Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 07:46 Cole Campbell í leik með aðalliði Dortmund á þessu tímabili. Hann hefur spilað í Meistaradeildinni. Getty/Stuart Franklin Goal í Bandaríkjunum fjallar um hinn bandaríska-íslenska William Cole Campbell og býst við miklu af stráknum í framtíðinni. Blaðamaður Goal settist niður með Campbell þar sem hann fór yfir feril sinn hingað til. Campbell spilaði fyrir íslensku unglingalandsliðin en ákvað svo snemma á þessu ári að velja bandaríska landsliðið yfir það íslenska. Móðir hans er íslenska landsliðskonan Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland frá 1999 til 2000. Faðir hans er aftur á móti Bandaríkjamaður og hann er fæddur í Houston í Bandaríkjunum. Vann sig inn í aðallið Dortmund Strákurinn er enn bara átján ára gamall og á því sannarlega framtíðina fyrir sér. Hann spilaði með FH og Breiðabliki hér heima en fór til þýska félagsins Borussia Dortmund um mitt sumar 2022. Hann hefur síðan unnið sig upp úr unglingaliðum þýska félagsins og inn í aðalliðið. Cole lék á dögunum sinn fyrsta leik með Dortmund í Meistaradeildinni og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með nítján ára landsliði Bandaríkjamanna. „Fyrir sex mánuðum var Cole upprísandi stjarna í íslensku unglingalandsliðunum en núna er hann eitthvað allt annað. Hann hefur breyst í næstu stjörnu bandaríska liðsins,“ segir í greininni í Goal og þeir halda áfram: Mikil athygli „Þessi strákur með tvöfalda ríkisfangið er að blómstra hjá risafélagi og hefur bæði spilað sína fyrstu leiki í Bundesligunni og Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hann er enn að koma sér fyrir og aðlagast en hefur þurft að gera það hratt. Það hefur verið mikið af breytingum að undanförnu en sú stærsta var að aðlagast allri athyglinni,“ segir í greininni. Þar má líka sjá viðtal við Cole sjálfan. „Ég hugsaði; ég er virkilega að spila í Meistaradeildarleik. Það fékk mig til að átta mig á því hversu langt ég er kominn frá því að ég var bara lítill strákur að leika mér og lét mig dreyma um stund sem þessa,“ segir Cole. Ætlar sér að vinna bæði Gullhnöttinn og HM „Hvað varðar framtíðardrauminn minn þá vil ég vinna Gullhnöttinn. Ég vil vinna Meistaradeildina og ég vil vinna heimsmeistarakeppnina. Ég held að það allt sé möguleiki,“ segir Cole. „Ég upplifi ánægju í hvert skipti sem ég labba inn á völlinn. Ég finn ekkert fyrir pressunni. Ég nýt þess bara að spila fótbolta,“ segir Cole. View this post on Instagram A post shared by GOAL USA (@goalusa_) Þýski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Blaðamaður Goal settist niður með Campbell þar sem hann fór yfir feril sinn hingað til. Campbell spilaði fyrir íslensku unglingalandsliðin en ákvað svo snemma á þessu ári að velja bandaríska landsliðið yfir það íslenska. Móðir hans er íslenska landsliðskonan Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland frá 1999 til 2000. Faðir hans er aftur á móti Bandaríkjamaður og hann er fæddur í Houston í Bandaríkjunum. Vann sig inn í aðallið Dortmund Strákurinn er enn bara átján ára gamall og á því sannarlega framtíðina fyrir sér. Hann spilaði með FH og Breiðabliki hér heima en fór til þýska félagsins Borussia Dortmund um mitt sumar 2022. Hann hefur síðan unnið sig upp úr unglingaliðum þýska félagsins og inn í aðalliðið. Cole lék á dögunum sinn fyrsta leik með Dortmund í Meistaradeildinni og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með nítján ára landsliði Bandaríkjamanna. „Fyrir sex mánuðum var Cole upprísandi stjarna í íslensku unglingalandsliðunum en núna er hann eitthvað allt annað. Hann hefur breyst í næstu stjörnu bandaríska liðsins,“ segir í greininni í Goal og þeir halda áfram: Mikil athygli „Þessi strákur með tvöfalda ríkisfangið er að blómstra hjá risafélagi og hefur bæði spilað sína fyrstu leiki í Bundesligunni og Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hann er enn að koma sér fyrir og aðlagast en hefur þurft að gera það hratt. Það hefur verið mikið af breytingum að undanförnu en sú stærsta var að aðlagast allri athyglinni,“ segir í greininni. Þar má líka sjá viðtal við Cole sjálfan. „Ég hugsaði; ég er virkilega að spila í Meistaradeildarleik. Það fékk mig til að átta mig á því hversu langt ég er kominn frá því að ég var bara lítill strákur að leika mér og lét mig dreyma um stund sem þessa,“ segir Cole. Ætlar sér að vinna bæði Gullhnöttinn og HM „Hvað varðar framtíðardrauminn minn þá vil ég vinna Gullhnöttinn. Ég vil vinna Meistaradeildina og ég vil vinna heimsmeistarakeppnina. Ég held að það allt sé möguleiki,“ segir Cole. „Ég upplifi ánægju í hvert skipti sem ég labba inn á völlinn. Ég finn ekkert fyrir pressunni. Ég nýt þess bara að spila fótbolta,“ segir Cole. View this post on Instagram A post shared by GOAL USA (@goalusa_)
Þýski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira