Sanctionals mót. Mótshaldararnir þurfa því í raun að eyða öllum sínum peningum í að senda íþróttafólkið á mót hjá CrossFit samtökunum. Dukic er líka á því að með því festa verðlaunaféð við skráningarfjölda á The Open þýði það að atvinnumennirnir séu þeir sem tapi, fólkið sem er að reyna að lifa af þessu. Það er hætt við því að skráningum fækki talsvert í því óvissuástandi sem ríkir eftir hryllinginn á síðustu heimsleikum. Það þýðir lægra verðlaunafé og þar með verður enn erfiðara fyrir besta CrossFit fólkið að ná sér í pening á heimsleikunum. Það má sjá færsluna hér fyrir neðan. Yfir fjórtán þúsund hafa líkað við færslu Dukic á Instagram og hún hefur fengið nokkra athygli. Dukic fjölskyldan er í sárum, þau misstu ekki aðeins Lazar heldur er enginn hjá CrossFit tilbúinn að taka ábyrgð á því sem gerðist. View this post on Instagram A post shared by Luka Đukić (@luka.djukic) CrossFit Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Sjá meira
CrossFit samtökin hafa kynnt nýtt fyrirkomulag á undankeppni heimsleikanna og enn á ný eru gerðar stórar breytingar. Eftir dauðaslysið í fyrstu grein síðustu heimsleika í haust hafa samtökin legið undir mikilli gagnrýni ekki síst hvað varðar öryggismál sín. Gagnrýnin minnkaði ekkert við það að samtökin voru ekki tilbúin að opinbera niðurstöður í utanaðkomandi rannsókn á því sem gerðist þegar Lazar Dukic drukknaði í opnunargrein heimsleikanna í ágúst. Luka Dukic, yngri bróðir Lazars heitins, hefur verið duglegur að gagnrýna feluleik CrossFit samtakanna og hann er enginn aðdáandi nýju breytinganna. Dukic notaði enn á ný samfélagsmiðla sína til þess að koma fram með gagnrýni sína á samtökin. Hann bendir á það að með því að hafa framkvæmd undankeppninnar í gegnum netið þá séu samtökin sjálf að hlaupast undan allri ábyrgð og þau hirði því bara tekjur af skráningargjöldunum en leggi lítið sem ekkert til við kostnaðinn. Íþróttafólkið þarf síðan að skila æfingum sínum í gegnum netið alla undankeppnina. Dukic segir að stóra vandamálið þar sé að myndbandseftirlitið hjá CrossFit sé í tómu tjóni. Það sé því grátlegt fyrir íþróttafólkið að hans mati að það þurfi að treysta á eftirlitskerfi sem sé ekki hægt að treysta á. Hann vekur einnig athygli á því að CrossFit samtökin styðji ekkert við bakið á þeim sem halda mótin sem eru í tengslum við undankeppnina, svokölluð Sanctionals mót. Mótshaldararnir þurfa því í raun að eyða öllum sínum peningum í að senda íþróttafólkið á mót hjá CrossFit samtökunum. Dukic er líka á því að með því festa verðlaunaféð við skráningarfjölda á The Open þýði það að atvinnumennirnir séu þeir sem tapi, fólkið sem er að reyna að lifa af þessu. Það er hætt við því að skráningum fækki talsvert í því óvissuástandi sem ríkir eftir hryllinginn á síðustu heimsleikum. Það þýðir lægra verðlaunafé og þar með verður enn erfiðara fyrir besta CrossFit fólkið að ná sér í pening á heimsleikunum. Það má sjá færsluna hér fyrir neðan. Yfir fjórtán þúsund hafa líkað við færslu Dukic á Instagram og hún hefur fengið nokkra athygli. Dukic fjölskyldan er í sárum, þau misstu ekki aðeins Lazar heldur er enginn hjá CrossFit tilbúinn að taka ábyrgð á því sem gerðist. View this post on Instagram A post shared by Luka Đukić (@luka.djukic)
CrossFit Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Sjá meira