Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 08:21 Kylian Mbappe svekkir sig eftir að hafa klúðrað víti á móti Liverpool í Meistaradeildinni. Getty/Robbie Jay Barratt Franska stórblaðið L'Équipe hefur miklar áhyggjur af besta fótboltamanni Frakka, það er manninum sem átti að vera einn sá besti í heimi en hefur hvorki verið fugl né fiskur á síðustu vikum. Hér er auðvitað verið að tala um framherjann Kylian Mbappé. Draumafélagsskiptin til Real Madrid hafa verið miklu nær martröð til þessa á tímabilinu. Leikurinn á móti Liverpool í Meistaradeildinni var ákveðinn lágpunktur fyrir leikmanninn en honum var haldið í skefjum í leiknum á Anfield á miðvikudagskvöldið. Mbappé klúðraði síðan vítaspyrnu þegar hann gat jafnað metin og komið sínu liði inn í leikinn. Myndin af Mbappé á haus fór út um allt enda frekar táknræn fyrir frammistöðu hans í leiknum. Auk þessa er stórstjörnulið Real Madrid aðeins í 24. sæti í Meistaradeildinni og þarf því nauðsynlega á miklu meira að halda frá Mbappé. Eitt eru vandræði Mbappé með Real Madrid liðinu en annað er það að hann hefur ekki verið með franska landsliðinu í síðustu verkefnum. Orðrómur var um að hann vildi ekki spila lengur fyrir landsliðsþjálfarann Didier Deschamps sem neitaði því sjálfur. Staðreyndin er þó sú að hann valdi ekki Mbappé í landsliðshópinn. Þjálfari hans hjá Real Madrid, Carlo Ancelotti, talar aftur á móti um það að leikmanninn skorti sjálfstraust. Hann hefur nánast eingöngu skorað mörkin sín úr vítum og nú er hann farinn að klúðra þeim leik. Útlitið er ekki bjart. L'Équipe sendir því frá sér ákall á forsíðu sinni í dag og kallar eftir því að þjálfarar Mbappé hjá bæði Real og franska landsliðinu sem og forseti Real Madrid bjargi hreinlega leikmanninum. Forsíðumyndin er af Mbappé með fyrrnefnda menn að baki sér. Fyrirsögnin er síðan: „Il faut sauver le joueur Mbappé“ eða „Við verðum að bjarga Mbappé“ á íslensku. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Hér er auðvitað verið að tala um framherjann Kylian Mbappé. Draumafélagsskiptin til Real Madrid hafa verið miklu nær martröð til þessa á tímabilinu. Leikurinn á móti Liverpool í Meistaradeildinni var ákveðinn lágpunktur fyrir leikmanninn en honum var haldið í skefjum í leiknum á Anfield á miðvikudagskvöldið. Mbappé klúðraði síðan vítaspyrnu þegar hann gat jafnað metin og komið sínu liði inn í leikinn. Myndin af Mbappé á haus fór út um allt enda frekar táknræn fyrir frammistöðu hans í leiknum. Auk þessa er stórstjörnulið Real Madrid aðeins í 24. sæti í Meistaradeildinni og þarf því nauðsynlega á miklu meira að halda frá Mbappé. Eitt eru vandræði Mbappé með Real Madrid liðinu en annað er það að hann hefur ekki verið með franska landsliðinu í síðustu verkefnum. Orðrómur var um að hann vildi ekki spila lengur fyrir landsliðsþjálfarann Didier Deschamps sem neitaði því sjálfur. Staðreyndin er þó sú að hann valdi ekki Mbappé í landsliðshópinn. Þjálfari hans hjá Real Madrid, Carlo Ancelotti, talar aftur á móti um það að leikmanninn skorti sjálfstraust. Hann hefur nánast eingöngu skorað mörkin sín úr vítum og nú er hann farinn að klúðra þeim leik. Útlitið er ekki bjart. L'Équipe sendir því frá sér ákall á forsíðu sinni í dag og kallar eftir því að þjálfarar Mbappé hjá bæði Real og franska landsliðinu sem og forseti Real Madrid bjargi hreinlega leikmanninum. Forsíðumyndin er af Mbappé með fyrrnefnda menn að baki sér. Fyrirsögnin er síðan: „Il faut sauver le joueur Mbappé“ eða „Við verðum að bjarga Mbappé“ á íslensku. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira