Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar 28. nóvember 2024 21:15 Þökk sé ötulli vinnu Willum Þórs heilbrigðisráðherra hafa margir biðlistar innan leibrigðiskerfisins styðst til mikilla muna. Árið 2022 var bið eftir liðskiptaaðgerð að meðaltali níu mánuðir en stefnir nú í að verða fjórir mánuðir. Bið eftir greiningu á minnisdeild Landspítalans styttist úr níu mánuðum í sex og fjöldi barna sem eru á biðlista eftir sálfræðigreiningu hjá Barna-geðdeild Landspítalans hefur fækkað um helming. Ávinningur fyrir sjúklinginn og efnahaginn En stytting biðlista er ekki bara sjúklingunum sjálfum til heilla heldur samfélaginu öllu. Tökum sem dæmi einstakling sem er að bíða eftir að komast í liðskiptaaðgerð. Það er enginn að fara í slíka aðgerð nema eitthvað mikið sé að. Sá sem þetta skrifar er með væg eymsl í öxlinni og þarf að passa sig á að fara varlega þegar hann lyftir einhverju þungu sem að getur verið vesen í þeirri líkamsvinnu sem hann fær tekjur sínar af. En hann er samt hvergi nærri því að þurfa nýjan lið enda ennþá fullkomlega vinnufær. En fólk sem þarf að skipta um lið er yfirleitt ekki sérlega vinnufært, eða bara hreinlega alls ekki vinnufært. Líði langur tími þar sem viðkomandi fær ekki aðstoð er það tími þar sem viðkomandi getur ekki eða einungis takmarkað unnið vinnuna sína og þarf því að taka á sig tekjuskerðingu með því að vera á bótum. Og því lengri tími sem að viðkomandi þarf að vera á bótum þýðir einnig að fjármagnið sem skattgreiðendur þurfa að greiða til þess að halda viðkomandi uppi hækkar einnig. Stytting biðlista hefur því fjárhagslegan ávinning fyrir bæði sjúklinginn og efnahaginn í heild sinni. Aðgerðir erlendis eða hérlendis? Áður en ráðist var í nýliðnar aðgerðir til þess að stytta biðlista var nokkuð algengt að sjúklingar sem voru búnir að bíða mjög lengi eftir aðgerð væru sendir til útlanda til þess að gangast undir skurðaðgerð þar. Ásamt augljósu veseni sem þetta getur haft í för með sér fyrir viðkomandi sjúkling þá er það einnig dýrt. Því þá bætist við kostnaður við sjálfa ferðina, þ.e.a.s. flug, gisting ofl. og svo þarf að greiða fyrir skurðaðgerð á erlendu sjúkrahúsi sem eðli málsins samkvæmt er ekki með neinn samning við Sjúkratryggingar Íslands. Kostnaður við slíkar aðgerðir er því rosalega mikill og greiðist hann úr hinum djúpu sjóðum íslenskra skattgreiðenda. Með því að gera samninga við íslensk einkafyrirtæki á borð við Klíníkina ehf, Stoðkerfi ehf og fleiri hefur þessi utanlands-ferðakostnaður minnkað til mikilla muna og það voru einmitt þeir peningar sem að áður fóru í afar óskilvirkar útlandaferðir sem að hægt var að nota til þess að gera samninga við þessi íslensku fyrirtæki. Hér er ekki um einkavæðingu að ræða, eins og meðlimir sumra vinstri-flokka myndu halda fram. Hér eru fengir einkaðilar sem að sjá um læknisfræðilega verktakavinnu fyrir íslenskt opinbert heilbrigðiskerfi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Höfundur er rithöfundur og framsóknarmaður til sex ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þökk sé ötulli vinnu Willum Þórs heilbrigðisráðherra hafa margir biðlistar innan leibrigðiskerfisins styðst til mikilla muna. Árið 2022 var bið eftir liðskiptaaðgerð að meðaltali níu mánuðir en stefnir nú í að verða fjórir mánuðir. Bið eftir greiningu á minnisdeild Landspítalans styttist úr níu mánuðum í sex og fjöldi barna sem eru á biðlista eftir sálfræðigreiningu hjá Barna-geðdeild Landspítalans hefur fækkað um helming. Ávinningur fyrir sjúklinginn og efnahaginn En stytting biðlista er ekki bara sjúklingunum sjálfum til heilla heldur samfélaginu öllu. Tökum sem dæmi einstakling sem er að bíða eftir að komast í liðskiptaaðgerð. Það er enginn að fara í slíka aðgerð nema eitthvað mikið sé að. Sá sem þetta skrifar er með væg eymsl í öxlinni og þarf að passa sig á að fara varlega þegar hann lyftir einhverju þungu sem að getur verið vesen í þeirri líkamsvinnu sem hann fær tekjur sínar af. En hann er samt hvergi nærri því að þurfa nýjan lið enda ennþá fullkomlega vinnufær. En fólk sem þarf að skipta um lið er yfirleitt ekki sérlega vinnufært, eða bara hreinlega alls ekki vinnufært. Líði langur tími þar sem viðkomandi fær ekki aðstoð er það tími þar sem viðkomandi getur ekki eða einungis takmarkað unnið vinnuna sína og þarf því að taka á sig tekjuskerðingu með því að vera á bótum. Og því lengri tími sem að viðkomandi þarf að vera á bótum þýðir einnig að fjármagnið sem skattgreiðendur þurfa að greiða til þess að halda viðkomandi uppi hækkar einnig. Stytting biðlista hefur því fjárhagslegan ávinning fyrir bæði sjúklinginn og efnahaginn í heild sinni. Aðgerðir erlendis eða hérlendis? Áður en ráðist var í nýliðnar aðgerðir til þess að stytta biðlista var nokkuð algengt að sjúklingar sem voru búnir að bíða mjög lengi eftir aðgerð væru sendir til útlanda til þess að gangast undir skurðaðgerð þar. Ásamt augljósu veseni sem þetta getur haft í för með sér fyrir viðkomandi sjúkling þá er það einnig dýrt. Því þá bætist við kostnaður við sjálfa ferðina, þ.e.a.s. flug, gisting ofl. og svo þarf að greiða fyrir skurðaðgerð á erlendu sjúkrahúsi sem eðli málsins samkvæmt er ekki með neinn samning við Sjúkratryggingar Íslands. Kostnaður við slíkar aðgerðir er því rosalega mikill og greiðist hann úr hinum djúpu sjóðum íslenskra skattgreiðenda. Með því að gera samninga við íslensk einkafyrirtæki á borð við Klíníkina ehf, Stoðkerfi ehf og fleiri hefur þessi utanlands-ferðakostnaður minnkað til mikilla muna og það voru einmitt þeir peningar sem að áður fóru í afar óskilvirkar útlandaferðir sem að hægt var að nota til þess að gera samninga við þessi íslensku fyrirtæki. Hér er ekki um einkavæðingu að ræða, eins og meðlimir sumra vinstri-flokka myndu halda fram. Hér eru fengir einkaðilar sem að sjá um læknisfræðilega verktakavinnu fyrir íslenskt opinbert heilbrigðiskerfi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Höfundur er rithöfundur og framsóknarmaður til sex ára.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun