Fótbolti

Dagur Dan komst ekki í úr­slita­leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City eru úr leik.
Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City eru úr leik. Getty/Rich von Biberstein

Íslendingaliðið Orlando City er úr leik í úrslitakeppni MLS deildarinnar eftir tap í undanúrslitaleiknum í nótt.

Orlando City tapaði 1-0 fyrir New York Red Bulls sem mætir Los Angeles Galaxy í leiknum um bandaríska meistaratitilinn.

Galaxy vann 1-0 sigur á Seattle Sounders í hinum undanúrslitaleiknum.

Dagur Dan Þórhallsson var í byrjunarliði Orlando City en var tekinn af velli á 61. mínútu leiksins.

Þá var staðan orðin 1-0 fyrir New York liðið sem skoraði eftir aðeins tveggja mínútna leik í seinni hálfleik. Andres Reyes skallaði þá inn aukaspyrnu frá John Tolkin.

Orlando City var mun meira með boltann í leiknum en tókst ekki að skapa sér mikið þrátt fyrir það. Liðið var bara með 0,99 í áætluðum mörkum (xG) en New York var með enn lægra eða 0,78.

Þetta er samt besti árangurinn í sögu Orlando City sem var í fyrsta sinn í þessum úrslitaleik Austurdeildarinnar.

Dagur Dan spilaði alls 35 leiki í MLS deildinni á leiktíðinni og var fastamaður í hægri bakverðinum. Hann var með tvö mörk og fimm stoðsendingar í þessum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×