Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 08:21 Kylian Mbappe svekkir sig eftir að hafa klúðrað víti á móti Liverpool í Meistaradeildinni. Getty/Robbie Jay Barratt Franska stórblaðið L'Équipe hefur miklar áhyggjur af besta fótboltamanni Frakka, það er manninum sem átti að vera einn sá besti í heimi en hefur hvorki verið fugl né fiskur á síðustu vikum. Hér er auðvitað verið að tala um framherjann Kylian Mbappé. Draumafélagsskiptin til Real Madrid hafa verið miklu nær martröð til þessa á tímabilinu. Leikurinn á móti Liverpool í Meistaradeildinni var ákveðinn lágpunktur fyrir leikmanninn en honum var haldið í skefjum í leiknum á Anfield á miðvikudagskvöldið. Mbappé klúðraði síðan vítaspyrnu þegar hann gat jafnað metin og komið sínu liði inn í leikinn. Myndin af Mbappé á haus fór út um allt enda frekar táknræn fyrir frammistöðu hans í leiknum. Auk þessa er stórstjörnulið Real Madrid aðeins í 24. sæti í Meistaradeildinni og þarf því nauðsynlega á miklu meira að halda frá Mbappé. Eitt eru vandræði Mbappé með Real Madrid liðinu en annað er það að hann hefur ekki verið með franska landsliðinu í síðustu verkefnum. Orðrómur var um að hann vildi ekki spila lengur fyrir landsliðsþjálfarann Didier Deschamps sem neitaði því sjálfur. Staðreyndin er þó sú að hann valdi ekki Mbappé í landsliðshópinn. Þjálfari hans hjá Real Madrid, Carlo Ancelotti, talar aftur á móti um það að leikmanninn skorti sjálfstraust. Hann hefur nánast eingöngu skorað mörkin sín úr vítum og nú er hann farinn að klúðra þeim leik. Útlitið er ekki bjart. L'Équipe sendir því frá sér ákall á forsíðu sinni í dag og kallar eftir því að þjálfarar Mbappé hjá bæði Real og franska landsliðinu sem og forseti Real Madrid bjargi hreinlega leikmanninum. Forsíðumyndin er af Mbappé með fyrrnefnda menn að baki sér. Fyrirsögnin er síðan: „Il faut sauver le joueur Mbappé“ eða „Við verðum að bjarga Mbappé“ á íslensku. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Hér er auðvitað verið að tala um framherjann Kylian Mbappé. Draumafélagsskiptin til Real Madrid hafa verið miklu nær martröð til þessa á tímabilinu. Leikurinn á móti Liverpool í Meistaradeildinni var ákveðinn lágpunktur fyrir leikmanninn en honum var haldið í skefjum í leiknum á Anfield á miðvikudagskvöldið. Mbappé klúðraði síðan vítaspyrnu þegar hann gat jafnað metin og komið sínu liði inn í leikinn. Myndin af Mbappé á haus fór út um allt enda frekar táknræn fyrir frammistöðu hans í leiknum. Auk þessa er stórstjörnulið Real Madrid aðeins í 24. sæti í Meistaradeildinni og þarf því nauðsynlega á miklu meira að halda frá Mbappé. Eitt eru vandræði Mbappé með Real Madrid liðinu en annað er það að hann hefur ekki verið með franska landsliðinu í síðustu verkefnum. Orðrómur var um að hann vildi ekki spila lengur fyrir landsliðsþjálfarann Didier Deschamps sem neitaði því sjálfur. Staðreyndin er þó sú að hann valdi ekki Mbappé í landsliðshópinn. Þjálfari hans hjá Real Madrid, Carlo Ancelotti, talar aftur á móti um það að leikmanninn skorti sjálfstraust. Hann hefur nánast eingöngu skorað mörkin sín úr vítum og nú er hann farinn að klúðra þeim leik. Útlitið er ekki bjart. L'Équipe sendir því frá sér ákall á forsíðu sinni í dag og kallar eftir því að þjálfarar Mbappé hjá bæði Real og franska landsliðinu sem og forseti Real Madrid bjargi hreinlega leikmanninum. Forsíðumyndin er af Mbappé með fyrrnefnda menn að baki sér. Fyrirsögnin er síðan: „Il faut sauver le joueur Mbappé“ eða „Við verðum að bjarga Mbappé“ á íslensku. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira