„Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 15:04 Gular veðurviðaranir eru í gildi víða um land. Vísir/Vilhelm Veðrið getur haft áhrif á framkvæmd Alþingiskosninganna á morgun. Gular veðurviðarnarnir verða í gildi frá því í kvöld þar til á sunnudaginn á Austfjörðum. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að allt kapp verði lagt á að halda kjörfundi allstaðar. Ekki má telja atkvæði fyrr en öllum kjörfundum hefur verið lokað. „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. Gulum veðurviðvörunum er spáð á Austurlandi og víðar. Óvíst er hvort hægt verði að vera með kjörfundi. Hann sé þó búinn að hafa samband við alla kjörstjóra og stefna þau öll á að vera með kjörfund. Versta sviðsmyndin sé sú að fresta þurfi kjörfundi og þá yrði kosið á sunnudag. Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir í samtali við fréttastofu að ef að kjörfundi yrði frestað yrði talningu atkvæða á öllu landinu frestað. Ekki megi byrja að telja atkvæði fyrr en að öllum kjörfundum hefur verið lokað. „Líklegt að það dragist vegna færðar“ Atkvæðin fyrir Norðausturkjördæmi eru talin á Akureyri. Atkvæði frá Vopnafirði eru keyrð upp strandlengjuna. Atkvæðin frá Austurlandi er safnað saman á Egilsstöðum og flogið með þau til Akureyrar. „Það er mjög líklegt að það spillist eitthvað og dragist vegna færðar,“ segir Gestur. Oftast séu atkvæðin á leið frá Egilsstöðum til Akureyrar um klukkan tvö um nótt. „Mér sýnist eins og staðan er núna að það verði ekki fyrr en á sunnudaginn, miðjan dag á sunnudag ef þessi spá gengur eftir eins og hún er,“ segir Gestur. Áhersla á að halda kjörfundi Þar sem að ekki er hægt að telja atkvæðin fyrr en að öllum kjörfundum er lokið leggur Gestur áherslu á að halda kjörfundi. „Þetta er fólk sem þekkir þessi veður og vant að ferðast innan héraðs í svoleiðis veðri,“ segir hann. Alþingiskosningar 2024 Veður Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Sjá meira
„Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. Gulum veðurviðvörunum er spáð á Austurlandi og víðar. Óvíst er hvort hægt verði að vera með kjörfundi. Hann sé þó búinn að hafa samband við alla kjörstjóra og stefna þau öll á að vera með kjörfund. Versta sviðsmyndin sé sú að fresta þurfi kjörfundi og þá yrði kosið á sunnudag. Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir í samtali við fréttastofu að ef að kjörfundi yrði frestað yrði talningu atkvæða á öllu landinu frestað. Ekki megi byrja að telja atkvæði fyrr en að öllum kjörfundum hefur verið lokað. „Líklegt að það dragist vegna færðar“ Atkvæðin fyrir Norðausturkjördæmi eru talin á Akureyri. Atkvæði frá Vopnafirði eru keyrð upp strandlengjuna. Atkvæðin frá Austurlandi er safnað saman á Egilsstöðum og flogið með þau til Akureyrar. „Það er mjög líklegt að það spillist eitthvað og dragist vegna færðar,“ segir Gestur. Oftast séu atkvæðin á leið frá Egilsstöðum til Akureyrar um klukkan tvö um nótt. „Mér sýnist eins og staðan er núna að það verði ekki fyrr en á sunnudaginn, miðjan dag á sunnudag ef þessi spá gengur eftir eins og hún er,“ segir Gestur. Áhersla á að halda kjörfundi Þar sem að ekki er hægt að telja atkvæðin fyrr en að öllum kjörfundum er lokið leggur Gestur áherslu á að halda kjörfundi. „Þetta er fólk sem þekkir þessi veður og vant að ferðast innan héraðs í svoleiðis veðri,“ segir hann.
Alþingiskosningar 2024 Veður Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Sjá meira