„Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Hjörvar Ólafsson skrifar 28. nóvember 2024 20:50 Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur við að ná í stig til Jerevan þegar lærisveinar hans sóttu FC Noah heim í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. „Þetta var mjög fagmannleg frammistaða hjá liði mínu og við gáfum fá sem engin færi á okkur sem er mjög sterkt. Við ákváðum að breyta um leikkerfi í þessum leik til þess að bera virðingu fyrir þessum erfiða útivelli. Þeir eru með góða framherja og mér fannst nauðsynlegt að þétta varnarleikinn aðeins,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 0-0 jafntefli liðsins gegn FC Noah í fjórðu umferð Sambandsdeildarinnar. „Við fengum flott færi til þess að ná í þrjú stig en það væri græðgi að ganga ekki bara sáttir frá borði með stig frá þessu verkefni. Við vorum meðvitaðir um að við féllum á prófinu þegar við mættum Omonia. Við vildum sýna heilsteyptari leik að þessu sinni og ekki missa einbeitinguna. Það tókst svo sannarlega og er mjög stoltur af strákunum,“ sagði Arnar Bergmann enn fremur. „Jón Guðni var frábær í þessum leik sem og fleiri leikmenn. Liðsvinnan í varnarleiknum varð til þess að þeir fundu engar glufur og svo vorum við skarpir í skyndisóknum okkar. Það komu ferskar lappir inn af varamannbekknum sem hjálpuðu okkur að sigla stiginu í höfn. Við erum búnir að koma okkar í góða stöðu fyrir framhaldið og þetta stig gæti skipt sköpum þegar upp er staðið. Við getum allavega haldið áfram að láta okkur dreyma,“ sagði þjálfari Víkingsliðsins. „Það er hörkuleikur fram undan við Djurgården og við erum bara mjög spenntir fyrir þeim leik. Við sýndum andlegan og likamlegan styrk í leiknum í kvöld og spilamennskan var flott, sérstaklega þegar tekið er mið af því hvað það er langt síðan við spiluðum síðasta leik. Það er von á eitthvað um 500 Svíum á leikinn gegn Djurgården og við erum búnir að koma okkur í þá stöðu að vera með í baráttunni um sæti í umspilinu sem er bara frábært. Þetta verður mjög skemmtilegt verkefni og við mætum fullir sjálfstrausts,“ segir hann um framhaldið hjá Fossvogsfélaginu. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Tindastóll - Valur | Stórleikur á Sauðárkróki Körfubolti Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Jón Arnar nýjasti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ Sport Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti Fleiri fréttir Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sjá meira
„Þetta var mjög fagmannleg frammistaða hjá liði mínu og við gáfum fá sem engin færi á okkur sem er mjög sterkt. Við ákváðum að breyta um leikkerfi í þessum leik til þess að bera virðingu fyrir þessum erfiða útivelli. Þeir eru með góða framherja og mér fannst nauðsynlegt að þétta varnarleikinn aðeins,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 0-0 jafntefli liðsins gegn FC Noah í fjórðu umferð Sambandsdeildarinnar. „Við fengum flott færi til þess að ná í þrjú stig en það væri græðgi að ganga ekki bara sáttir frá borði með stig frá þessu verkefni. Við vorum meðvitaðir um að við féllum á prófinu þegar við mættum Omonia. Við vildum sýna heilsteyptari leik að þessu sinni og ekki missa einbeitinguna. Það tókst svo sannarlega og er mjög stoltur af strákunum,“ sagði Arnar Bergmann enn fremur. „Jón Guðni var frábær í þessum leik sem og fleiri leikmenn. Liðsvinnan í varnarleiknum varð til þess að þeir fundu engar glufur og svo vorum við skarpir í skyndisóknum okkar. Það komu ferskar lappir inn af varamannbekknum sem hjálpuðu okkur að sigla stiginu í höfn. Við erum búnir að koma okkar í góða stöðu fyrir framhaldið og þetta stig gæti skipt sköpum þegar upp er staðið. Við getum allavega haldið áfram að láta okkur dreyma,“ sagði þjálfari Víkingsliðsins. „Það er hörkuleikur fram undan við Djurgården og við erum bara mjög spenntir fyrir þeim leik. Við sýndum andlegan og likamlegan styrk í leiknum í kvöld og spilamennskan var flott, sérstaklega þegar tekið er mið af því hvað það er langt síðan við spiluðum síðasta leik. Það er von á eitthvað um 500 Svíum á leikinn gegn Djurgården og við erum búnir að koma okkur í þá stöðu að vera með í baráttunni um sæti í umspilinu sem er bara frábært. Þetta verður mjög skemmtilegt verkefni og við mætum fullir sjálfstrausts,“ segir hann um framhaldið hjá Fossvogsfélaginu.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Tindastóll - Valur | Stórleikur á Sauðárkróki Körfubolti Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Jón Arnar nýjasti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ Sport Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti Fleiri fréttir Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sjá meira